Iceland Express ætlar að kaupa flugflota 3. nóvember 2011 10:00 Eigandinn Fengur, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, er eigandi Iceland Express. Félagið hefur sett rúman milljarð inn í flugfélagið á undanförnum vikum. Iceland Express (IE) hefur sótt um flugrekstrarleyfi til Flugmálastjórnar Íslands og hyggst kaupa nýjan flota af flugvélum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að veiting flugrekstrarleyfis gæti tekið allt að fjórum mánuðum. Stefnt er að því að nýi flotinn verði kominn í gagnið 1. apríl á næsta ári. IE notar í dag vélar sem eru í eigu breska félagsins Astraeus í áætlunarflug sín. Gangi áætlanir IE eftir mun verða slitið á þau tengsl að mestu og IE fljúga til sinna áfangastaða á eigin vélum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins samþykkti stjórn IE þetta í október og sótt var um flugrekstrarleyfið skriflega í byrjun þessarar viku. IE og Astraeus eru bæði í eigu Fengs, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Astraeus leigir einnig mörgum öðrum flugfélögum vélar undir sín áætlunarflug. Á meðal viðskiptavina félagsins eru félög á borð við British Airways og stærsta flugfélag Evrópu, Easy Jet. Með því að IE hefji eigin flugrekstur verður að mestu skorið á tengsl félagsins við Astraeus. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Fengur hefði veitt IE rúmlega milljarðs króna hluthafalán á undanförnum vikum. Innspýtingin var til að bæta lausafjárstöðu félagsins. Hana þurfti að styrkja bæði til að IE hefði getu til að ráðast í kaup á flugvélum og til að mæta um 800 milljóna króna tapi sem nýjustu fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir að félagið muni skila á þessu ári. Fjárhagsáætlanir sem gerðar voru í byrjun árs höfðu gert ráð fyrir um 600 milljóna króna hagnaði. IE skuldar ekki fé til lánastofnana heldur eru skuldir félagsins nánast einvörðungu skammtímaviðskiptaskuldir, fyrirframinnheimtar tekjur og lán sem hluthafinn, Pálmi Haraldsson, hefur veitt því. Fjárhagsstaða félagsins er því góð þrátt fyrir taprekstur. Í síðustu viku var tilkynnt um að nýtt íslenskt flugfélag, Wow Air, muni hefja starfsemi næsta vor. Félagið er í meirihlutaeigu Títan fjárfestingarfélags. Eigandi þess er Skúli Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, framkvæmdastjóri Títan og Wow Air, og Matthías Imsland, fyrrum forstjóri IE. Þegar hefur verið greint frá því að Wow Air ætli sér að fljúga frá Íslandi til Evrópu og að samningur við stóran kanadískan flugrekanda um langtímaleigu á flugvélum séu á lokastigi. Félagið auglýsti eftir starfsfólki nýverið og sóttu um 600 manns um fjórar stjórnunarstöður og ótilgreindan fjölda af sumarstörfum flugliða. Til stendur að halda blaðamannafund í lok þessarar viku þar sem starfsemi Wow Air verður kynnt nánar og sagt frá því til hvaða áfangastaða félagið ætlar að fljúga. thordur@frettabladid.is Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Eigandinn Fengur, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, er eigandi Iceland Express. Félagið hefur sett rúman milljarð inn í flugfélagið á undanförnum vikum. Iceland Express (IE) hefur sótt um flugrekstrarleyfi til Flugmálastjórnar Íslands og hyggst kaupa nýjan flota af flugvélum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að veiting flugrekstrarleyfis gæti tekið allt að fjórum mánuðum. Stefnt er að því að nýi flotinn verði kominn í gagnið 1. apríl á næsta ári. IE notar í dag vélar sem eru í eigu breska félagsins Astraeus í áætlunarflug sín. Gangi áætlanir IE eftir mun verða slitið á þau tengsl að mestu og IE fljúga til sinna áfangastaða á eigin vélum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins samþykkti stjórn IE þetta í október og sótt var um flugrekstrarleyfið skriflega í byrjun þessarar viku. IE og Astraeus eru bæði í eigu Fengs, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Astraeus leigir einnig mörgum öðrum flugfélögum vélar undir sín áætlunarflug. Á meðal viðskiptavina félagsins eru félög á borð við British Airways og stærsta flugfélag Evrópu, Easy Jet. Með því að IE hefji eigin flugrekstur verður að mestu skorið á tengsl félagsins við Astraeus. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Fengur hefði veitt IE rúmlega milljarðs króna hluthafalán á undanförnum vikum. Innspýtingin var til að bæta lausafjárstöðu félagsins. Hana þurfti að styrkja bæði til að IE hefði getu til að ráðast í kaup á flugvélum og til að mæta um 800 milljóna króna tapi sem nýjustu fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir að félagið muni skila á þessu ári. Fjárhagsáætlanir sem gerðar voru í byrjun árs höfðu gert ráð fyrir um 600 milljóna króna hagnaði. IE skuldar ekki fé til lánastofnana heldur eru skuldir félagsins nánast einvörðungu skammtímaviðskiptaskuldir, fyrirframinnheimtar tekjur og lán sem hluthafinn, Pálmi Haraldsson, hefur veitt því. Fjárhagsstaða félagsins er því góð þrátt fyrir taprekstur. Í síðustu viku var tilkynnt um að nýtt íslenskt flugfélag, Wow Air, muni hefja starfsemi næsta vor. Félagið er í meirihlutaeigu Títan fjárfestingarfélags. Eigandi þess er Skúli Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, framkvæmdastjóri Títan og Wow Air, og Matthías Imsland, fyrrum forstjóri IE. Þegar hefur verið greint frá því að Wow Air ætli sér að fljúga frá Íslandi til Evrópu og að samningur við stóran kanadískan flugrekanda um langtímaleigu á flugvélum séu á lokastigi. Félagið auglýsti eftir starfsfólki nýverið og sóttu um 600 manns um fjórar stjórnunarstöður og ótilgreindan fjölda af sumarstörfum flugliða. Til stendur að halda blaðamannafund í lok þessarar viku þar sem starfsemi Wow Air verður kynnt nánar og sagt frá því til hvaða áfangastaða félagið ætlar að fljúga. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira