Sköpum samstöðu 16. desember 2011 06:00 Forysta stjórnarflokkanna nærist á átökum. Það er gömul saga og ný. Það er því eftir öðru að helsta markmið formanns VG virðist nú vera að losna við efnahags- og viðskiptaráðherrann úr ríkisstjórn. Hann hefur ógnað foringjaræðinu sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra virðast hafa tileinkað sér. Enginn treystir Steingrími Joð fyrir alvaldi í efnahagsmálum, en hann virðist ekki hlusta nú frekar en fyrri daginn. Árni Páll Árnason hefur skapað sér ákveðna sérstöðu í ríkisstjórninni á undanförnum mánuðum. Hann hefur einn ráðherra talað fyrir því að fundin verði skynsamleg leið til sátta í ágreiningi um fiskveiðistjórnunarkerfið. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar lagt sig fram um að næra átök og ágreining um það mál. Hann hefur líka haldið með góðum hætti á Icesasve-málinu, eftir að þjóðin hafnaði Icesave-samningnum. Þótt Árni Páll hafi verið eindreginn talsmaður samninga um Icesave-málið hefur hann virt niðurstöðu þjóðarinnar og lagt sig fram um að byggja víðtæka samstöðu um málsvörn Íslands. Sú aðferðafræði sem hann hefur beitt í því efni er til fyrirmyndar. Fulltrúar ólíkra fylkinga hafa verið fengnir til ráðgjafar um málsvörnina og hefur Árni Páll beinlínis sóst eftir sjónarmiðum andstæðinga Icesave-samninganna. Fyrir vikið hefur loksins tekist víðtæk sátt um þetta deilumál. Nú þegar við stöndum frammi fyrir málaferlum af hálfu ESA þurfum við á slíkri samstöðu að halda. Aðferðirnar sem Árni Páll hefur nú beitt sér fyrir, sýna betur en nokkuð annað hversu auðvelt hefði verið að ná alvöru sátt um meðferð Icesave-málsins, ef menn hefðu nálgast það með opnu hugarfari strax í upphafi. Það er því ekki að undra að vart verði ákveðinnar öfundar úr herbúðum fjármálaráðherrans, þess sama ráðherra sem vildi ekki upplýsa þingið strax um gerð fyrsta Icesave-hörmungarsamnings. Hættan í dag er sú að forystumenn ríkisstjórnarinnar nálgist nú málaferli Icesave-málsins með það í huga að verja sögu og fyrri afstöðu þeirra sjálfra. Vinnubrögð Árna Páls vita þó á annað. Þjóðin þarf nú á samstöðu að halda. Við þurfum öll að vinna saman að sameiginlegu marki og sameinast eins og kostur er um meginlínur í uppbyggingu efnahagslífsins. Eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa unnið fram til þessa kemur ekki á óvart að þeir vilji senda þau skilaboð til þjóðarinnar að þeir vilji losna við þann ráðherra sem helst hefur viljað vinna þvert á flokkslínur og skapa aukna samstöðu um mikilvægustu úrlausnarmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Forysta stjórnarflokkanna nærist á átökum. Það er gömul saga og ný. Það er því eftir öðru að helsta markmið formanns VG virðist nú vera að losna við efnahags- og viðskiptaráðherrann úr ríkisstjórn. Hann hefur ógnað foringjaræðinu sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra virðast hafa tileinkað sér. Enginn treystir Steingrími Joð fyrir alvaldi í efnahagsmálum, en hann virðist ekki hlusta nú frekar en fyrri daginn. Árni Páll Árnason hefur skapað sér ákveðna sérstöðu í ríkisstjórninni á undanförnum mánuðum. Hann hefur einn ráðherra talað fyrir því að fundin verði skynsamleg leið til sátta í ágreiningi um fiskveiðistjórnunarkerfið. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar lagt sig fram um að næra átök og ágreining um það mál. Hann hefur líka haldið með góðum hætti á Icesasve-málinu, eftir að þjóðin hafnaði Icesave-samningnum. Þótt Árni Páll hafi verið eindreginn talsmaður samninga um Icesave-málið hefur hann virt niðurstöðu þjóðarinnar og lagt sig fram um að byggja víðtæka samstöðu um málsvörn Íslands. Sú aðferðafræði sem hann hefur beitt í því efni er til fyrirmyndar. Fulltrúar ólíkra fylkinga hafa verið fengnir til ráðgjafar um málsvörnina og hefur Árni Páll beinlínis sóst eftir sjónarmiðum andstæðinga Icesave-samninganna. Fyrir vikið hefur loksins tekist víðtæk sátt um þetta deilumál. Nú þegar við stöndum frammi fyrir málaferlum af hálfu ESA þurfum við á slíkri samstöðu að halda. Aðferðirnar sem Árni Páll hefur nú beitt sér fyrir, sýna betur en nokkuð annað hversu auðvelt hefði verið að ná alvöru sátt um meðferð Icesave-málsins, ef menn hefðu nálgast það með opnu hugarfari strax í upphafi. Það er því ekki að undra að vart verði ákveðinnar öfundar úr herbúðum fjármálaráðherrans, þess sama ráðherra sem vildi ekki upplýsa þingið strax um gerð fyrsta Icesave-hörmungarsamnings. Hættan í dag er sú að forystumenn ríkisstjórnarinnar nálgist nú málaferli Icesave-málsins með það í huga að verja sögu og fyrri afstöðu þeirra sjálfra. Vinnubrögð Árna Páls vita þó á annað. Þjóðin þarf nú á samstöðu að halda. Við þurfum öll að vinna saman að sameiginlegu marki og sameinast eins og kostur er um meginlínur í uppbyggingu efnahagslífsins. Eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa unnið fram til þessa kemur ekki á óvart að þeir vilji senda þau skilaboð til þjóðarinnar að þeir vilji losna við þann ráðherra sem helst hefur viljað vinna þvert á flokkslínur og skapa aukna samstöðu um mikilvægustu úrlausnarmálin.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar