Sköpum samstöðu 16. desember 2011 06:00 Forysta stjórnarflokkanna nærist á átökum. Það er gömul saga og ný. Það er því eftir öðru að helsta markmið formanns VG virðist nú vera að losna við efnahags- og viðskiptaráðherrann úr ríkisstjórn. Hann hefur ógnað foringjaræðinu sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra virðast hafa tileinkað sér. Enginn treystir Steingrími Joð fyrir alvaldi í efnahagsmálum, en hann virðist ekki hlusta nú frekar en fyrri daginn. Árni Páll Árnason hefur skapað sér ákveðna sérstöðu í ríkisstjórninni á undanförnum mánuðum. Hann hefur einn ráðherra talað fyrir því að fundin verði skynsamleg leið til sátta í ágreiningi um fiskveiðistjórnunarkerfið. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar lagt sig fram um að næra átök og ágreining um það mál. Hann hefur líka haldið með góðum hætti á Icesasve-málinu, eftir að þjóðin hafnaði Icesave-samningnum. Þótt Árni Páll hafi verið eindreginn talsmaður samninga um Icesave-málið hefur hann virt niðurstöðu þjóðarinnar og lagt sig fram um að byggja víðtæka samstöðu um málsvörn Íslands. Sú aðferðafræði sem hann hefur beitt í því efni er til fyrirmyndar. Fulltrúar ólíkra fylkinga hafa verið fengnir til ráðgjafar um málsvörnina og hefur Árni Páll beinlínis sóst eftir sjónarmiðum andstæðinga Icesave-samninganna. Fyrir vikið hefur loksins tekist víðtæk sátt um þetta deilumál. Nú þegar við stöndum frammi fyrir málaferlum af hálfu ESA þurfum við á slíkri samstöðu að halda. Aðferðirnar sem Árni Páll hefur nú beitt sér fyrir, sýna betur en nokkuð annað hversu auðvelt hefði verið að ná alvöru sátt um meðferð Icesave-málsins, ef menn hefðu nálgast það með opnu hugarfari strax í upphafi. Það er því ekki að undra að vart verði ákveðinnar öfundar úr herbúðum fjármálaráðherrans, þess sama ráðherra sem vildi ekki upplýsa þingið strax um gerð fyrsta Icesave-hörmungarsamnings. Hættan í dag er sú að forystumenn ríkisstjórnarinnar nálgist nú málaferli Icesave-málsins með það í huga að verja sögu og fyrri afstöðu þeirra sjálfra. Vinnubrögð Árna Páls vita þó á annað. Þjóðin þarf nú á samstöðu að halda. Við þurfum öll að vinna saman að sameiginlegu marki og sameinast eins og kostur er um meginlínur í uppbyggingu efnahagslífsins. Eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa unnið fram til þessa kemur ekki á óvart að þeir vilji senda þau skilaboð til þjóðarinnar að þeir vilji losna við þann ráðherra sem helst hefur viljað vinna þvert á flokkslínur og skapa aukna samstöðu um mikilvægustu úrlausnarmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Forysta stjórnarflokkanna nærist á átökum. Það er gömul saga og ný. Það er því eftir öðru að helsta markmið formanns VG virðist nú vera að losna við efnahags- og viðskiptaráðherrann úr ríkisstjórn. Hann hefur ógnað foringjaræðinu sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra virðast hafa tileinkað sér. Enginn treystir Steingrími Joð fyrir alvaldi í efnahagsmálum, en hann virðist ekki hlusta nú frekar en fyrri daginn. Árni Páll Árnason hefur skapað sér ákveðna sérstöðu í ríkisstjórninni á undanförnum mánuðum. Hann hefur einn ráðherra talað fyrir því að fundin verði skynsamleg leið til sátta í ágreiningi um fiskveiðistjórnunarkerfið. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar lagt sig fram um að næra átök og ágreining um það mál. Hann hefur líka haldið með góðum hætti á Icesasve-málinu, eftir að þjóðin hafnaði Icesave-samningnum. Þótt Árni Páll hafi verið eindreginn talsmaður samninga um Icesave-málið hefur hann virt niðurstöðu þjóðarinnar og lagt sig fram um að byggja víðtæka samstöðu um málsvörn Íslands. Sú aðferðafræði sem hann hefur beitt í því efni er til fyrirmyndar. Fulltrúar ólíkra fylkinga hafa verið fengnir til ráðgjafar um málsvörnina og hefur Árni Páll beinlínis sóst eftir sjónarmiðum andstæðinga Icesave-samninganna. Fyrir vikið hefur loksins tekist víðtæk sátt um þetta deilumál. Nú þegar við stöndum frammi fyrir málaferlum af hálfu ESA þurfum við á slíkri samstöðu að halda. Aðferðirnar sem Árni Páll hefur nú beitt sér fyrir, sýna betur en nokkuð annað hversu auðvelt hefði verið að ná alvöru sátt um meðferð Icesave-málsins, ef menn hefðu nálgast það með opnu hugarfari strax í upphafi. Það er því ekki að undra að vart verði ákveðinnar öfundar úr herbúðum fjármálaráðherrans, þess sama ráðherra sem vildi ekki upplýsa þingið strax um gerð fyrsta Icesave-hörmungarsamnings. Hættan í dag er sú að forystumenn ríkisstjórnarinnar nálgist nú málaferli Icesave-málsins með það í huga að verja sögu og fyrri afstöðu þeirra sjálfra. Vinnubrögð Árna Páls vita þó á annað. Þjóðin þarf nú á samstöðu að halda. Við þurfum öll að vinna saman að sameiginlegu marki og sameinast eins og kostur er um meginlínur í uppbyggingu efnahagslífsins. Eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa unnið fram til þessa kemur ekki á óvart að þeir vilji senda þau skilaboð til þjóðarinnar að þeir vilji losna við þann ráðherra sem helst hefur viljað vinna þvert á flokkslínur og skapa aukna samstöðu um mikilvægustu úrlausnarmálin.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar