Jóhanna og traustið Helgi Magnússon skrifar 23. júní 2011 06:00 Á þjóðhátíðardögum eiga ýmsir ræðumenn það til að verða yfirmáta jákvæðir í garð meðborgaranna og væmnir í meira lagi. Að þessu sinni kvað mjög rammt að þessu á Íslandi vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra las ræðu á Austurvelli að morgni 17. júní og sagði þar m.a.: „Lykillinn að betri tíð er samstaða þjóðarinnar og traust manna í millum.“ Nú ætti það að vera fullkomlega eðlilegt að forsætisráðherra leggði sig fram um að auka traust milli manna í þjóðfélaginu. Auka traust milli hópa, landshluta, hagsmunaaðila og stjórnmálaflokka. En hefur ráðherrann lagt sig fram um það? Þann 29. maí, fyrir tæpum þremur vikum, réðist hún gegn stórum hópi landsmanna með fáheyrðum svívirðingum á flokksstjórnarfundi Samfylkingar. Jóhanna Sigurðardóttir sagði þá m.a.: „Ofurlaunaliðið, fjárglæframennirnir og stóreignaelítan fá ekki að soga til sín hagvöxtinn sem fram undan er…nóg að þjóðin hafi þurft að greiða fyrir síðasta gleðskap þessa fólks. Sú svallveisla var haldin undir lúðrablæstri frjálshyggjutrúboðs Sjálfstæðisflokksins.“ Þriðjungur þjóðarinnar fjárglæframenn?Hér talar forsætisráðherra lýðræðisþjóðar! Sá ráðherra á að vera fremstur meðal jafningja og veita leiðsögn og forystu. Þegar forsætisráðherra kemur fram með slíkri heift og hatri í garð þriðjungs þjóðarinnar, þá verður erfitt að gera kröfur um málefnalega umræðu meðal landsmanna. Ætli ráðherrann hafi nokkuð verið með þennan þriggja vikna skæting í huga þegar hann las orðin „traust manna í millum“ á Austurvelli þann 17. júní? Þau orð eru lítils virði í ljósi þess sem sagt var þann 29. maí. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðari áratugum yfirleitt notið kjörfylgis á bilinu 33% til 38% kjósenda í alþingiskosningum. Hann mælist með slíkt fylgi í skoðanakönnunum um þessar mundir. Ætli fylgjendur þessa flokks, rúmur þriðjungur þjóðarinnar, sé sáttur við að forsætisráðherra leyfi sér að kalla hann „fjárglæframenn“? Er það með framkomu af þessu tagi sem forsætisráðherra ætlar að auka samstöðu og traust manna í millum? KommúnistaávarpiðKolbrún Bergþórsdóttir lýsti athyglisverðri sýn á flokksþingsræðu forsætisráðherra í pistli þann 2. júní sl. Kolbrún er að mínu mati skemmtilegasti, beitt-asti og athyglisverðasti greinarhöfundurinn sem skrifar reglubundið í Morgunblaðið undir nafni um þessar mundir. Hún sagði þá m.a.: „Eftir nýlegan flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar er ljóst að báðir ríkisstjórnarflokkarnir fyrirlíta fjármagn, hafa takmarkaðan áhuga á atvinnuuppbyggingu og berjast fyrir því að koma á láglaunastefnu, svo að þegnarnir hafi það nú örugglega flestir jafnskítt.“ Þá sagði hún að ræða Jóhönnu væri sennilega sú furðulegasta sem hún hafi haldið á ferlinum en þar taldi hún upp þá hópa sem ríkisstjórnin hygðist beita sér sérstaklega gegn, en þeirra var getið hér að framan. Þá sagði Kolbrún: „Þetta kommúnistaávarp forsætisráðherra var þvílíkur samsetningur að manni fallast hendur. Áleitnasta hugsun manns er: Getur enginn losað þjóðina við þessa skelfilegu ríkisstjórn?“ Samstaða þjóðarinnar og traust manna í millum næst einungis ef leiðsögninni verður lyft á hærra plan en nú er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Á þjóðhátíðardögum eiga ýmsir ræðumenn það til að verða yfirmáta jákvæðir í garð meðborgaranna og væmnir í meira lagi. Að þessu sinni kvað mjög rammt að þessu á Íslandi vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra las ræðu á Austurvelli að morgni 17. júní og sagði þar m.a.: „Lykillinn að betri tíð er samstaða þjóðarinnar og traust manna í millum.“ Nú ætti það að vera fullkomlega eðlilegt að forsætisráðherra leggði sig fram um að auka traust milli manna í þjóðfélaginu. Auka traust milli hópa, landshluta, hagsmunaaðila og stjórnmálaflokka. En hefur ráðherrann lagt sig fram um það? Þann 29. maí, fyrir tæpum þremur vikum, réðist hún gegn stórum hópi landsmanna með fáheyrðum svívirðingum á flokksstjórnarfundi Samfylkingar. Jóhanna Sigurðardóttir sagði þá m.a.: „Ofurlaunaliðið, fjárglæframennirnir og stóreignaelítan fá ekki að soga til sín hagvöxtinn sem fram undan er…nóg að þjóðin hafi þurft að greiða fyrir síðasta gleðskap þessa fólks. Sú svallveisla var haldin undir lúðrablæstri frjálshyggjutrúboðs Sjálfstæðisflokksins.“ Þriðjungur þjóðarinnar fjárglæframenn?Hér talar forsætisráðherra lýðræðisþjóðar! Sá ráðherra á að vera fremstur meðal jafningja og veita leiðsögn og forystu. Þegar forsætisráðherra kemur fram með slíkri heift og hatri í garð þriðjungs þjóðarinnar, þá verður erfitt að gera kröfur um málefnalega umræðu meðal landsmanna. Ætli ráðherrann hafi nokkuð verið með þennan þriggja vikna skæting í huga þegar hann las orðin „traust manna í millum“ á Austurvelli þann 17. júní? Þau orð eru lítils virði í ljósi þess sem sagt var þann 29. maí. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðari áratugum yfirleitt notið kjörfylgis á bilinu 33% til 38% kjósenda í alþingiskosningum. Hann mælist með slíkt fylgi í skoðanakönnunum um þessar mundir. Ætli fylgjendur þessa flokks, rúmur þriðjungur þjóðarinnar, sé sáttur við að forsætisráðherra leyfi sér að kalla hann „fjárglæframenn“? Er það með framkomu af þessu tagi sem forsætisráðherra ætlar að auka samstöðu og traust manna í millum? KommúnistaávarpiðKolbrún Bergþórsdóttir lýsti athyglisverðri sýn á flokksþingsræðu forsætisráðherra í pistli þann 2. júní sl. Kolbrún er að mínu mati skemmtilegasti, beitt-asti og athyglisverðasti greinarhöfundurinn sem skrifar reglubundið í Morgunblaðið undir nafni um þessar mundir. Hún sagði þá m.a.: „Eftir nýlegan flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar er ljóst að báðir ríkisstjórnarflokkarnir fyrirlíta fjármagn, hafa takmarkaðan áhuga á atvinnuuppbyggingu og berjast fyrir því að koma á láglaunastefnu, svo að þegnarnir hafi það nú örugglega flestir jafnskítt.“ Þá sagði hún að ræða Jóhönnu væri sennilega sú furðulegasta sem hún hafi haldið á ferlinum en þar taldi hún upp þá hópa sem ríkisstjórnin hygðist beita sér sérstaklega gegn, en þeirra var getið hér að framan. Þá sagði Kolbrún: „Þetta kommúnistaávarp forsætisráðherra var þvílíkur samsetningur að manni fallast hendur. Áleitnasta hugsun manns er: Getur enginn losað þjóðina við þessa skelfilegu ríkisstjórn?“ Samstaða þjóðarinnar og traust manna í millum næst einungis ef leiðsögninni verður lyft á hærra plan en nú er.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar