Að gefnu tilefni Gunnar Jóhannesson skrifar 23. júní 2011 12:59 Í bakþanka sínum, Aðskiljum til jöfnuðar, sem birtist í Fréttablaðinu 21. júní síðastliðinn, lætur Kolbeinn Proppé að því liggja að þjóðkirkjan í núverandi mynd heyri til liðnum tíma og hafi einungis haldið velli fram á þennan dag því hún sé „tengd við ríkisstyrkta öndunarvél sem ég og þú og allir aðrir skattgreiðendur borga". Kolbeinn virðist ennfremur þeirrar skoðunar að hér komi fram mikill ójöfnuður sem gangi freklega gegn rétti og frelsi annarra og hljóti að vinna gegn því samfélagi sem við viljum tilheyra. Því skuli „Aðskilja til jöfnuðar". Látum það liggja á milli hluta að sá aðskilnaður er þegar orðinn að flestu leyti, enda er þjóðkirkjan sjálfstæð stofnun og sjálfstæður réttaraðili sem ber réttindi og skyldur að lögum. En burtséð frá því er þjóðkirkjan ekki hafin yfir gagnrýni frekar en annað í mannlegu samfélagi, og er rétt og skylt að benda á það sem betur má fara þegar hún er annars vegar. Þá er sjálfsagt að gera breytingar til bóta á ríkjandi fyrirkomulagi þegar þess gerist þörf og vilji stendur til þess. Þjóðkirkjan er þar ekki undanskilin. En í þeirri umræðu duga ekki til formálalausir þankar á borð við þá sem Kolbeinn leggur fram. Það er eðlileg krafa að rétt sé farið með málavexti, enda leitt þegar málflutningur verður villandi og áróðurskenndur, eins og svo oft vill verða þegar þjóðkirkjan er gagnrýnd. Það sýnir sig ekki síst þegar kemur að fjárhagslegum samskiptum þjóðkirkjunnar og ríkisins, hina „ríkisstyrkt[u] öndunarvél" sem Kolbeinn kallar svo. Þó það sé til að æra óstöðugan - svo oft hefur þessi misskilningur verið leiðréttur - get ég ekki látið hjá líða að minna á hið rétta í þessu samhengi. Tekjur þjóðkirkjunnar byggja á lögvörðum samningi við ríkið á grundvelli kirkjueigna. Samkvæmt honum afhendir þjóðkirkjan ríkinu miklar eignir sem á móti greiðir tilteknum fjölda presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar laun. Þessi samningur hefur ekkert að gera með trúfrelsi né stendur gegn því! Þá er stór hluti af tekjum þjóðkirkjunnar fólginn í sóknargjöldunum, sem eru félagsgjöld þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkjuna. Ríkið innheimtir þau fyrir þjóðkirkjuna sem og fyrir önnur trúfélög. Hvað sóknargjöldin varðar má geta þess að ríkið hefur ítrekað skert þau með einhliða lagasetningu frá því sem samið var um þegar núverandi fyrirkomulagi var komið á. Hér er um tekjur þjóðkirkjunnar að ræða að langstærstum hluta. Í þessu samhengi má líka hafa í huga að þjóðkirkjan veitir landsmönnum öllum víðtæka þjónustu óháð trúfélagsaðild. Auk þess stendur hún vörð um mikil menningarverðmæti sem fólgin eru í gömlum kirkjum sem ríkið hefur friðlýst. Þá er ótalin öll sú blómlega menning sem þjóðkirkjan ræktar með margvíslegu móti um land allt. Í þessum efnum er síður en svo gengið á rétt einstaklinga eða annarra trúfélaga, ólíkt því sem Kolbeinn lætur að liggja. Raunin er sú að mannréttindadómar hafa fallið sem taka af öll tvímæli um að staða þjóðkirkjunnar gangi ekki gegn trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og almennum mannréttindum. Þá ber ennfremur að geta þess að þar sem skilið hefur á milli þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga í fjárhagslegum efnum hefur þjóðkirkjan bent á að eðlilegt sé að ríkið rétti við hlut þeirra. Það var meðal annars gert árið 2000 í tengslum við kristnitökuhátíðina. Það sem mönnum finnst um þjóðkirkjuna og erindi hennar gildir einu í þessu samhengi. Þjóðkirkjan á sjálfsagt tilkall til þeirra réttinda sem eðlileg þykja í réttsýnu samfélagi þar sem farið er að lögum. Enda þótt annað mætti skilja af grein hans leyfi ég mér að ætla að Kolbeinn Proppé sé mér sammála um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Í bakþanka sínum, Aðskiljum til jöfnuðar, sem birtist í Fréttablaðinu 21. júní síðastliðinn, lætur Kolbeinn Proppé að því liggja að þjóðkirkjan í núverandi mynd heyri til liðnum tíma og hafi einungis haldið velli fram á þennan dag því hún sé „tengd við ríkisstyrkta öndunarvél sem ég og þú og allir aðrir skattgreiðendur borga". Kolbeinn virðist ennfremur þeirrar skoðunar að hér komi fram mikill ójöfnuður sem gangi freklega gegn rétti og frelsi annarra og hljóti að vinna gegn því samfélagi sem við viljum tilheyra. Því skuli „Aðskilja til jöfnuðar". Látum það liggja á milli hluta að sá aðskilnaður er þegar orðinn að flestu leyti, enda er þjóðkirkjan sjálfstæð stofnun og sjálfstæður réttaraðili sem ber réttindi og skyldur að lögum. En burtséð frá því er þjóðkirkjan ekki hafin yfir gagnrýni frekar en annað í mannlegu samfélagi, og er rétt og skylt að benda á það sem betur má fara þegar hún er annars vegar. Þá er sjálfsagt að gera breytingar til bóta á ríkjandi fyrirkomulagi þegar þess gerist þörf og vilji stendur til þess. Þjóðkirkjan er þar ekki undanskilin. En í þeirri umræðu duga ekki til formálalausir þankar á borð við þá sem Kolbeinn leggur fram. Það er eðlileg krafa að rétt sé farið með málavexti, enda leitt þegar málflutningur verður villandi og áróðurskenndur, eins og svo oft vill verða þegar þjóðkirkjan er gagnrýnd. Það sýnir sig ekki síst þegar kemur að fjárhagslegum samskiptum þjóðkirkjunnar og ríkisins, hina „ríkisstyrkt[u] öndunarvél" sem Kolbeinn kallar svo. Þó það sé til að æra óstöðugan - svo oft hefur þessi misskilningur verið leiðréttur - get ég ekki látið hjá líða að minna á hið rétta í þessu samhengi. Tekjur þjóðkirkjunnar byggja á lögvörðum samningi við ríkið á grundvelli kirkjueigna. Samkvæmt honum afhendir þjóðkirkjan ríkinu miklar eignir sem á móti greiðir tilteknum fjölda presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar laun. Þessi samningur hefur ekkert að gera með trúfrelsi né stendur gegn því! Þá er stór hluti af tekjum þjóðkirkjunnar fólginn í sóknargjöldunum, sem eru félagsgjöld þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkjuna. Ríkið innheimtir þau fyrir þjóðkirkjuna sem og fyrir önnur trúfélög. Hvað sóknargjöldin varðar má geta þess að ríkið hefur ítrekað skert þau með einhliða lagasetningu frá því sem samið var um þegar núverandi fyrirkomulagi var komið á. Hér er um tekjur þjóðkirkjunnar að ræða að langstærstum hluta. Í þessu samhengi má líka hafa í huga að þjóðkirkjan veitir landsmönnum öllum víðtæka þjónustu óháð trúfélagsaðild. Auk þess stendur hún vörð um mikil menningarverðmæti sem fólgin eru í gömlum kirkjum sem ríkið hefur friðlýst. Þá er ótalin öll sú blómlega menning sem þjóðkirkjan ræktar með margvíslegu móti um land allt. Í þessum efnum er síður en svo gengið á rétt einstaklinga eða annarra trúfélaga, ólíkt því sem Kolbeinn lætur að liggja. Raunin er sú að mannréttindadómar hafa fallið sem taka af öll tvímæli um að staða þjóðkirkjunnar gangi ekki gegn trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og almennum mannréttindum. Þá ber ennfremur að geta þess að þar sem skilið hefur á milli þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga í fjárhagslegum efnum hefur þjóðkirkjan bent á að eðlilegt sé að ríkið rétti við hlut þeirra. Það var meðal annars gert árið 2000 í tengslum við kristnitökuhátíðina. Það sem mönnum finnst um þjóðkirkjuna og erindi hennar gildir einu í þessu samhengi. Þjóðkirkjan á sjálfsagt tilkall til þeirra réttinda sem eðlileg þykja í réttsýnu samfélagi þar sem farið er að lögum. Enda þótt annað mætti skilja af grein hans leyfi ég mér að ætla að Kolbeinn Proppé sé mér sammála um það.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar