Ein ferð í Bónus Árni Svanur Daníelsson & Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 18. ágúst 2011 08:00 Kristín Þórunn Tómasdóttir foreldri og prestur Dagurinn hefst eins og flestir virkir dagar á heimilinu. Upp úr sjö rumska yngstu börnin tvö, kanna hvort pabbi og mamma séu ekki örugglega á sínum stað og taka svo til við morgunverkin sín, vekja dúkkur og bangsa og púsla legokubbum. Eftir að hafa klætt sig, borðað morgunmat, burstað hár og tennur er haldið af stað á leikskólann. Okkar leikskóli er steinsnar frá heimilinu og göngutúrinn er hressandi. Þegar inn er komið fer svo hver að sínu hólfi, hengir upp lopapeysu og buff, raðar skóm eða stígvélum. Á leikskólanum líður dagurinn við leik og störf við hvers barns hæfi. Skipulagðar samverustundir eru inni og úti þar sem unnið er í stórum og smáum hópum. Félagsfærni og málþroski eru á dagskrá, hreyfing, hlutverkaleikir, söngur. Þetta er vinna leikskólabarnanna. Þau starfa undir styrkri leiðsögn allan daginn, allt þar til mamma og pabbi koma að sækja í lok dags. Þessa dagana ræða leikskólakennarar og sveitarfélög um launakjör. Meðal annars er rætt um 11% leiðréttingu á launum leikskólakennara sem hafa undanfarin ár dregist aftur úr hliðstæðum stéttum. Til að mynda hafa leikskólakennarar um það bil 25% lægri laun en grunnskólakennarar. Stéttirnar hafa þó hliðstæða menntun og bera sambærilega ábyrgð. Ef við setjum prósentin ellefu í samhengi þá jafngilda þau um 15 þúsund króna hækkun á útborguð laun leikskólakennara, eftir skatta og launatengd gjöld. Það er varla ein ferð í Bónus. Allir kennarar vinna mikilvægt starf. Fyrir það eiga þeir skilið þakklæti okkar, virðingu samfélagsins og sanngjörn laun. Leiðrétting á launum leikskólakennara er bæði mikilvæg og sjálfsögð. Við skorum á viðsemjendur leikskólakennara að mæta þeim af sanngirni og leiðrétta laun þeirra í samræmi við menntun, ábyrgð og laun viðmiðunarstétta þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kristín Þórunn Tómasdóttir foreldri og prestur Dagurinn hefst eins og flestir virkir dagar á heimilinu. Upp úr sjö rumska yngstu börnin tvö, kanna hvort pabbi og mamma séu ekki örugglega á sínum stað og taka svo til við morgunverkin sín, vekja dúkkur og bangsa og púsla legokubbum. Eftir að hafa klætt sig, borðað morgunmat, burstað hár og tennur er haldið af stað á leikskólann. Okkar leikskóli er steinsnar frá heimilinu og göngutúrinn er hressandi. Þegar inn er komið fer svo hver að sínu hólfi, hengir upp lopapeysu og buff, raðar skóm eða stígvélum. Á leikskólanum líður dagurinn við leik og störf við hvers barns hæfi. Skipulagðar samverustundir eru inni og úti þar sem unnið er í stórum og smáum hópum. Félagsfærni og málþroski eru á dagskrá, hreyfing, hlutverkaleikir, söngur. Þetta er vinna leikskólabarnanna. Þau starfa undir styrkri leiðsögn allan daginn, allt þar til mamma og pabbi koma að sækja í lok dags. Þessa dagana ræða leikskólakennarar og sveitarfélög um launakjör. Meðal annars er rætt um 11% leiðréttingu á launum leikskólakennara sem hafa undanfarin ár dregist aftur úr hliðstæðum stéttum. Til að mynda hafa leikskólakennarar um það bil 25% lægri laun en grunnskólakennarar. Stéttirnar hafa þó hliðstæða menntun og bera sambærilega ábyrgð. Ef við setjum prósentin ellefu í samhengi þá jafngilda þau um 15 þúsund króna hækkun á útborguð laun leikskólakennara, eftir skatta og launatengd gjöld. Það er varla ein ferð í Bónus. Allir kennarar vinna mikilvægt starf. Fyrir það eiga þeir skilið þakklæti okkar, virðingu samfélagsins og sanngjörn laun. Leiðrétting á launum leikskólakennara er bæði mikilvæg og sjálfsögð. Við skorum á viðsemjendur leikskólakennara að mæta þeim af sanngirni og leiðrétta laun þeirra í samræmi við menntun, ábyrgð og laun viðmiðunarstétta þeirra.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar