Briatore spáir endurkomu Kubica eftir 5-6 mánuði 7. febrúar 2011 17:06 Stefano Domenicali hjá Ferrari og Flavio Briatore fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins, sem nú heitir Lotus Renault. Mynd; Mark Thompson Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins í Formúlu 1 heimsótti Robert Kubica í dag og ræddi við hann. Briatore sagði Kubica hafa talað um það hvenær hann gæti snúið aftur til keppni. Kubica er samningsbundinn Lotus Renault, sem byggir á liðinu sem Briatore var áður í forsvari fyrir. Kubica meiddist í rallkeppni þegar bíll hans or Jakup Gerber skall á vegriði í rallkeppni á Ítalíu í gær. Vegriðið var óvarið og fór það i gegnum bílinn. Kubica slasaðist á hægri hlið líkamans, en Gerber slapp ómeiddur. "Mér fannst hann góður miðað við hið hræðilega óhapp sem hann lenti í. Ég er mjög ánægður að hann er betri og er ánægður að ég ræddi lítillega við hann", sagði Briatore, sem er ítalskur og ræddi við Gazzetta dello Sport, samkvæmt frétt á autosport.com. "Kubica er óvenjulegur náungi og með möguleika á ná sér. Við ræddum ekkert um óhappið. Meira um Formúlu 1 og möguleika hans á að keppa aftur sem fyrst. Miðað við getu hans og líkamsstyrk, þá veðja ég að hann verði kominn í form eftir fimm til sex mánuði. Igor Rosello, einum af læknum hans fyrst hins vegar of snemmt að spá fyrir um hvort hann geti keppt á ný. "Það er ómögulegt að spá í þetta. Maður veit aldrei með taugarnar og það ræðst margt á vilja sjúklingsins. Kappakstursmenn eru einstakt fólk og geta stytt endurhæfingatímann verulega", sagði Rosello, en tengja þurfti taugar saman í hægri hönd Kubica. Hann gæti þurft að fara í fleiri aðgerðir en í gær vegna annarra meiðsla sem hann hlaut. Meira um mál Kubica Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins í Formúlu 1 heimsótti Robert Kubica í dag og ræddi við hann. Briatore sagði Kubica hafa talað um það hvenær hann gæti snúið aftur til keppni. Kubica er samningsbundinn Lotus Renault, sem byggir á liðinu sem Briatore var áður í forsvari fyrir. Kubica meiddist í rallkeppni þegar bíll hans or Jakup Gerber skall á vegriði í rallkeppni á Ítalíu í gær. Vegriðið var óvarið og fór það i gegnum bílinn. Kubica slasaðist á hægri hlið líkamans, en Gerber slapp ómeiddur. "Mér fannst hann góður miðað við hið hræðilega óhapp sem hann lenti í. Ég er mjög ánægður að hann er betri og er ánægður að ég ræddi lítillega við hann", sagði Briatore, sem er ítalskur og ræddi við Gazzetta dello Sport, samkvæmt frétt á autosport.com. "Kubica er óvenjulegur náungi og með möguleika á ná sér. Við ræddum ekkert um óhappið. Meira um Formúlu 1 og möguleika hans á að keppa aftur sem fyrst. Miðað við getu hans og líkamsstyrk, þá veðja ég að hann verði kominn í form eftir fimm til sex mánuði. Igor Rosello, einum af læknum hans fyrst hins vegar of snemmt að spá fyrir um hvort hann geti keppt á ný. "Það er ómögulegt að spá í þetta. Maður veit aldrei með taugarnar og það ræðst margt á vilja sjúklingsins. Kappakstursmenn eru einstakt fólk og geta stytt endurhæfingatímann verulega", sagði Rosello, en tengja þurfti taugar saman í hægri hönd Kubica. Hann gæti þurft að fara í fleiri aðgerðir en í gær vegna annarra meiðsla sem hann hlaut. Meira um mál Kubica
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira