Hugsjón ESB Þorlákur Axel Jónsson skrifar 21. júlí 2011 06:00 Vandi Evrópusambandsins í viðræðunum við Ísland er að efnahagslegir hagsmunir sambandsins eru engir en hugmyndafræðilegir þeim mun meiri. Hugmyndin um Evrópusamband er dýrmætasta eign sambandsins. Hennar vegna er vígbúnaður í lágmarki, skilvirkni atvinnulífs vaxandi, rannsóknir blómstra og aflið til þess að leysa vandamál svæða sem búa við skarðan hlut hefur aldrei verið meira. Ísland mun njóta góðs af öllu þessu verði áfram sá góði gangur í viðræðunum sem verið hefur til þessa. Evrópusambandið mun því geta teygt sig langt þegar efnahagslegar spurningar eru annars vegar, t.d. með því að greiða bætur þegar leifarnar af hvalveiðiiðnaðinum verða lagðar niður. Vandi ESB er að ákvörðunartökuferlin verða flóknari með fleiri fullgildum þátttakendum. Það ætlar ESB greinilega að taka á sig vegna Evrópuhugsjónarinnar, annars væru þeir ekki að tala við okkur. Á fundi á KEA fyrir nokkrum árum lýsti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hversu agnarsmáir Íslendingar væru á matvælamarkaði ESB og hefðu því þar engin áhrif. Þó er hann einn stærsti útgerðarmaður bæði ESB og Íslands. Kenningin um auðlindarán er skilgetið afkvæmi þjóðernishyggjunar. Á tímum nýlendukapphlaups og allan fyrri hluta 20. aldar voru þetta viðtekin sannindi, vegferð þjóða réðist af því hversu miklar auðlindir þær gætu sölsað undir sig. Ríkin sem fóru með hernaðarofbeldi gegn nágrönnum sínum í nafni þeirrar kenningar töpuðu síðari heimsstyrjöld. Tómas Ingi Olrich misskilur í blaðagrein tilgang Kola- og stálsambandsins sem þá var stofnað og heldur að það hafi snúist um „auðlindir“. Tilgangurinn var að hafa stjórn á vígbúnaði gegn nágrannanum. Það tókst. Kenning Eiríks Bergmanns Einarssonar um að ESB muni ekki gefa eftir í samningaviðræðum af ótta við að gefa fordæmi fær ekki staðist. ESB hefur verið ófeimið við að gefa eftir í landbúnaðarmálum gagnvart Finnlandi og í sjávarútvegsmálum gagnvart Noregi. Það sem ESB getur ekki gefið eftir er hugmundin um Evrópusamband og þess vegna getur sambandið ekki leyft viðræðunum að mistakast. Hagsmunir ESB eru að viðræðurnar gangi vel og að Íslendingar vilji gerast aðilar. Gefi allir svolítið eftir af sérhagsmunum sínum eflist heildarhagur. Árangursrík samvinna lýðræðisríkja Evrópu undanfarna áratugi er fyrirmynd um allan heim að þessu leyti. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hagsmuni íslenskra alþýðuheimila af aðild með lægri vöxtum, lægra matarverði og raunverulegum gjaldmiðli. Sama gildir um alþýðuheimili í öðrum löndum þar sem stjórnvöld þora að lifa í samræmi við yfirlýstar hugsjónir sínar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Vandi Evrópusambandsins í viðræðunum við Ísland er að efnahagslegir hagsmunir sambandsins eru engir en hugmyndafræðilegir þeim mun meiri. Hugmyndin um Evrópusamband er dýrmætasta eign sambandsins. Hennar vegna er vígbúnaður í lágmarki, skilvirkni atvinnulífs vaxandi, rannsóknir blómstra og aflið til þess að leysa vandamál svæða sem búa við skarðan hlut hefur aldrei verið meira. Ísland mun njóta góðs af öllu þessu verði áfram sá góði gangur í viðræðunum sem verið hefur til þessa. Evrópusambandið mun því geta teygt sig langt þegar efnahagslegar spurningar eru annars vegar, t.d. með því að greiða bætur þegar leifarnar af hvalveiðiiðnaðinum verða lagðar niður. Vandi ESB er að ákvörðunartökuferlin verða flóknari með fleiri fullgildum þátttakendum. Það ætlar ESB greinilega að taka á sig vegna Evrópuhugsjónarinnar, annars væru þeir ekki að tala við okkur. Á fundi á KEA fyrir nokkrum árum lýsti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hversu agnarsmáir Íslendingar væru á matvælamarkaði ESB og hefðu því þar engin áhrif. Þó er hann einn stærsti útgerðarmaður bæði ESB og Íslands. Kenningin um auðlindarán er skilgetið afkvæmi þjóðernishyggjunar. Á tímum nýlendukapphlaups og allan fyrri hluta 20. aldar voru þetta viðtekin sannindi, vegferð þjóða réðist af því hversu miklar auðlindir þær gætu sölsað undir sig. Ríkin sem fóru með hernaðarofbeldi gegn nágrönnum sínum í nafni þeirrar kenningar töpuðu síðari heimsstyrjöld. Tómas Ingi Olrich misskilur í blaðagrein tilgang Kola- og stálsambandsins sem þá var stofnað og heldur að það hafi snúist um „auðlindir“. Tilgangurinn var að hafa stjórn á vígbúnaði gegn nágrannanum. Það tókst. Kenning Eiríks Bergmanns Einarssonar um að ESB muni ekki gefa eftir í samningaviðræðum af ótta við að gefa fordæmi fær ekki staðist. ESB hefur verið ófeimið við að gefa eftir í landbúnaðarmálum gagnvart Finnlandi og í sjávarútvegsmálum gagnvart Noregi. Það sem ESB getur ekki gefið eftir er hugmundin um Evrópusamband og þess vegna getur sambandið ekki leyft viðræðunum að mistakast. Hagsmunir ESB eru að viðræðurnar gangi vel og að Íslendingar vilji gerast aðilar. Gefi allir svolítið eftir af sérhagsmunum sínum eflist heildarhagur. Árangursrík samvinna lýðræðisríkja Evrópu undanfarna áratugi er fyrirmynd um allan heim að þessu leyti. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hagsmuni íslenskra alþýðuheimila af aðild með lægri vöxtum, lægra matarverði og raunverulegum gjaldmiðli. Sama gildir um alþýðuheimili í öðrum löndum þar sem stjórnvöld þora að lifa í samræmi við yfirlýstar hugsjónir sínar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun