Eygló og óvinurinn Ingimundur Gíslason skrifar 27. október 2011 06:00 Fimmtudaginn 20. október sl. birtist grein eftir Eygló Harðardóttur alþingismann undir heitinu „Plan B á verðtrygginguna“. Greinin ber ríkan keim af þeirri óljósu og þokukenndu notkun á orðum og hugtökum sem tröllríður allri umræðu á Íslandi. Eygló er tíðrætt um skuldara og fjármagnseigendur og rekur svo endahnútinn með áskorun að við (væntanlega við Íslendingar) hættum að koðna frammi fyrir óvininum. Hver er svo óvinurinn? Við lestur greinarinnar er erfitt að finna svar við þeirri spurningu. Er það húsbóndinn í neðra? Er verðtryggingin sem slík óvinurinn eða svo kallaðir fjármagnseigendur? Á meðal hugsanlegra fjármagnseigenda er gamla fólkið í landi okkar, gamla fólkið sem á innstæður í lífeyrissjóðum sem allir vilja hrifsa til sín. Innstæður sem það hefur safnað saman á langri ævi og tekist bærilega, þökk sé meðal annars verðtryggingunni. Án hennar hefði það aldrei tekist. Verðtryggingu var komið á vegna þess að Íslendingar búa við gjaldmiðil sem enginn treystir og enginn í framtíð mun taka mark á og allra síst nú eftir hrun. En við skulum endilega kalla þetta fólk fjármagnseigendur. Það hljómar svo vel þegar við mundum vígapennann. Án verðtryggingar mun enginn fá lán í íslenskum krónum nema með mjög háum vöxtum. Eða þá með skömmtun eins og tíðkaðist fyrr á árum. Þá var lán í banka gjöf í óðaverðbólgunni enda langar biðraðir á hverjum morgni til geta betlað nokkrar krónur. Viljum við svona ástand aftur? Viljum við láta klíkuskap eða flokksskírteini ráða því hverjir fái ókeypis lán? En svarið við fyrstu spurningunni hér fyrir ofan er þetta: Óvinurinn er handónýt íslensk króna. Er nú ekki kominn tími til að við hættum að stilla þegnum Íslands upp í meira og minna ímyndaða hópa og egna þeim síðan til átaka? Eða eigum við sem erum að komast eða erum komin á aldur að skunda niður á Austurvöll með skiltin hátt á lofti? Ellilífeyrisþegar Íslands sameinumst! Og myndum nýtt stjórnmálaafl? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 20. október sl. birtist grein eftir Eygló Harðardóttur alþingismann undir heitinu „Plan B á verðtrygginguna“. Greinin ber ríkan keim af þeirri óljósu og þokukenndu notkun á orðum og hugtökum sem tröllríður allri umræðu á Íslandi. Eygló er tíðrætt um skuldara og fjármagnseigendur og rekur svo endahnútinn með áskorun að við (væntanlega við Íslendingar) hættum að koðna frammi fyrir óvininum. Hver er svo óvinurinn? Við lestur greinarinnar er erfitt að finna svar við þeirri spurningu. Er það húsbóndinn í neðra? Er verðtryggingin sem slík óvinurinn eða svo kallaðir fjármagnseigendur? Á meðal hugsanlegra fjármagnseigenda er gamla fólkið í landi okkar, gamla fólkið sem á innstæður í lífeyrissjóðum sem allir vilja hrifsa til sín. Innstæður sem það hefur safnað saman á langri ævi og tekist bærilega, þökk sé meðal annars verðtryggingunni. Án hennar hefði það aldrei tekist. Verðtryggingu var komið á vegna þess að Íslendingar búa við gjaldmiðil sem enginn treystir og enginn í framtíð mun taka mark á og allra síst nú eftir hrun. En við skulum endilega kalla þetta fólk fjármagnseigendur. Það hljómar svo vel þegar við mundum vígapennann. Án verðtryggingar mun enginn fá lán í íslenskum krónum nema með mjög háum vöxtum. Eða þá með skömmtun eins og tíðkaðist fyrr á árum. Þá var lán í banka gjöf í óðaverðbólgunni enda langar biðraðir á hverjum morgni til geta betlað nokkrar krónur. Viljum við svona ástand aftur? Viljum við láta klíkuskap eða flokksskírteini ráða því hverjir fái ókeypis lán? En svarið við fyrstu spurningunni hér fyrir ofan er þetta: Óvinurinn er handónýt íslensk króna. Er nú ekki kominn tími til að við hættum að stilla þegnum Íslands upp í meira og minna ímyndaða hópa og egna þeim síðan til átaka? Eða eigum við sem erum að komast eða erum komin á aldur að skunda niður á Austurvöll með skiltin hátt á lofti? Ellilífeyrisþegar Íslands sameinumst! Og myndum nýtt stjórnmálaafl?
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun