Frestum 15 metrunum Hildur Sverrisdóttir skrifar 26. apríl 2011 03:30 Í borgarkerfinu er víðast hvar verið að leita nýrra leiða við að hagræða í þjónustu við borgarbúa. Hin svokallaða 15 metra regla í sorphirðu er ein slík leið. Þó að hugmyndafræðin sem liggur að baki reglunni sé góð má margt betur fara í hugmyndum um framkvæmd hennar. Þegar ákvörðunin um 15 metra regluna var tekin í umhverfis- og samgönguráði litu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins svo á að um væri að ræða hugmynd sem vert væri að skoða í borgarkerfinu. Okkur þótti það jákvæð þróun að leitað væri leiða til að tryggja að borgarbúar gætu ákveðið sjálfir hvernig þeir notuðu þjónustu borgarinnar. Út frá þeirri hugmyndafræði er hægt að rökstyðja að það sé sanngjarnt að þeir sem valdi auknum kostnaði við sorphirðu umfram aðra hafi val um að annað hvort bregðast við til að lækka kostnað, eða greiða fyrir hann. Ef fara á í slíkar aðgerðir er hins vegar mikilvægt að gæta að jafnræði, sanngirni og góðu samstarfi við borgarbúa. Framkvæmd 15 metra reglunnar hefur verið metnaðarfull að mörgu leyti en því miður hefur ekki tekist að koma í veg fyrir atriði sem valda því að reglan er ekki eins sanngjörn og vonir stóðu til. Ekki er til dæmis sanngjarnt að íbúar í ólíkum stigagöngum sömu blokkar, eða í húsum raðhúsalengja sem eru fjærst lóðarmörkum, standi ekki jafnfætis nágrönnum sínum hvað varðar gjaldheimtu. Þá getur það heldur ekki talist sanngjarnt að íbúar við öskustíga eða í gömlum hverfum þurfi að hlíta reglunni þar sem þeir eiga oft ekki val um færa tunnurnar vegna gróins skipulags. Ef íbúar hafa ekki raunverulegt val um hvernig þeir kjósa að bregðast við 15 metra reglunni getur hún varla talist sanngjörn. Ef regla sem þessi á að standa undir tilgangi sínum verður hún að vera unnin í sátt við borgarbúa og því er mikilvægt að vafaatriði séu túlkuð þeim í hag. Gildistöku 15 metra reglunnar ætti því að fresta þar til búið er að tryggja að framkvæmd hennar sé sanngjörn. Einungis þá er réttlætanlegt að biðja Reykvíkinga um samstarf sem tryggir borgarbúum sanngjarnt val um hvernig þeir nota þjónustu borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í borgarkerfinu er víðast hvar verið að leita nýrra leiða við að hagræða í þjónustu við borgarbúa. Hin svokallaða 15 metra regla í sorphirðu er ein slík leið. Þó að hugmyndafræðin sem liggur að baki reglunni sé góð má margt betur fara í hugmyndum um framkvæmd hennar. Þegar ákvörðunin um 15 metra regluna var tekin í umhverfis- og samgönguráði litu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins svo á að um væri að ræða hugmynd sem vert væri að skoða í borgarkerfinu. Okkur þótti það jákvæð þróun að leitað væri leiða til að tryggja að borgarbúar gætu ákveðið sjálfir hvernig þeir notuðu þjónustu borgarinnar. Út frá þeirri hugmyndafræði er hægt að rökstyðja að það sé sanngjarnt að þeir sem valdi auknum kostnaði við sorphirðu umfram aðra hafi val um að annað hvort bregðast við til að lækka kostnað, eða greiða fyrir hann. Ef fara á í slíkar aðgerðir er hins vegar mikilvægt að gæta að jafnræði, sanngirni og góðu samstarfi við borgarbúa. Framkvæmd 15 metra reglunnar hefur verið metnaðarfull að mörgu leyti en því miður hefur ekki tekist að koma í veg fyrir atriði sem valda því að reglan er ekki eins sanngjörn og vonir stóðu til. Ekki er til dæmis sanngjarnt að íbúar í ólíkum stigagöngum sömu blokkar, eða í húsum raðhúsalengja sem eru fjærst lóðarmörkum, standi ekki jafnfætis nágrönnum sínum hvað varðar gjaldheimtu. Þá getur það heldur ekki talist sanngjarnt að íbúar við öskustíga eða í gömlum hverfum þurfi að hlíta reglunni þar sem þeir eiga oft ekki val um færa tunnurnar vegna gróins skipulags. Ef íbúar hafa ekki raunverulegt val um hvernig þeir kjósa að bregðast við 15 metra reglunni getur hún varla talist sanngjörn. Ef regla sem þessi á að standa undir tilgangi sínum verður hún að vera unnin í sátt við borgarbúa og því er mikilvægt að vafaatriði séu túlkuð þeim í hag. Gildistöku 15 metra reglunnar ætti því að fresta þar til búið er að tryggja að framkvæmd hennar sé sanngjörn. Einungis þá er réttlætanlegt að biðja Reykvíkinga um samstarf sem tryggir borgarbúum sanngjarnt val um hvernig þeir nota þjónustu borgarinnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar