Derrick Caracter, leikmaður LA Lakers, var handtekinn í New Orleans í gær fyrir að hrinda gjaldkera pönnukökuveitingastaðar sem og fyrir læti á almannafæri en hann var drukkinn.
Þessi 22 ára strákur fór aðeins fram úr sjálfum sér og hefur verið kærður. Hann sýndi einnig mótþróa við handtöku.
Caracter var valinn af Lakers í nýliðavalinu í fyrra og hefur verið í láni. Hann kom aftur til félagsins fyrir úrslitakeppnina en hefur ekkert spilað og mun líklega ekki gera það eftir þessa uppákomu.
Leikmaður Lakers handtekinn fyrir dólgslæti
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
