Alvöru lýðræði Kristinn Már Ársælsson skrifar 3. ágúst 2011 06:00 Í Porto Alegre í Brasilíu býr um ein og hálf milljón manns. Á hverju ári ákveða íbúarnir sjálfir í hvað peningar borgarinnar fara. Þátttökufjárhagsáætlunarferlið hefst þannig að áætlun síðasta árs er send út til hverfaráða sem halda opna fundi, ræða árangur síðasta árs og leggja drög að nýrri áætlun. Allir geta tekið þátt í að móta tillögur um uppbyggingu síns hverfis, t.d. byggingu sundlauga, viðhald garða og annað það sem við kemur borgarlífinu. Hverfisráðin kjósa svo fulltrúa sem fer með tillögur hverfisins á næsta stig þar sem fulltrúar hverfanna hittast. Þar eru tillögurnar samræmdar og þeim forgangsraðað. Reynslan hefur sýnt að eftir að íbúarnir tóku við af stjórnmálamönnunum hafa fjármunir færst frá ríkari hverfum til fátækari. Allir fundir eru opnir og upplýsingar aðgengilegar borgurunum. Þegar búið er að samræma og forgangsraða er lokatillaga samþykkt og send til borgarstjórnar sem annað hvort formlega samþykkir áætlunina eða sendir hana aftur til íbúanna – en það gerist nær aldrei. Á öllum stigum hefur almenningur aðgang að sérfræðiþekkingu og námskeiðum til þess að gætt sé að faglegum forsendum. Í Porto Alegre verja íbúarnir án milligöngu stjórnmálamanna rúmlega 20 milljörðum árlega með skynsamlegum hætti í uppbyggingu borgarinnar. Þegar ferlið var tekið upp naut stór hluti borgarinnar ekki vatns- og skólpþjónustu, skólaþjónusta var slök og spilling algeng. Í dag njóta nær allir, eða um 98%, vatns- og skólpþjónustu og fjöldi skóla hefur fjórfaldast. Fjármunir hafa færst frá ríkum til fátækra og dregið hefur verulega úr spillingu. Grasrótarstarf og félagasamtök hafa eflst og þátttaka haldist góð. Fleiri þjóðfélagshópar koma nú að borðinu en áður, m.a. þeir sem hafa lágar tekjur og litla menntun en þeir hópar hafa ekki átt upp á pallborðið í flokka-fulltrúalýðræði eins og er t.d. hér á landi. Þó þarf að styðja sérstaklega við bakið á jaðarhópum og hvetja til þátttöku. Í frumvarpi til sveitarstjórnarlaga sem liggur fyrir Alþingi eru ákvæði sem gera almenningi kleift að knýja fram borgarafundi og íbúakosningar. Lýðræðisfélagið Alda leggur til að gefin verði sérstök heimild fyrir samsvarandi ferli og í Porto Alegre og að almenningur geti kallað eftir því að ákvarðanir séu færðar í hendur íbúanna. Samkvæmt frumvarpinu eiga borgarafundir og íbúakosningar aðeins að vera ráðgefandi fyrir stjórnmálamennina. Aldan hefur sent ráðamönnum ábendingu um að valdið sé í höndum fólksins og krafist þess að íbúakosningar og borgarafundir séu bindandi samkvæmt lögunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í Porto Alegre í Brasilíu býr um ein og hálf milljón manns. Á hverju ári ákveða íbúarnir sjálfir í hvað peningar borgarinnar fara. Þátttökufjárhagsáætlunarferlið hefst þannig að áætlun síðasta árs er send út til hverfaráða sem halda opna fundi, ræða árangur síðasta árs og leggja drög að nýrri áætlun. Allir geta tekið þátt í að móta tillögur um uppbyggingu síns hverfis, t.d. byggingu sundlauga, viðhald garða og annað það sem við kemur borgarlífinu. Hverfisráðin kjósa svo fulltrúa sem fer með tillögur hverfisins á næsta stig þar sem fulltrúar hverfanna hittast. Þar eru tillögurnar samræmdar og þeim forgangsraðað. Reynslan hefur sýnt að eftir að íbúarnir tóku við af stjórnmálamönnunum hafa fjármunir færst frá ríkari hverfum til fátækari. Allir fundir eru opnir og upplýsingar aðgengilegar borgurunum. Þegar búið er að samræma og forgangsraða er lokatillaga samþykkt og send til borgarstjórnar sem annað hvort formlega samþykkir áætlunina eða sendir hana aftur til íbúanna – en það gerist nær aldrei. Á öllum stigum hefur almenningur aðgang að sérfræðiþekkingu og námskeiðum til þess að gætt sé að faglegum forsendum. Í Porto Alegre verja íbúarnir án milligöngu stjórnmálamanna rúmlega 20 milljörðum árlega með skynsamlegum hætti í uppbyggingu borgarinnar. Þegar ferlið var tekið upp naut stór hluti borgarinnar ekki vatns- og skólpþjónustu, skólaþjónusta var slök og spilling algeng. Í dag njóta nær allir, eða um 98%, vatns- og skólpþjónustu og fjöldi skóla hefur fjórfaldast. Fjármunir hafa færst frá ríkum til fátækra og dregið hefur verulega úr spillingu. Grasrótarstarf og félagasamtök hafa eflst og þátttaka haldist góð. Fleiri þjóðfélagshópar koma nú að borðinu en áður, m.a. þeir sem hafa lágar tekjur og litla menntun en þeir hópar hafa ekki átt upp á pallborðið í flokka-fulltrúalýðræði eins og er t.d. hér á landi. Þó þarf að styðja sérstaklega við bakið á jaðarhópum og hvetja til þátttöku. Í frumvarpi til sveitarstjórnarlaga sem liggur fyrir Alþingi eru ákvæði sem gera almenningi kleift að knýja fram borgarafundi og íbúakosningar. Lýðræðisfélagið Alda leggur til að gefin verði sérstök heimild fyrir samsvarandi ferli og í Porto Alegre og að almenningur geti kallað eftir því að ákvarðanir séu færðar í hendur íbúanna. Samkvæmt frumvarpinu eiga borgarafundir og íbúakosningar aðeins að vera ráðgefandi fyrir stjórnmálamennina. Aldan hefur sent ráðamönnum ábendingu um að valdið sé í höndum fólksins og krafist þess að íbúakosningar og borgarafundir séu bindandi samkvæmt lögunum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar