Samningaviðræður hafnar Stefán Haukur Jóhannesson skrifar 1. júlí 2011 07:30 Á mánudaginn 27. júní síðastliðinn urðu tímamót í því ferli sem hófst þegar Alþingi Íslendinga samþykkti að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þá hófust eiginlegar aðildarviðræður um fyrstu fjóra samningskaflana. Viðræðurnar fóru vel af stað því þegar á fyrsta degi var lokið viðræðum um tvo kafla, menntun og menningu, og um vísindi og rannsóknir. Mikilvæg málefnasviðBjörg Thorarensen, varaformaður samninganefndar ÍslandsÞessir samningskaflar fjalla um mikilvæg málefnasvið á Íslandi því hér sem annars staðar leggja menntun og menning, vísindi og rannsóknir grunninn að framþróun, fjölgun starfa, sköpun verðmæta og samfélagslegri velferð. Í gegnum EES-samstarfið hafa Íslendingar átt hlutdeild í samvinnu Evrópuríkjanna á þessum sviðum í gegnum áætlanir ESB. Þúsundir íslenskra kennara, nemenda, vísindamanna og ungmenna hafa á sl. 17 árum tekið virkan þátt í rannsóknaverkefnum, nemenda- og kennaraskiptum, skólaheimsóknum, samstarfi um þróun námsefnis og í margvíslegu menningarsamstarfi svo dæmi séu nefnd. Aðild að ESB myndi treysta enn frekar þessa samvinnu. Aukinn skilningurÞorsteinn Gunnarsson, varaformaður samninganefndar ÍslandsÁ síðustu sjö mánuðum hafa sérfræðingar Íslands og Evrópusambandsins borið saman bækur um lög og reglur í mismunandi málaflokkum til að afmarka betur hvað semja þarf um. Í þessari rýnivinnu hefur komið í ljós að Ísland stendur vel að vígi. Í gegnum þátttöku okkar í EES- og Schengen-samstarfinu höfum við þegar tekið upp í íslensk lög meirihluta af þeim lagaköflum ESB sem nú eru til umræðu. Af aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum, Atlantshafsbandalaginu, EFTA, Evrópuráðinu og ýmsum svæðisbundnum samtökum leiðir að löggjöf okkar og hefðir eru um flest afar lík því sem gerist hjá Evrópusambandsríkjunum. Sú staðreynd að sérfræðingar okkar hafa uppskorið lof af hálfu framkvæmdastjórnar ESB fyrir þekkingu og fagmennsku er sömuleiðis gott veganesti inn í viðræðurnar. Í gegnum þessar viðræður hefur verið safnað saman og gerð grein fyrir umfangsmiklum upplýsingum um íslenska löggjöf á lykilsviðum samfélagsins og hefur þessi vinna m.a. aukið skilning viðsemjenda okkar á stöðu íslensks samfélags meðal Evrópuþjóða. Vandasamar viðræðurEn þó að löggjöf Íslands og ESB sé um margt lík er engu að síður verk að vinna í þeim málefnasviðum sem standa utan EES-samningsins, einkum í sjávarútvegi, landbúnaði, í byggða- og atvinnumálum og að hluta til í umhverfismálum. Það verður ekki auðvelt að ná fram hagfelldri niðurstöðu í öllum þessu málaflokkum og það mun krefjast atorku og útsjónarsemi að sannfæra Evrópusambandsríkin 27 um að Ísland þurfi að fá fram ákveðnar sérlausnir sem taki tillit til aðstæðna hér. Samninganefnd Íslands og þeir samningahópar sem vinna með henni vinna nú hörðum höndum að því að móta ítarlega samningsafstöðu Íslands á grunni samningsmarkmiða Alþingis og líta til fordæma fyrir sérlausnum í aðildarsamningum annarra ríkja. Ekki er samið um alla samningskaflana 35 samtímis heldur veltur það á framvindu undirbúnings bæði hér heima og í Evrópu hvaða kaflar eru opnaðir og í hvaða röð. Þátttaka hagsmunaaðilaÞað skipulag sem sett var á fót í upphafi aðildarferlisins og lagt var upp með í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis hefur reynst vel. Í samninganefnd Íslands eiga sæti 18 einstaklingar, 9 karlar og 9 konur. Undir samninganefndinni starfa 10 samningahópar um einstök málefnasvið. Fulltrúar stjórnsýslunnar, stofnana, hlutaðeigandi hagsmunaaðila og frjálsra félagasamtaka eiga sæti í samningahópunum og hafa tekið virkan þátt í efnislegum undirbúningi fyrir samninga um mál sem þau varða. Fulltrúar sjómanna og útvegsmanna eiga t.d. sæti í samningahópi um sjávarútvegsmál, fulltrúar bænda og neytenda eiga sæti í samningahópi um landbúnaðarmál og fulltrúar sveitarfélaga eiga sína fulltrúa í hópnum um byggðamál og atvinnuuppbyggingu. Þetta tryggir breiða þátttöku í því veigamikla verkefni sem aðildarviðræður við Evrópusambandið er. Alþingi gegnir einnig lykilhlutverki í öllu ferlinu, þar sem fjallað er um allt sem formlega er lagt fram í viðræðunum af Íslands hálfu með viðeigandi hætti innan þingsins. LokaorðHlutverk okkar í samninganefndinni er skýrt: Að ná sem bestum samningi fyrir Ísland. Okkar er einnig að tryggja að samningaferlið sé opið og gegnsætt. Við munum áfram tryggja að öll viðeigandi gögn og upplýsingar sem tengjast aðildarviðræðunum séu aðgengilegar á heimasíðu viðræðnanna þannig að allir Íslendingar geti kynnt sér málin af eigin raun og myndað sér skoðun. Þar má nú t.d. finna samningsafstöður Íslands í þeim köflum sem viðræður hófust um í vikunni. Þegar samningar hafa náðst og niðurstaðan liggur fyrir mun íslenska þjóðin eiga lokaorðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þangað til munum við standa þétt saman um hagsmuni Íslands í þessum samningaviðræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á mánudaginn 27. júní síðastliðinn urðu tímamót í því ferli sem hófst þegar Alþingi Íslendinga samþykkti að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þá hófust eiginlegar aðildarviðræður um fyrstu fjóra samningskaflana. Viðræðurnar fóru vel af stað því þegar á fyrsta degi var lokið viðræðum um tvo kafla, menntun og menningu, og um vísindi og rannsóknir. Mikilvæg málefnasviðBjörg Thorarensen, varaformaður samninganefndar ÍslandsÞessir samningskaflar fjalla um mikilvæg málefnasvið á Íslandi því hér sem annars staðar leggja menntun og menning, vísindi og rannsóknir grunninn að framþróun, fjölgun starfa, sköpun verðmæta og samfélagslegri velferð. Í gegnum EES-samstarfið hafa Íslendingar átt hlutdeild í samvinnu Evrópuríkjanna á þessum sviðum í gegnum áætlanir ESB. Þúsundir íslenskra kennara, nemenda, vísindamanna og ungmenna hafa á sl. 17 árum tekið virkan þátt í rannsóknaverkefnum, nemenda- og kennaraskiptum, skólaheimsóknum, samstarfi um þróun námsefnis og í margvíslegu menningarsamstarfi svo dæmi séu nefnd. Aðild að ESB myndi treysta enn frekar þessa samvinnu. Aukinn skilningurÞorsteinn Gunnarsson, varaformaður samninganefndar ÍslandsÁ síðustu sjö mánuðum hafa sérfræðingar Íslands og Evrópusambandsins borið saman bækur um lög og reglur í mismunandi málaflokkum til að afmarka betur hvað semja þarf um. Í þessari rýnivinnu hefur komið í ljós að Ísland stendur vel að vígi. Í gegnum þátttöku okkar í EES- og Schengen-samstarfinu höfum við þegar tekið upp í íslensk lög meirihluta af þeim lagaköflum ESB sem nú eru til umræðu. Af aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum, Atlantshafsbandalaginu, EFTA, Evrópuráðinu og ýmsum svæðisbundnum samtökum leiðir að löggjöf okkar og hefðir eru um flest afar lík því sem gerist hjá Evrópusambandsríkjunum. Sú staðreynd að sérfræðingar okkar hafa uppskorið lof af hálfu framkvæmdastjórnar ESB fyrir þekkingu og fagmennsku er sömuleiðis gott veganesti inn í viðræðurnar. Í gegnum þessar viðræður hefur verið safnað saman og gerð grein fyrir umfangsmiklum upplýsingum um íslenska löggjöf á lykilsviðum samfélagsins og hefur þessi vinna m.a. aukið skilning viðsemjenda okkar á stöðu íslensks samfélags meðal Evrópuþjóða. Vandasamar viðræðurEn þó að löggjöf Íslands og ESB sé um margt lík er engu að síður verk að vinna í þeim málefnasviðum sem standa utan EES-samningsins, einkum í sjávarútvegi, landbúnaði, í byggða- og atvinnumálum og að hluta til í umhverfismálum. Það verður ekki auðvelt að ná fram hagfelldri niðurstöðu í öllum þessu málaflokkum og það mun krefjast atorku og útsjónarsemi að sannfæra Evrópusambandsríkin 27 um að Ísland þurfi að fá fram ákveðnar sérlausnir sem taki tillit til aðstæðna hér. Samninganefnd Íslands og þeir samningahópar sem vinna með henni vinna nú hörðum höndum að því að móta ítarlega samningsafstöðu Íslands á grunni samningsmarkmiða Alþingis og líta til fordæma fyrir sérlausnum í aðildarsamningum annarra ríkja. Ekki er samið um alla samningskaflana 35 samtímis heldur veltur það á framvindu undirbúnings bæði hér heima og í Evrópu hvaða kaflar eru opnaðir og í hvaða röð. Þátttaka hagsmunaaðilaÞað skipulag sem sett var á fót í upphafi aðildarferlisins og lagt var upp með í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis hefur reynst vel. Í samninganefnd Íslands eiga sæti 18 einstaklingar, 9 karlar og 9 konur. Undir samninganefndinni starfa 10 samningahópar um einstök málefnasvið. Fulltrúar stjórnsýslunnar, stofnana, hlutaðeigandi hagsmunaaðila og frjálsra félagasamtaka eiga sæti í samningahópunum og hafa tekið virkan þátt í efnislegum undirbúningi fyrir samninga um mál sem þau varða. Fulltrúar sjómanna og útvegsmanna eiga t.d. sæti í samningahópi um sjávarútvegsmál, fulltrúar bænda og neytenda eiga sæti í samningahópi um landbúnaðarmál og fulltrúar sveitarfélaga eiga sína fulltrúa í hópnum um byggðamál og atvinnuuppbyggingu. Þetta tryggir breiða þátttöku í því veigamikla verkefni sem aðildarviðræður við Evrópusambandið er. Alþingi gegnir einnig lykilhlutverki í öllu ferlinu, þar sem fjallað er um allt sem formlega er lagt fram í viðræðunum af Íslands hálfu með viðeigandi hætti innan þingsins. LokaorðHlutverk okkar í samninganefndinni er skýrt: Að ná sem bestum samningi fyrir Ísland. Okkar er einnig að tryggja að samningaferlið sé opið og gegnsætt. Við munum áfram tryggja að öll viðeigandi gögn og upplýsingar sem tengjast aðildarviðræðunum séu aðgengilegar á heimasíðu viðræðnanna þannig að allir Íslendingar geti kynnt sér málin af eigin raun og myndað sér skoðun. Þar má nú t.d. finna samningsafstöður Íslands í þeim köflum sem viðræður hófust um í vikunni. Þegar samningar hafa náðst og niðurstaðan liggur fyrir mun íslenska þjóðin eiga lokaorðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þangað til munum við standa þétt saman um hagsmuni Íslands í þessum samningaviðræðum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar