Hið íslenska réttlæti 110%? 1. júlí 2011 06:00 Frestur til að sækja um 110% skuldaaðlögun hjá bönkunum rann út nú um mánaðamótin. Verði ekkert frekar að gert í lánamálum heimilanna, munu fjármálastofnanir, í skjóli stjórnvalda, komast upp með að leiðrétta aðeins þann hluta skuldavandans sem að þeim snýr, að undanskilinni 20% vaxtaleiðréttingu Landsbankans sem þó gengur ekki nægilega langt að mati Hagsmunasamtaka heimilanna þótt slík almenn vaxtaendurgreiðsla sé vissulega skref í rétta átt. Þorri þjóðarinnar situr eftir með sárt ennið horfandi upp á hrópandi óréttlætið sem í þessu felst. Venjulegt fólk með stökkbreytt lán sem nánast engar leiðréttingar fær þar sem hin sérstaka vaxtabót í gegnum vaxtabótakerfi ríkisins getur ekki talist annað en móðgun miðað við þá hækkun sem fólk hefur séð á lánum sínum. Eins og Hagsmunasamtökin hafa ítrekað bent á nær 110% leiðin einungis til þess hluta lántaka sem er skuldsettastur m.v. veðsetningarhlutfall. Hún er því sértæk aðgerð en ekki almenn, en hún gæti náð til um 20 þúsund lánasamninga ef marka má tölur fjármálaráðuneytisins. Almennar og réttlátar aðgerðir miðast við að lántakendur sitji allir við sama borð og fólki sé þar með ekki mismunað. Á milli hjóna getur 110% leiðin veitt allt að 30 milljóna króna leiðréttingu, á meðan þeir sem eru með minna veðsettar eignir fá enga leiðréttingu þrátt fyrir að hafa orðið fyrir sama forsendubrestinum, þ.e. hækkun höfuðstóls lána. Við misrétti og mismunun þessara bankavænu skuldaleiðréttinga verður ekki unað. Við vísitölutengingu lánasamninga verður heldur ekki unað og því hafa samtökin nú ákveðið að útbúa farveg fyrir þjóðina til að segja hug sinn með undirskriftasöfnun sem mun fara fram á heimilin.is. Frá heimilum landsins séð felur 110% leiðin í sér mikla mismunun og misrétti, þar sem mætti segja að verið sé að umbuna þeim sem sitja uppi með yfirveðsettar eignir. Svokallaðar skuldaleiðréttingar eins bankans bæta að mati hagsmunasamtakanna lítið úr skák og eru í raun móðgun við almenna lántakendur bankans, eins og rakið er í blaðagrein eftir Jónínu Óskarsdóttur í Fréttablaðinu í vikunni. Þá er með öllu ólíðandi að hver bankastofnun virðist útfæra þessa svokölluðu 110% leið að eigin geðþótta, því ekki miða allir við fasteignamat ríkisins. Að mati Hagsmunasamtaka heimilanna næst ekki friður og sátt um lánamál heimilanna fyrr en almenn leiðrétting verður gerð á stökkbreyttum lánum með einhvers konar útfærslu á flatri niðurfærslu sem miðar við stöðu þeirra 1. janúar 2008 og nær til allra. Allir urðu fyrir forsendubresti í lánasamningum, eitt skal því yfir alla ganga í leiðréttingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Frestur til að sækja um 110% skuldaaðlögun hjá bönkunum rann út nú um mánaðamótin. Verði ekkert frekar að gert í lánamálum heimilanna, munu fjármálastofnanir, í skjóli stjórnvalda, komast upp með að leiðrétta aðeins þann hluta skuldavandans sem að þeim snýr, að undanskilinni 20% vaxtaleiðréttingu Landsbankans sem þó gengur ekki nægilega langt að mati Hagsmunasamtaka heimilanna þótt slík almenn vaxtaendurgreiðsla sé vissulega skref í rétta átt. Þorri þjóðarinnar situr eftir með sárt ennið horfandi upp á hrópandi óréttlætið sem í þessu felst. Venjulegt fólk með stökkbreytt lán sem nánast engar leiðréttingar fær þar sem hin sérstaka vaxtabót í gegnum vaxtabótakerfi ríkisins getur ekki talist annað en móðgun miðað við þá hækkun sem fólk hefur séð á lánum sínum. Eins og Hagsmunasamtökin hafa ítrekað bent á nær 110% leiðin einungis til þess hluta lántaka sem er skuldsettastur m.v. veðsetningarhlutfall. Hún er því sértæk aðgerð en ekki almenn, en hún gæti náð til um 20 þúsund lánasamninga ef marka má tölur fjármálaráðuneytisins. Almennar og réttlátar aðgerðir miðast við að lántakendur sitji allir við sama borð og fólki sé þar með ekki mismunað. Á milli hjóna getur 110% leiðin veitt allt að 30 milljóna króna leiðréttingu, á meðan þeir sem eru með minna veðsettar eignir fá enga leiðréttingu þrátt fyrir að hafa orðið fyrir sama forsendubrestinum, þ.e. hækkun höfuðstóls lána. Við misrétti og mismunun þessara bankavænu skuldaleiðréttinga verður ekki unað. Við vísitölutengingu lánasamninga verður heldur ekki unað og því hafa samtökin nú ákveðið að útbúa farveg fyrir þjóðina til að segja hug sinn með undirskriftasöfnun sem mun fara fram á heimilin.is. Frá heimilum landsins séð felur 110% leiðin í sér mikla mismunun og misrétti, þar sem mætti segja að verið sé að umbuna þeim sem sitja uppi með yfirveðsettar eignir. Svokallaðar skuldaleiðréttingar eins bankans bæta að mati hagsmunasamtakanna lítið úr skák og eru í raun móðgun við almenna lántakendur bankans, eins og rakið er í blaðagrein eftir Jónínu Óskarsdóttur í Fréttablaðinu í vikunni. Þá er með öllu ólíðandi að hver bankastofnun virðist útfæra þessa svokölluðu 110% leið að eigin geðþótta, því ekki miða allir við fasteignamat ríkisins. Að mati Hagsmunasamtaka heimilanna næst ekki friður og sátt um lánamál heimilanna fyrr en almenn leiðrétting verður gerð á stökkbreyttum lánum með einhvers konar útfærslu á flatri niðurfærslu sem miðar við stöðu þeirra 1. janúar 2008 og nær til allra. Allir urðu fyrir forsendubresti í lánasamningum, eitt skal því yfir alla ganga í leiðréttingum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar