Góður árangur og sóknarfæri Íslands Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 7. september 2011 06:00 Hvert sem litið er blasa við skýr merki þess að Ísland er hröðum skrefum að vinna sig úr hruninu. Hagvöxtur er hafinn og vaxandi bjartsýni gætir í spám helstu greiningaraðila um hagvöxt næstu ára. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs bjó aðeins eitt land innan OECD við meiri hagvöxt en Ísland og ýmislegt bendir til þess að hagvöxtur ársins 2011 kunni að vera vanmetinn. Störfum fjölgar á ný og það dregur úr atvinnuleysi, en miðað við tölur í júlí hefur það ekki verið lægra síðan í desember 2008. Kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri frá hruni og kaupmáttur lægstu launa hefur hækkað hlutfallslega mest þannig að jöfnuður í tekjuskiptingu hefur aukist. Þessar staðreyndir eru ótvíræður vitnisburður um að við Íslendingar erum á réttri leið. Árangursrík framkvæmd efnahagsáætlunarRíkisstjórnin hefur frá upphafi fylgt skýrri stefnu í efnahagsmálum. Árangur hennar hefur verið staðfestur með lokaafgreiðslu og umsögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hana. Þar kemur fram að öll efnahagsleg markmið hafa náðst s.s. hvað varðar efnahagslegan stöðugleika, aðlögun ríkisfjármála, endurreisn fjármálakerfisins, opinberar skuldir og stöðugt gengi. Við erum komin lengra á veg en flestar aðrar þjóðir sem glíma við afleiðingar efnahagshruns. Ótrúlegur árangur hefur náðst í ríkisfjármálum og hallinn lækkað úr 215 milljörðum króna árið 2008 í um 18 milljarða króna á næsta ári. Umsnúningurinn svarar til allra útgjalda til mennta-, menningar-, félags- og tryggingarmála á þessu ári. Skuldir heimila og fyrirtækja lækkaðarNú er svo komið að um þriðjungur vaxta sem heimilin greiða af íbúðalánum er endurgreiddur með vaxtabótum og vaxtaniðurgreiðslum. Einnig hefur verið ráðist í víðtækar aðgerðir til handa of skuldsettum heimilum og hafa skuldir heimilanna verið lækkaðar um ríflega 144 milljarða króna. Lánastofnanir gera ráð fyrir að úrvinnslu þessara mála verði lokið fyrir áramót og má reikna með að skuldir muni þá lækka um 30 milljarða króna til viðbótar. Í heild munu skuldir heimila því lækka um hartnær 200 milljarða króna. Sérstakt samkomulag var einnig gert um endurskipulagningu skulda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Það verkefni er á áætlun og verður því einnig lokið fyrir áramót. Aukin atvinnaKjarasamningum sem gerðir voru í vor var ætlað að styðja við atvinnusköpun og kaupmáttaraukningu á næstu árum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur störfum nú fjölgað um 3.600 á tveimur árum auk þess sem þúsundir starfa hafa verið varin. Fjárfestingar fyrirtækja utan stóriðju og orkugeirans eru að glæðast og spáir Seðlabankinn að atvinnuvegafjárfestingin muni aukast um 50 milljarða króna á næstu misserum. Þrátt fyrir að svigrúm til opinberra fjárfestinga takmarkist af stöðu ríkisfjármála hefur mikilvægum verkefnum verið ýtt úr vör, m.a. í einkaframkvæmd og samvinnu við lífeyrissjóði. Stærst þeirra er bygging nýs Landspítala upp á 40 milljarða króna og fjölgun starfa um nálægt 3 þúsund. Bygging nýs fangelsis og fjárfesting í uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir um 5 milljarða króna munu skapa 550 störf. Þá má reikna með um 600 störfum í samgönguframkvæmdum s.s. við gerð Vaðlaheiðarganga og margvíslegar aðrar framkvæmdir eru í undirbúningi sem munu skapa ríflega 800 störf. Varið verður um 2,5 milljörðum króna til viðhaldsverkefna á vegum Fasteigna ríkissjóðs á þessu ári og átakið Allir vinna hefur verið framlengt, enda hefur þar tekist einkar vel til og áætlað er að það hafi þegar skapað um 800 ný störf. Allt stefnir í að árið 2011 verði metár fyrir ferðaþjónustuna og mun 300 milljónum króna verða veitt árlega í þriggja ára átak til að efla vetrarferðaþjónustu með það að markmiði að skapa um eitt þúsund ný störf. Orkuauðlindir betur nýttar í þágu þjóðarinnarÉg hef hér nefnt opinberar eða hálfopinberar framkvæmdir víða um land sem áætlað er að muni skila með beinum hætti um 7.000 nýjum störfum á næstu árum og fjölda afleiddra starfa. Eru þá ótaldar framkvæmdir í orkuverum og tengdum fjárfestingum, en reikna má með því að þar muni verða til sambærilegur fjöldi nýrra starfa. Þingsályktunartillaga um nýtingu og vernd náttúrusvæða liggur nú fyrir. Hér er um mikilsverðan áfanga að ræða og stórt skref tekið í átt að þjóðarsátt um vernd og nýtingu mikilvægra náttúrugæða. Á grundvelli þeirrar sáttagjörðar munum við styrkja efnahagsgrundvöll okkar með sjálfbærum og arðbærum hætti. Þá er unnið að mótun heildarstefnu í auðlindamálum og stofnun auðlindasjóðs til að tryggja hámarksarð af sameiginlegum auðlindum. Landsvirkjun hefur sett fram metnaðarfulla framtíðarsýn sem skila mun þjóðinni arði til varanlegrar velferðar. Fyrirtækið á nú í viðræðum við allnokkra hópa fjárfesta um verkefni fyrir norðan og mun verja um 2 milljörðum króna til orkurannsókna. Unnið er við byggingu Búðarhálsvirkjunar og stækkun í Straumsvík auk fjölda verkefna við uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Áhugi erlendra fjárfesta á Íslandi og eftirspurn eftir innlendri orku hefur aldrei verið meiri en nú. Sóknarfæri til bættra lífskjara eru á ÍslandiÞótt vandamálin séu keimlík víða um heim eru lausnir mismunandi. Hér á landi hefur verið farin leið jöfnuðar sem tryggt hefur að byrðarnar hafa verið bornar af þeim sem meira mega sín. Skattar á þá tekjulægstu hafa lækkað, lægstu laun hafa hækkað, bætur almannatrygginga hækkað og myndarlega hefur verið komið til móts við skulduga íbúðaeigendur. Það blasir við mörgum ríkjum heims að feta erfiða braut niðurskurðar og skuldaaðlögunar sem við höfum senn lagt að baki. Við horfum til þess að hér á landi höfum við náð forskoti og það felast í því tækifæri til þess að gera Ísland samkeppnisfærara m.a. um erlenda fjárfestingu og mannauð. Hagvöxtur ætti að geta komist á myndarlegt skrið hér fyrr en hjá öðrum þjóðum ef við höldum rétt á okkar málum. Þá lífskjarasókn sem framundan er verður að grundvalla á jafnari skiptingu tekna, samfélagslegri ábyrgð og virðingu fyrir náttúrugæðum. Valið stendur ekki milli hagvaxtar og jöfnuðar, því jöfnuður er forsenda varanlegs hagvaxtar og samfélagslegrar sáttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvert sem litið er blasa við skýr merki þess að Ísland er hröðum skrefum að vinna sig úr hruninu. Hagvöxtur er hafinn og vaxandi bjartsýni gætir í spám helstu greiningaraðila um hagvöxt næstu ára. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs bjó aðeins eitt land innan OECD við meiri hagvöxt en Ísland og ýmislegt bendir til þess að hagvöxtur ársins 2011 kunni að vera vanmetinn. Störfum fjölgar á ný og það dregur úr atvinnuleysi, en miðað við tölur í júlí hefur það ekki verið lægra síðan í desember 2008. Kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri frá hruni og kaupmáttur lægstu launa hefur hækkað hlutfallslega mest þannig að jöfnuður í tekjuskiptingu hefur aukist. Þessar staðreyndir eru ótvíræður vitnisburður um að við Íslendingar erum á réttri leið. Árangursrík framkvæmd efnahagsáætlunarRíkisstjórnin hefur frá upphafi fylgt skýrri stefnu í efnahagsmálum. Árangur hennar hefur verið staðfestur með lokaafgreiðslu og umsögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hana. Þar kemur fram að öll efnahagsleg markmið hafa náðst s.s. hvað varðar efnahagslegan stöðugleika, aðlögun ríkisfjármála, endurreisn fjármálakerfisins, opinberar skuldir og stöðugt gengi. Við erum komin lengra á veg en flestar aðrar þjóðir sem glíma við afleiðingar efnahagshruns. Ótrúlegur árangur hefur náðst í ríkisfjármálum og hallinn lækkað úr 215 milljörðum króna árið 2008 í um 18 milljarða króna á næsta ári. Umsnúningurinn svarar til allra útgjalda til mennta-, menningar-, félags- og tryggingarmála á þessu ári. Skuldir heimila og fyrirtækja lækkaðarNú er svo komið að um þriðjungur vaxta sem heimilin greiða af íbúðalánum er endurgreiddur með vaxtabótum og vaxtaniðurgreiðslum. Einnig hefur verið ráðist í víðtækar aðgerðir til handa of skuldsettum heimilum og hafa skuldir heimilanna verið lækkaðar um ríflega 144 milljarða króna. Lánastofnanir gera ráð fyrir að úrvinnslu þessara mála verði lokið fyrir áramót og má reikna með að skuldir muni þá lækka um 30 milljarða króna til viðbótar. Í heild munu skuldir heimila því lækka um hartnær 200 milljarða króna. Sérstakt samkomulag var einnig gert um endurskipulagningu skulda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Það verkefni er á áætlun og verður því einnig lokið fyrir áramót. Aukin atvinnaKjarasamningum sem gerðir voru í vor var ætlað að styðja við atvinnusköpun og kaupmáttaraukningu á næstu árum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur störfum nú fjölgað um 3.600 á tveimur árum auk þess sem þúsundir starfa hafa verið varin. Fjárfestingar fyrirtækja utan stóriðju og orkugeirans eru að glæðast og spáir Seðlabankinn að atvinnuvegafjárfestingin muni aukast um 50 milljarða króna á næstu misserum. Þrátt fyrir að svigrúm til opinberra fjárfestinga takmarkist af stöðu ríkisfjármála hefur mikilvægum verkefnum verið ýtt úr vör, m.a. í einkaframkvæmd og samvinnu við lífeyrissjóði. Stærst þeirra er bygging nýs Landspítala upp á 40 milljarða króna og fjölgun starfa um nálægt 3 þúsund. Bygging nýs fangelsis og fjárfesting í uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir um 5 milljarða króna munu skapa 550 störf. Þá má reikna með um 600 störfum í samgönguframkvæmdum s.s. við gerð Vaðlaheiðarganga og margvíslegar aðrar framkvæmdir eru í undirbúningi sem munu skapa ríflega 800 störf. Varið verður um 2,5 milljörðum króna til viðhaldsverkefna á vegum Fasteigna ríkissjóðs á þessu ári og átakið Allir vinna hefur verið framlengt, enda hefur þar tekist einkar vel til og áætlað er að það hafi þegar skapað um 800 ný störf. Allt stefnir í að árið 2011 verði metár fyrir ferðaþjónustuna og mun 300 milljónum króna verða veitt árlega í þriggja ára átak til að efla vetrarferðaþjónustu með það að markmiði að skapa um eitt þúsund ný störf. Orkuauðlindir betur nýttar í þágu þjóðarinnarÉg hef hér nefnt opinberar eða hálfopinberar framkvæmdir víða um land sem áætlað er að muni skila með beinum hætti um 7.000 nýjum störfum á næstu árum og fjölda afleiddra starfa. Eru þá ótaldar framkvæmdir í orkuverum og tengdum fjárfestingum, en reikna má með því að þar muni verða til sambærilegur fjöldi nýrra starfa. Þingsályktunartillaga um nýtingu og vernd náttúrusvæða liggur nú fyrir. Hér er um mikilsverðan áfanga að ræða og stórt skref tekið í átt að þjóðarsátt um vernd og nýtingu mikilvægra náttúrugæða. Á grundvelli þeirrar sáttagjörðar munum við styrkja efnahagsgrundvöll okkar með sjálfbærum og arðbærum hætti. Þá er unnið að mótun heildarstefnu í auðlindamálum og stofnun auðlindasjóðs til að tryggja hámarksarð af sameiginlegum auðlindum. Landsvirkjun hefur sett fram metnaðarfulla framtíðarsýn sem skila mun þjóðinni arði til varanlegrar velferðar. Fyrirtækið á nú í viðræðum við allnokkra hópa fjárfesta um verkefni fyrir norðan og mun verja um 2 milljörðum króna til orkurannsókna. Unnið er við byggingu Búðarhálsvirkjunar og stækkun í Straumsvík auk fjölda verkefna við uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Áhugi erlendra fjárfesta á Íslandi og eftirspurn eftir innlendri orku hefur aldrei verið meiri en nú. Sóknarfæri til bættra lífskjara eru á ÍslandiÞótt vandamálin séu keimlík víða um heim eru lausnir mismunandi. Hér á landi hefur verið farin leið jöfnuðar sem tryggt hefur að byrðarnar hafa verið bornar af þeim sem meira mega sín. Skattar á þá tekjulægstu hafa lækkað, lægstu laun hafa hækkað, bætur almannatrygginga hækkað og myndarlega hefur verið komið til móts við skulduga íbúðaeigendur. Það blasir við mörgum ríkjum heims að feta erfiða braut niðurskurðar og skuldaaðlögunar sem við höfum senn lagt að baki. Við horfum til þess að hér á landi höfum við náð forskoti og það felast í því tækifæri til þess að gera Ísland samkeppnisfærara m.a. um erlenda fjárfestingu og mannauð. Hagvöxtur ætti að geta komist á myndarlegt skrið hér fyrr en hjá öðrum þjóðum ef við höldum rétt á okkar málum. Þá lífskjarasókn sem framundan er verður að grundvalla á jafnari skiptingu tekna, samfélagslegri ábyrgð og virðingu fyrir náttúrugæðum. Valið stendur ekki milli hagvaxtar og jöfnuðar, því jöfnuður er forsenda varanlegs hagvaxtar og samfélagslegrar sáttar.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun