Apple stefnir ríkinu til að fá tollum létt af iPod Touch 31. mars 2011 07:00 Apple-umboðið hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á lófatölvunni iPod Touch. Tollstjóri flokkar tölvuna sem tónlistarspilara en ríkistollanefnd hefur viðurkennt að um lófatölvu sé að ræða þó að nefndin hnekki ekki ákvörðun tollstjóra um tollflokkun. Tollar og vörugjöld á tónlistarspilara eru samtals 32,5 prósent en engin slík gjöld eru lögð á tölvur sem fluttar eru til landsins. Forsvarsmenn Apple líta svo á að flokka eigi iPod Touch sem tölvu en ekki afspilara. Þeir benda á að hægt sé að nota tækið til að taka myndir og myndbönd, vafra um netið, senda tölvupóst, nota samskiptaforrit, spila tölvuleiki, hringja í netsíma og fleira. Afleiðingarnar eru þær að fjölmargir kaupa tölvuna annars staðar en á Íslandi, segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, sem rekur málið fyrir Apple. Páll Rúnar segir neytendur hin raunverulegu fórnarlömb í málinu. Ætli þeir að kaupa vöruna hér á landi þurfi þeir að greiða hærra verð en eðlilegt sé vegna tollflokkunarinnar. Þá tapi ríkissjóður á því að fólk kaupi tækin ekki hér á landi sökum hárra tolla og borgi í mörgum tilvikum ekki virðisaukaskatt við komuna til landsins. Hann segir óumdeilt að tækið uppfylli öll skilyrði fyrir því að teljast lófatölva samkvæmt tollskrá. Tollstjóri beiti huglægu mati þegar hann flokki iPod Touch sem afspilara og sé byggt á því hvernig hann telji að tækið sé markaðssett. „Tækninni fleygir áfram og nú er svo komið að jafnvel brauðristar eru til með mp3-spilara,“ segir Páll Rúnar. „Spurningin er hvort tollstjóri myndi skilgreina það sem afspilara með brauðristunarmöguleika?“ - bj Fréttir Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Apple-umboðið hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á lófatölvunni iPod Touch. Tollstjóri flokkar tölvuna sem tónlistarspilara en ríkistollanefnd hefur viðurkennt að um lófatölvu sé að ræða þó að nefndin hnekki ekki ákvörðun tollstjóra um tollflokkun. Tollar og vörugjöld á tónlistarspilara eru samtals 32,5 prósent en engin slík gjöld eru lögð á tölvur sem fluttar eru til landsins. Forsvarsmenn Apple líta svo á að flokka eigi iPod Touch sem tölvu en ekki afspilara. Þeir benda á að hægt sé að nota tækið til að taka myndir og myndbönd, vafra um netið, senda tölvupóst, nota samskiptaforrit, spila tölvuleiki, hringja í netsíma og fleira. Afleiðingarnar eru þær að fjölmargir kaupa tölvuna annars staðar en á Íslandi, segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, sem rekur málið fyrir Apple. Páll Rúnar segir neytendur hin raunverulegu fórnarlömb í málinu. Ætli þeir að kaupa vöruna hér á landi þurfi þeir að greiða hærra verð en eðlilegt sé vegna tollflokkunarinnar. Þá tapi ríkissjóður á því að fólk kaupi tækin ekki hér á landi sökum hárra tolla og borgi í mörgum tilvikum ekki virðisaukaskatt við komuna til landsins. Hann segir óumdeilt að tækið uppfylli öll skilyrði fyrir því að teljast lófatölva samkvæmt tollskrá. Tollstjóri beiti huglægu mati þegar hann flokki iPod Touch sem afspilara og sé byggt á því hvernig hann telji að tækið sé markaðssett. „Tækninni fleygir áfram og nú er svo komið að jafnvel brauðristar eru til með mp3-spilara,“ segir Páll Rúnar. „Spurningin er hvort tollstjóri myndi skilgreina það sem afspilara með brauðristunarmöguleika?“ - bj
Fréttir Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent