Sérskólar og nemendur með þroskahömlun Ragnar Þorsteinsson skrifar 31. mars 2011 06:00 Skóla- og menntastefnan skóli án aðgreiningar á sér um tveggja áratuga sögu. Hún á sér rætur í baráttu foreldra fatlaðra barna fyrir rétti barna sinna til að ganga í almenna skóla og er nú staðfest í samningi SÞ frá 2008 um réttindi fatlaðs fólks, sem Íslendingar hafa undirritað. Stefnan grundvallast á hugmyndafræði mannréttinda, samfélagslegrar þátttöku og lýðræðis. Í dag lítum við á skóla- og menntastefnuna skóla án aðgreiningar sem heildarstefnu í skólamálum sem tekur til allra nemenda, hvaða þjóðfélagshópi sem þeir tilheyra og hvernig sem komið er á um atgervi þeirra. Hún er hluti af þeim samfélagslegu réttindum að tilheyra og vera metinn í og af því samfélagi sem einstaklingurinn er hluti af og þeim rétti að fá að vera þátttakandi í margbreytilegu samfélagi. Stefnan um skóla án aðgreiningar, er fyrst sett fram í stefnu Reykjavíkurborgar árið 2002 og var þá sérstaklega tengd sérkennslu og málefnum nemenda með sérþarfir. Í starfsáætlun Reykjavíkur árið 2006 birtist stefnan síðan sem ein af megináherslum almennrar skólastefnu sem tekur til alls skólastarfs og allra nemenda. Megináherslur skóla án aðgreiningar felast í virkri og fullgildri þátttöku allra í skóla- og námssamfélaginu, áherslu á margbreytileikann og nýtingu hans til hagsbóta fyrir alla nemendur. Markmiðið er að ryðja úr vegi sem kostur er þeim hindrunum sem nemendur mæta í námi og þátttöku. Starfshættirnir einkennast af því að væntingar eru til þess að allir nemendur nái árangri í námi, áhersla er á fjölbreyttar námsleiðir, valfrelsi og samstarf nemenda. Stuðningur miðast að því að styðja við nemendur í námi og þátttöku og að starfsfólk öðlist aukna færni við að bregðast við margbreytileika nemendahópsins.Grunnskólar – samfélag fyrir alla Grunnskólar borgarinnar eru dreifðir um borgina og algengast er að nemendur stundi sitt grunnskólanám í þeim skóla sem næstur er heimili þeirra. Þrír grunnskólanna eru sérskólar og sækja þá nemendur víðsvegar að af höfuðborgarsvæðinu. Ekki stendur til að leggja niður rekstur sérskóla í borginni, né hefur komið fram tillaga þess efnis. Núverandi skólaár er þó síðasta skólaárið sem Safamýrar- og Öskjuhlíðarskóli starfa í núverandi mynd, því ákveðið hefur verið að á grunni þeirra verði stofnaður einn nýr sérskóli. Í stefnu fræðsluráðs Reykjavíkur um sérkennslu, sem samþykkt var 2002 kemur fram að skólarnir skuli sameinaðir og þjóna fjölfötluðum og mikið þroskahömluðum nemendum. Árið 2008 voru línur skýrðar frekar varðandi nemendahóp sérskólans. Áhersla er lögð á að skólinn skuli þjóna nemendum með miðlungs og alvarlega þroskahömlun og nemendum með væga þroskahömlun og viðbótarfatlanir, s.s. einhverfu og daufblindu. Allir þeir sem að málinu komu, þar á meðal fulltrúar foreldra, stóðu einhuga að baki þessum tillögum. Umræða sú sem upp hefur komið um inntökuviðmið, og byggð er á ákveðnum mörkum, efri og neðri, greindartölu, á rætur sínar í umræðu sem átti sér stað fyrir meira en 30 árum í skólasamfélagi þess tíma. Þegar ný lög um grunnskóla komu fram um 1990 féllu út ákvæði um slík viðmið og þegar grunnskólar færðust yfir til sveitarfélaga var þeim falið að setja sérskólum, sem þau stofna til, starfsreglur. Umræðan hefur þróast frá áherslu á afmarkaða þætti, s.s. greindarstig, yfir í áherslu á heildaraðstæður nemandans í samspili við það umhverfi sem hann er hluti af og umræðu um fjölbreyttar leiðir í námi og kennslu. Þannig skal sérskólinn, við inntöku nemenda, líta til greininga um fötlun nemandans en jafnframt til möguleika skólans til að veita nemandanum námstilboð við hæfi, laga og reglugerða, óska foreldra og hvort viðkomandi heimaskóla sé unnt að veita nemandanum viðunandi námsskilyrði. Í stefnu Reykjavíkurborgar er kveðið á um að skólar borgarinnar séu skólar án aðgreiningar í samræmi við lög um grunnskóla. Öll börn eiga rétt á skólavist í almennum grunnskólum en jafnframt geta foreldrar fatlaðra barna sótt um skólavist fyrir börn sín í sérúrræði innan grunnskóla eða í sérskóla. Gagnrýnt hefur verið annars vegar að inntökuviðmið í Öskjuhlíðarskóla séu ekki nógu rúm og hins vegar að almenni skólinn hafi ekki yfir að ráða sérfræðiþekkingu og úrræðum sem nauðsynleg eru. Mismunandi er hvernig starfsemi sérúrræða og sérskóla er háttað milli landa, sveitarfélaga og skólastiga. Þannig eru sérskólar eingöngu til á grunnskólastigi á Íslandi en á framhaldsskólastigi eru starfræktar starfsdeildir og á leikskólastigi hafa þróast almennir leikskólar sem sérhæfa sig í kennslu barna með aðgreindar sérþarfir. Starfsemi sérskóla sem annarra grunnskóla er og á að vera í stöðugri endurskoðun og þróun. Mestu skiptir að slík endurskoðun fari fram á faglegum grunni, ávallt sé litið til allra þátta og ákvarðanir teknar á grunni núverandi aðstæðna og framtíðarsýnar. Í umræðu um almennu skólana og getu þeirra til að búa nemendum með fatlanir árangursríkt gæðanám og félagslegt umhverfi hafa sjónir manna m.a. beinst að þeirri sérþekkingu sem er í sérskólunum og möguleikum til að skapa henni leið og skilyrði innan almennu skólanna. Menntaráð samþykkti í janúar að stofnað yrði til þátttökubekkja undir stjórn nýja sérskólans, fyrir nemendur með þroskahömlun, sem staðsettir yrðu við almenna grunnskóla. Undirbúningur hefst á fyrsta starfsári skólans og er stefnt að stofnun fjögurra slíkra þátttökubekkja, einum í hverjum borgarhluta. Hugmyndin að baki þátttökubekkjum er þríþætt. Í fyrsta lagi að gefa foreldrum kost á sérúrræði fyrir börn sín, sem er millistig milli almenns skóla og sérskóla. Í öðru lagi gagnkvæm tenging nemenda í þátttökubekk og í almennum skóla og í þriðja lagi flæði sérþekkingar og gagnkvæmur ávinningur þátttökubekkja og almennra skóla. Í öllum grunnskólum borgarinnar er margbreytilegur nemendahópur. Þar eru nemendur með ýmsar fatlanir, annað tungumál, sterkan og veikan bakgrunn og annað sem einkennir einstaklinga í fjölbreyttu samfélagi. Grunnskólinn er sú stofnun samfélagsins sem varðar alla einstaklinga þess á einhverjum tíma í lífi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Skóla- og menntastefnan skóli án aðgreiningar á sér um tveggja áratuga sögu. Hún á sér rætur í baráttu foreldra fatlaðra barna fyrir rétti barna sinna til að ganga í almenna skóla og er nú staðfest í samningi SÞ frá 2008 um réttindi fatlaðs fólks, sem Íslendingar hafa undirritað. Stefnan grundvallast á hugmyndafræði mannréttinda, samfélagslegrar þátttöku og lýðræðis. Í dag lítum við á skóla- og menntastefnuna skóla án aðgreiningar sem heildarstefnu í skólamálum sem tekur til allra nemenda, hvaða þjóðfélagshópi sem þeir tilheyra og hvernig sem komið er á um atgervi þeirra. Hún er hluti af þeim samfélagslegu réttindum að tilheyra og vera metinn í og af því samfélagi sem einstaklingurinn er hluti af og þeim rétti að fá að vera þátttakandi í margbreytilegu samfélagi. Stefnan um skóla án aðgreiningar, er fyrst sett fram í stefnu Reykjavíkurborgar árið 2002 og var þá sérstaklega tengd sérkennslu og málefnum nemenda með sérþarfir. Í starfsáætlun Reykjavíkur árið 2006 birtist stefnan síðan sem ein af megináherslum almennrar skólastefnu sem tekur til alls skólastarfs og allra nemenda. Megináherslur skóla án aðgreiningar felast í virkri og fullgildri þátttöku allra í skóla- og námssamfélaginu, áherslu á margbreytileikann og nýtingu hans til hagsbóta fyrir alla nemendur. Markmiðið er að ryðja úr vegi sem kostur er þeim hindrunum sem nemendur mæta í námi og þátttöku. Starfshættirnir einkennast af því að væntingar eru til þess að allir nemendur nái árangri í námi, áhersla er á fjölbreyttar námsleiðir, valfrelsi og samstarf nemenda. Stuðningur miðast að því að styðja við nemendur í námi og þátttöku og að starfsfólk öðlist aukna færni við að bregðast við margbreytileika nemendahópsins.Grunnskólar – samfélag fyrir alla Grunnskólar borgarinnar eru dreifðir um borgina og algengast er að nemendur stundi sitt grunnskólanám í þeim skóla sem næstur er heimili þeirra. Þrír grunnskólanna eru sérskólar og sækja þá nemendur víðsvegar að af höfuðborgarsvæðinu. Ekki stendur til að leggja niður rekstur sérskóla í borginni, né hefur komið fram tillaga þess efnis. Núverandi skólaár er þó síðasta skólaárið sem Safamýrar- og Öskjuhlíðarskóli starfa í núverandi mynd, því ákveðið hefur verið að á grunni þeirra verði stofnaður einn nýr sérskóli. Í stefnu fræðsluráðs Reykjavíkur um sérkennslu, sem samþykkt var 2002 kemur fram að skólarnir skuli sameinaðir og þjóna fjölfötluðum og mikið þroskahömluðum nemendum. Árið 2008 voru línur skýrðar frekar varðandi nemendahóp sérskólans. Áhersla er lögð á að skólinn skuli þjóna nemendum með miðlungs og alvarlega þroskahömlun og nemendum með væga þroskahömlun og viðbótarfatlanir, s.s. einhverfu og daufblindu. Allir þeir sem að málinu komu, þar á meðal fulltrúar foreldra, stóðu einhuga að baki þessum tillögum. Umræða sú sem upp hefur komið um inntökuviðmið, og byggð er á ákveðnum mörkum, efri og neðri, greindartölu, á rætur sínar í umræðu sem átti sér stað fyrir meira en 30 árum í skólasamfélagi þess tíma. Þegar ný lög um grunnskóla komu fram um 1990 féllu út ákvæði um slík viðmið og þegar grunnskólar færðust yfir til sveitarfélaga var þeim falið að setja sérskólum, sem þau stofna til, starfsreglur. Umræðan hefur þróast frá áherslu á afmarkaða þætti, s.s. greindarstig, yfir í áherslu á heildaraðstæður nemandans í samspili við það umhverfi sem hann er hluti af og umræðu um fjölbreyttar leiðir í námi og kennslu. Þannig skal sérskólinn, við inntöku nemenda, líta til greininga um fötlun nemandans en jafnframt til möguleika skólans til að veita nemandanum námstilboð við hæfi, laga og reglugerða, óska foreldra og hvort viðkomandi heimaskóla sé unnt að veita nemandanum viðunandi námsskilyrði. Í stefnu Reykjavíkurborgar er kveðið á um að skólar borgarinnar séu skólar án aðgreiningar í samræmi við lög um grunnskóla. Öll börn eiga rétt á skólavist í almennum grunnskólum en jafnframt geta foreldrar fatlaðra barna sótt um skólavist fyrir börn sín í sérúrræði innan grunnskóla eða í sérskóla. Gagnrýnt hefur verið annars vegar að inntökuviðmið í Öskjuhlíðarskóla séu ekki nógu rúm og hins vegar að almenni skólinn hafi ekki yfir að ráða sérfræðiþekkingu og úrræðum sem nauðsynleg eru. Mismunandi er hvernig starfsemi sérúrræða og sérskóla er háttað milli landa, sveitarfélaga og skólastiga. Þannig eru sérskólar eingöngu til á grunnskólastigi á Íslandi en á framhaldsskólastigi eru starfræktar starfsdeildir og á leikskólastigi hafa þróast almennir leikskólar sem sérhæfa sig í kennslu barna með aðgreindar sérþarfir. Starfsemi sérskóla sem annarra grunnskóla er og á að vera í stöðugri endurskoðun og þróun. Mestu skiptir að slík endurskoðun fari fram á faglegum grunni, ávallt sé litið til allra þátta og ákvarðanir teknar á grunni núverandi aðstæðna og framtíðarsýnar. Í umræðu um almennu skólana og getu þeirra til að búa nemendum með fatlanir árangursríkt gæðanám og félagslegt umhverfi hafa sjónir manna m.a. beinst að þeirri sérþekkingu sem er í sérskólunum og möguleikum til að skapa henni leið og skilyrði innan almennu skólanna. Menntaráð samþykkti í janúar að stofnað yrði til þátttökubekkja undir stjórn nýja sérskólans, fyrir nemendur með þroskahömlun, sem staðsettir yrðu við almenna grunnskóla. Undirbúningur hefst á fyrsta starfsári skólans og er stefnt að stofnun fjögurra slíkra þátttökubekkja, einum í hverjum borgarhluta. Hugmyndin að baki þátttökubekkjum er þríþætt. Í fyrsta lagi að gefa foreldrum kost á sérúrræði fyrir börn sín, sem er millistig milli almenns skóla og sérskóla. Í öðru lagi gagnkvæm tenging nemenda í þátttökubekk og í almennum skóla og í þriðja lagi flæði sérþekkingar og gagnkvæmur ávinningur þátttökubekkja og almennra skóla. Í öllum grunnskólum borgarinnar er margbreytilegur nemendahópur. Þar eru nemendur með ýmsar fatlanir, annað tungumál, sterkan og veikan bakgrunn og annað sem einkennir einstaklinga í fjölbreyttu samfélagi. Grunnskólinn er sú stofnun samfélagsins sem varðar alla einstaklinga þess á einhverjum tíma í lífi þeirra.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar