Samráðsleysi stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og umhverfisráðherra Forsvarsmenn níu félagasamtaka skrifar 24. mars 2011 06:00 Mánudagurinn 28. febrúar var svartur dagur fyrir útivistarfélög og ferðaþjónustu á Íslandi en þá staðfesti umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Við stofnun þjóðgarðsins voru gefin loforð frá aðilum í stjórnsýslunni um að engin skerðing yrði á hefðbundinni notkun garðsins, s.s. veiðum og umferð. Á þessu loforði var síðan sérstaklega tekið í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð eins og kemur fram í 3. mgr. 12 gr. laga um þjóðgarðinn: „Svæðisráðin, hvert á sínu svæði, skulu vinna tillögu að verndaráætlun í samráði við Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Við gerð verndaráætlunar skal svæðisráð hafa samráð við eigendur lands innan þjóðgarðs á viðkomandi svæði, sveitarstjórnir og aðra hagsmunaaðila á svæðinu." Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og svæðisráðin höfðu því tækifæri til að hafa gott samráð um stofnun þjóðgarðsins og leggja grunn að víðtækri sátt um þetta verkefni. Þetta leit vel út þegar svæðisráðin byrjuðu að vinna og virtist stefna í opið og gegnsætt samráðsumhverfi. Hinsvegar bar fljótt á pukruskap og feluleikjum og aðeins hægt að nálgast upplýsingar eftir krókaleiðum. Eina raunverulega aðkoma margra stærstu útivistarhópa og ferðaþjónustuaðila var síðan í gegnum lögboðið athugasemdaferli. Það voru sendar inn mörg þúsund athugasemdir við stjórnunar- og verndaráætlunina frá einstaklingum, útivistarhópum og ferðaþjónustuaðilum, þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við stjórnunar- og verndaráætlunina og undirbúningsvinnu við hana. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs svaraði öllum þessum athugasemdum með stöðluðu dreifibréfi, þar sem einungis var svarað hluta af þeim athugasemdum sem lagðar höfðu verið fram. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs sendi síðan stjórnunar- og verndaráætlunina til staðfestingar hjá umhverfisráðherra haustið 2010, nánast án þess að taka nokkurt tillit til athugasemda varðandi veiðar og umferð innan þjóðgarðsins. Margir útivistarhópar fóru á fund umhverfisráðherra og hún kallaði fulltrúa margra félagasamtaka á sinn fund. Þar lýsti hún yfir vilja til að ná sáttum og bað um vinnufrið til að ná því fram. Þegar stjórnar- og verndaráætlunin var síðan staðfest af umhverfisráðherra án nokkurra breytinga og ljóst að ekkert tillit væri tekið til þeirra athugasemda sem bárust, kom í ljós að sáttavilji ráðherra var bara fyrirsláttur til að tefja málið. Mistökin sem gerð voru í samráðs- og athugasemdaferlinu við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hafa skaðað mjög allt traust á milli stjórnvalda og útivistarhópa og ferðaþjónustuaðila hér á landi. Eftir stendur yfirgangur og tillitsleysi stjórnvalda gagnvart flestum hagsmunaaðilum sem að málinu koma. Það verður fróðlegt að sjá hvernig stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs í umboði umhverfisráðherra ætlar að haga eftirliti með því að ferðafólk og ferðaþjónustuaðilar aki ekki lokaðar leiðir í þjóðgarðinum eða veiði ekki á lokuðum svæðum. Líklega verður sett upp sérstök hálendislögregla og ferðamenn settir í varðhald og kærðir. Framundan eru ný náttúruverndarlög, stækkun friðlands í Þjórsárverum, landnýtingaráætlun, Geo Park vísindagarðar, endurskoðun villidýralaga og fjöldi friðlýsinga í nýrri náttúruverndaráætlun. Það er nokkuð ljóst að í þessum málum munu útivistarhópar og ferðaþjónustuaðilar haga sínum málum öðruvísi, taka vara á öllum aðgerðum stjórnvalda til samráðs og stunda öflug árásarsamskipti til að ná sínum fram. Skynsamlegast hefði verið að vinna stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í betra samstarfi við þá hagsmunahópa sem hlut eiga að máli, en þessir hópar hafa margsinnis boðið stjórnvöldum, stjórn þjóðgarðsins og svæðisráðum samstarf og samvinnu í málefnum sem tengjast hálendi Íslands, en mætt hroka og yfirgangi. Það stefnir því í stríð sem stjórnvöld munu tapa, en því miður líklega eftir að hafa eitt miklum fjármunum í eftirlit, handtökur og kærur á ferðafólk á hálendi Íslands. Við undirritaðir aðilar skorum á umhverfisráðherra og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs að hætta strax þessum skollaleik sem boðið hefur verið upp á síðustu ár við stofnun þjóðgarðsins, tryggja raunverulegt samráð strax í dag og hleypa okkur sem hagsmunaaðilum að borðinu og hlusta á okkar sjónarmið. Gerum Vatnajökulsþjóðgarð að stað þar sem Íslendingar eru velkomnir, hvort sem þeir eru hestafólk, sleðafólk, hjólafólk, jeppafólk, göngufólk, veiðimenn eða annað ferðafólk. Jeppavinir – Þorvarður Ingi Þorbjörnsson, formaðurLandssamband hestamanna – Þorvarður Helgason, stjórnarmaður Landssamband vélsleðamanna – Birkir Sigurðsson, forseti Landssamtökin Ferðafrelsi – Sigmar B. Hauksson, formaður Vélhjólaíþróttaklúbburinn Vík – Hrafnkell Sigtryggsson, formaður Ferðaklúbburinn 4x4 – Sveinbjörn Halldórsson, formaður Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir – Jakob Þór Guðbjartsson, formaðurSkotvís – Kristján Sturlaugsson, varaformaður Skotreyn – Friðrik Rúnar Garðarsson, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mánudagurinn 28. febrúar var svartur dagur fyrir útivistarfélög og ferðaþjónustu á Íslandi en þá staðfesti umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Við stofnun þjóðgarðsins voru gefin loforð frá aðilum í stjórnsýslunni um að engin skerðing yrði á hefðbundinni notkun garðsins, s.s. veiðum og umferð. Á þessu loforði var síðan sérstaklega tekið í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð eins og kemur fram í 3. mgr. 12 gr. laga um þjóðgarðinn: „Svæðisráðin, hvert á sínu svæði, skulu vinna tillögu að verndaráætlun í samráði við Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Við gerð verndaráætlunar skal svæðisráð hafa samráð við eigendur lands innan þjóðgarðs á viðkomandi svæði, sveitarstjórnir og aðra hagsmunaaðila á svæðinu." Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og svæðisráðin höfðu því tækifæri til að hafa gott samráð um stofnun þjóðgarðsins og leggja grunn að víðtækri sátt um þetta verkefni. Þetta leit vel út þegar svæðisráðin byrjuðu að vinna og virtist stefna í opið og gegnsætt samráðsumhverfi. Hinsvegar bar fljótt á pukruskap og feluleikjum og aðeins hægt að nálgast upplýsingar eftir krókaleiðum. Eina raunverulega aðkoma margra stærstu útivistarhópa og ferðaþjónustuaðila var síðan í gegnum lögboðið athugasemdaferli. Það voru sendar inn mörg þúsund athugasemdir við stjórnunar- og verndaráætlunina frá einstaklingum, útivistarhópum og ferðaþjónustuaðilum, þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við stjórnunar- og verndaráætlunina og undirbúningsvinnu við hana. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs svaraði öllum þessum athugasemdum með stöðluðu dreifibréfi, þar sem einungis var svarað hluta af þeim athugasemdum sem lagðar höfðu verið fram. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs sendi síðan stjórnunar- og verndaráætlunina til staðfestingar hjá umhverfisráðherra haustið 2010, nánast án þess að taka nokkurt tillit til athugasemda varðandi veiðar og umferð innan þjóðgarðsins. Margir útivistarhópar fóru á fund umhverfisráðherra og hún kallaði fulltrúa margra félagasamtaka á sinn fund. Þar lýsti hún yfir vilja til að ná sáttum og bað um vinnufrið til að ná því fram. Þegar stjórnar- og verndaráætlunin var síðan staðfest af umhverfisráðherra án nokkurra breytinga og ljóst að ekkert tillit væri tekið til þeirra athugasemda sem bárust, kom í ljós að sáttavilji ráðherra var bara fyrirsláttur til að tefja málið. Mistökin sem gerð voru í samráðs- og athugasemdaferlinu við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hafa skaðað mjög allt traust á milli stjórnvalda og útivistarhópa og ferðaþjónustuaðila hér á landi. Eftir stendur yfirgangur og tillitsleysi stjórnvalda gagnvart flestum hagsmunaaðilum sem að málinu koma. Það verður fróðlegt að sjá hvernig stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs í umboði umhverfisráðherra ætlar að haga eftirliti með því að ferðafólk og ferðaþjónustuaðilar aki ekki lokaðar leiðir í þjóðgarðinum eða veiði ekki á lokuðum svæðum. Líklega verður sett upp sérstök hálendislögregla og ferðamenn settir í varðhald og kærðir. Framundan eru ný náttúruverndarlög, stækkun friðlands í Þjórsárverum, landnýtingaráætlun, Geo Park vísindagarðar, endurskoðun villidýralaga og fjöldi friðlýsinga í nýrri náttúruverndaráætlun. Það er nokkuð ljóst að í þessum málum munu útivistarhópar og ferðaþjónustuaðilar haga sínum málum öðruvísi, taka vara á öllum aðgerðum stjórnvalda til samráðs og stunda öflug árásarsamskipti til að ná sínum fram. Skynsamlegast hefði verið að vinna stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í betra samstarfi við þá hagsmunahópa sem hlut eiga að máli, en þessir hópar hafa margsinnis boðið stjórnvöldum, stjórn þjóðgarðsins og svæðisráðum samstarf og samvinnu í málefnum sem tengjast hálendi Íslands, en mætt hroka og yfirgangi. Það stefnir því í stríð sem stjórnvöld munu tapa, en því miður líklega eftir að hafa eitt miklum fjármunum í eftirlit, handtökur og kærur á ferðafólk á hálendi Íslands. Við undirritaðir aðilar skorum á umhverfisráðherra og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs að hætta strax þessum skollaleik sem boðið hefur verið upp á síðustu ár við stofnun þjóðgarðsins, tryggja raunverulegt samráð strax í dag og hleypa okkur sem hagsmunaaðilum að borðinu og hlusta á okkar sjónarmið. Gerum Vatnajökulsþjóðgarð að stað þar sem Íslendingar eru velkomnir, hvort sem þeir eru hestafólk, sleðafólk, hjólafólk, jeppafólk, göngufólk, veiðimenn eða annað ferðafólk. Jeppavinir – Þorvarður Ingi Þorbjörnsson, formaðurLandssamband hestamanna – Þorvarður Helgason, stjórnarmaður Landssamband vélsleðamanna – Birkir Sigurðsson, forseti Landssamtökin Ferðafrelsi – Sigmar B. Hauksson, formaður Vélhjólaíþróttaklúbburinn Vík – Hrafnkell Sigtryggsson, formaður Ferðaklúbburinn 4x4 – Sveinbjörn Halldórsson, formaður Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir – Jakob Þór Guðbjartsson, formaðurSkotvís – Kristján Sturlaugsson, varaformaður Skotreyn – Friðrik Rúnar Garðarsson, formaður
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun