Börn hefja ekki stríðsátök Stefán Ingi Stefánsson skrifar 24. mars 2011 13:29 Það eru ekki börn sem hefja stríðsátök. Það eru heldur ekki börn sem varpa flugskeytum, stjórna starfi uppreisnarmanna eða stunda kúgun þegna sinna. Hins vegar eru börn ævinlega þau sem eru mest berskjölduð á átakasvæðum. Börnin eru þau fyrstu til að finna fyrir afleiðingum þess þegar daglegt líf fer úr skorðum og innviðir samfélagsins bresta. Börn eru viðkvæmari en fullorðnir ef þau veikjast. Útbreiðsla farsótta kemur iðulega verst niður á þeim yngstu. Börn eru þau fyrstu til að falla þegar næring er af skornum skammti. Þegar upplausn ríkir eru börn auk þess enn útsettari en ella fyrir misnotkun og ofbeldi – sérstaklega ungar stúlkur. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur þungar áhyggjur af lífi og velferð barna í Líbíu nú þegar röskun hefur orðið á öllu daglegu lífi þar í landi. Yfir 300.000 manns hafa flúið yfir landamærin og í hópnum er fjöldi barna. Þeim þarf að hlúa að. Heima við í Líbíu bíða hundruð þúsunda barna þess sem verða vill – hvort sem er í borgum sem andstæðingar líbískra ráðamanna ráða nú yfir, bæjum þar sem nánast allar verslanir eru lokaðar og erfitt er að nálgast vistir, eða stöðum sem gætu verið í grennd við skilgreind skotmörk og orðið fyrir árásum. UNICEF vinnur að því að aðstoða þessi börn. Mikilvægt er að vera til staðar bæði nú og á komandi mánuðum. Alls óvíst er hvað loftárásir munu standa lengi og hvað tekur við í framhaldinu. Verkefnin eru ærin: Barnavernd, menntun barna, sálræn aðstoð eftir það sem á undan er gengið, bólusetningar, aðgangur að heilsugæslu og hreinu vatni – listinn er langur. Á þessari stundu vinnur UNICEF m.a. að því að koma upp barnvænum svæðum í flóttamannabúðum við landamæri Líbíu. Þar geta börn leikið sér og reynt að halda í venjulegt líf í óvenjulegum aðstæðum. Til að geta unnið starf sitt í Líbíu þarf UNICEF á aðstoð að halda. Íslendingar geta lagt sitt af mörkum. UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun sem fræðast má um á www.unicef.is. Stöndum þétt að baki börnum í Líbíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Það eru ekki börn sem hefja stríðsátök. Það eru heldur ekki börn sem varpa flugskeytum, stjórna starfi uppreisnarmanna eða stunda kúgun þegna sinna. Hins vegar eru börn ævinlega þau sem eru mest berskjölduð á átakasvæðum. Börnin eru þau fyrstu til að finna fyrir afleiðingum þess þegar daglegt líf fer úr skorðum og innviðir samfélagsins bresta. Börn eru viðkvæmari en fullorðnir ef þau veikjast. Útbreiðsla farsótta kemur iðulega verst niður á þeim yngstu. Börn eru þau fyrstu til að falla þegar næring er af skornum skammti. Þegar upplausn ríkir eru börn auk þess enn útsettari en ella fyrir misnotkun og ofbeldi – sérstaklega ungar stúlkur. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur þungar áhyggjur af lífi og velferð barna í Líbíu nú þegar röskun hefur orðið á öllu daglegu lífi þar í landi. Yfir 300.000 manns hafa flúið yfir landamærin og í hópnum er fjöldi barna. Þeim þarf að hlúa að. Heima við í Líbíu bíða hundruð þúsunda barna þess sem verða vill – hvort sem er í borgum sem andstæðingar líbískra ráðamanna ráða nú yfir, bæjum þar sem nánast allar verslanir eru lokaðar og erfitt er að nálgast vistir, eða stöðum sem gætu verið í grennd við skilgreind skotmörk og orðið fyrir árásum. UNICEF vinnur að því að aðstoða þessi börn. Mikilvægt er að vera til staðar bæði nú og á komandi mánuðum. Alls óvíst er hvað loftárásir munu standa lengi og hvað tekur við í framhaldinu. Verkefnin eru ærin: Barnavernd, menntun barna, sálræn aðstoð eftir það sem á undan er gengið, bólusetningar, aðgangur að heilsugæslu og hreinu vatni – listinn er langur. Á þessari stundu vinnur UNICEF m.a. að því að koma upp barnvænum svæðum í flóttamannabúðum við landamæri Líbíu. Þar geta börn leikið sér og reynt að halda í venjulegt líf í óvenjulegum aðstæðum. Til að geta unnið starf sitt í Líbíu þarf UNICEF á aðstoð að halda. Íslendingar geta lagt sitt af mörkum. UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun sem fræðast má um á www.unicef.is. Stöndum þétt að baki börnum í Líbíu.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun