Sögulegt skref í heimsviðskiptum Stefán Haukur Jóhannesson skrifar 22. desember 2011 06:00 Niðurstaða samninga um aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (World Trade Organisation – WTO) var samþykkt á ráðherrafundi föstudaginn 16. desember sl. Þar með lauk erfiðum og flóknum samningum en undirritaður hafði það hlutverk að leiða þessar viðræður síðustu átta árin af alls átján sem viðræðurnar tóku. Innganga Rússa er markvert skref fyrir alþjóðaviðskipti. Rússland er síðasta stóra hagkerfið sem enn stendur fyrir utan WTO en við aðild munu um 97% heimsviðskiptanna heyra undir reglur stofnunarinnar. Aðildarríkin fá mun betri og tryggari aðgang að mörkuðum Rússlands á jafnræðisgrundvelli og rússnesk fyrirtæki fá aðgang til jafns við fyrirtæki annarra aðildarríkja á erlendum mörkuðum í samræmi við reglur WTO. Í þessu felst gagnkvæmur hagur. Sæti við borðiðÍ WTO undirgengst Rússland eins og önnur ríki stofnunarinnar ýmsar skyldur en einnig felast í aðild ýmis réttindi og ávinningur. Rússland fær sæti við borðið við hlið Íslands og annarra aðildarríkja þar sem alþjóðlegar viðskiptareglur eru mótaðar og ákvarðanir eru teknar. Leikreglur WTO miða að því að skapa festu, öryggi og fyrirsjáanleika í heimsviðskiptum, stuðla að auknu frelsi í milliríkjaverslun og samkeppni með opnun markaða fyrir vörur og þjónustu. Markmiðið er að örva þannig fjárfestingu, atvinnusköpun og viðskipti almennt og stuðla að sjálfbærri þróun. Að þessu er unnið með samningum og reglum sem setja t.d. vissar skorður við álagningu tolla, notkun ríkisstyrkja og tæknilegra viðskiptahindrana auk þess sem stuðlað er að vernd hugverka. Jafnræðisregla og gagnsæi eru grunnreglur sem koma í veg fyrir að ríkjum og fyrirtækjum sé mismunað að geðþótta. Aðildarríki skal veita öllum aðildarríkjum sama markaðsaðgang fyrir vöru og þjónustu (svonefnd bestu-kjara regla), enda þótt ríkjum sé jafnframt heimilt að gera fríverslunarsamninga sín í milli sem veiti betri aðgang. Síðast en ekki síst geta aðildarríkin leitað úrlausnar WTO á viðskiptadeilum og fengið niðurstöðu sem er bindandi fyrir aðila máls. Með því er stuðlað að aðhaldi og festu á viðskiptasviðinu þar sem allar þjóðir sitja við sama borð og alþjóðareglur gilda í stað aflsmunar. Það er afar mikilvægt fyrir ríki eins og Ísland. Bætt viðskiptakjör fyrir íslenskar vörur og þjónustuViðskipti Íslands og Rússlands byggja á gömlum merg og hefur Ísland einkum flutt út sjávarafurðir, en síðari ár einnig iðnaðarvörur og landbúnaðarvörur, þó í mun minna mæli. Heildarútflutningur til Rússlands nam um 11,6 milljörðum króna árið 2010. Þar af var um helmingur makríll og fjórðungur síld og karfi. Hvað varðar þjónustuviðskipti nam útflutningur frá Íslandi til Rússlands árið 2009 alls rúmlega 4,2 milljörðum króna og innflutningur 460,8 milljónum króna. Aðild Rússlands að WTO hefur margvísleg jákvæð áhrif á viðskipti Íslands og Rússlands. Svo dæmi séu tekin þá lækka tollar á ýmsar sjávarafurðir um 70%. Tollur á heilfrystum makríl lækkar úr 10% í 3%, tollur á heilfrystum karfa úr 10% í 6% og tollar á heilfrystri síld, frystum síldarflökum og samflökum úr 10% í 3%. Þetta eru mikilvægustu útflutningsvörur Íslands til Rússlands í dag. Tollar á aðrar sjávarafurðir munu í flestum tilfellum verða á bilinu 3-8%. Rússar fá tvö til fjögur ár til að framkvæma þessar tollalækkanir. Hvað iðnaðarvörur varðar þá lækkar t.d. tollur á tækjabúnaði til matvælaframleiðslu úr 10% í 5-7% og í einhverjum tilvikum í 3%, á tveggja til þriggja ára aðlögunartímabili. Tollur á fiskikerum lækkar úr 20% í 6,5%. Ennfremur mun Rússland skuldbinda sig til þess að lækka tolla á lyfjum, sem nú eru almennt á bilinu 10-15%, niður í 3-6,5%, en fær tveggja til fjögurra ára aðlögunartímabil til að framkvæma þá lækkun. Tollar á öllum öðrum iðnaðarvörum lækka einnig verulega. Landbúnaðarvörur fara ekki varhluta af tollalækkunum en t.d. munu tollar á lambakjöti lækka um 40% (úr 25% í 15% að loknu aðlögunartímabili). Hvað varðar þjónustuviðskipti tekur Rússland á sig skuldbindingar m.a. á sviði viðskiptaþjónustu (t.d. verkfræðiþjónustu), fjarskiptaþjónustu, byggingarþjónustu, umhverfisþjónustu, fjármálaþjónustu, ferðaþjónustu, sjóflutninga o.fl. Með því er aðildarríkjum WTO, þ. á m. Íslandi, tryggður markaðsaðgangur til Rússlands á ýmsum sviðum þjónustuviðskipta á grundvelli reglna WTO sem veitir þjónustuveitendum aukið réttaröryggi á rússneska markaðnum. Einnig má nefna að við aðild gengst Rússland undir samning WTO um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna. Samningnum er ætlað að torvelda að heilbrigðisreglum sé beitt sem duldum viðskiptahindrunum en slíkt er mikilvægt hagsmunamál fyrir útflutningsríki á matvælum eins og Ísland. EFTA-ríkin hafa þegar hafið fríverslunarviðræður við Rússland og þegar þeim lýkur mun rússneski markaðurinn opnast enn frekar fyrir íslenskar útflutningsvörur. ESB-ríkin horfa einnig hýru auga til frekara samstarfs við Rússland. Litið til framtíðarVið aðild Rússlands að WTO lýkur 18 ára samningaferli sem reyndi oft og tíðum á alla aðila. Um leið markar aðildin upphaf að nýjum og spennandi tímum þar sem Rússland og rússneskt efnahagslíf verða fullir þátttakendur í alþjóðlega viðskiptakerfinu. Það verður fróðlegt að sjá í framkvæmd hvaða áhrif þetta skref mun hafa í Rússlandi og á heimsmarkaði. Á erfiðum tímum í efnahagsmálum er afturhvarf til verndarhyggju freisting sem erfitt getur verið að standast. Hvað Rússlandi viðvíkur þá er ljóst að landið hefur veðjað gegn þeirri leið út úr vandanum. Þvert á móti heldur Rússland ótrautt áfram í átt að auknu frjálsræði í viðskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstaða samninga um aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (World Trade Organisation – WTO) var samþykkt á ráðherrafundi föstudaginn 16. desember sl. Þar með lauk erfiðum og flóknum samningum en undirritaður hafði það hlutverk að leiða þessar viðræður síðustu átta árin af alls átján sem viðræðurnar tóku. Innganga Rússa er markvert skref fyrir alþjóðaviðskipti. Rússland er síðasta stóra hagkerfið sem enn stendur fyrir utan WTO en við aðild munu um 97% heimsviðskiptanna heyra undir reglur stofnunarinnar. Aðildarríkin fá mun betri og tryggari aðgang að mörkuðum Rússlands á jafnræðisgrundvelli og rússnesk fyrirtæki fá aðgang til jafns við fyrirtæki annarra aðildarríkja á erlendum mörkuðum í samræmi við reglur WTO. Í þessu felst gagnkvæmur hagur. Sæti við borðiðÍ WTO undirgengst Rússland eins og önnur ríki stofnunarinnar ýmsar skyldur en einnig felast í aðild ýmis réttindi og ávinningur. Rússland fær sæti við borðið við hlið Íslands og annarra aðildarríkja þar sem alþjóðlegar viðskiptareglur eru mótaðar og ákvarðanir eru teknar. Leikreglur WTO miða að því að skapa festu, öryggi og fyrirsjáanleika í heimsviðskiptum, stuðla að auknu frelsi í milliríkjaverslun og samkeppni með opnun markaða fyrir vörur og þjónustu. Markmiðið er að örva þannig fjárfestingu, atvinnusköpun og viðskipti almennt og stuðla að sjálfbærri þróun. Að þessu er unnið með samningum og reglum sem setja t.d. vissar skorður við álagningu tolla, notkun ríkisstyrkja og tæknilegra viðskiptahindrana auk þess sem stuðlað er að vernd hugverka. Jafnræðisregla og gagnsæi eru grunnreglur sem koma í veg fyrir að ríkjum og fyrirtækjum sé mismunað að geðþótta. Aðildarríki skal veita öllum aðildarríkjum sama markaðsaðgang fyrir vöru og þjónustu (svonefnd bestu-kjara regla), enda þótt ríkjum sé jafnframt heimilt að gera fríverslunarsamninga sín í milli sem veiti betri aðgang. Síðast en ekki síst geta aðildarríkin leitað úrlausnar WTO á viðskiptadeilum og fengið niðurstöðu sem er bindandi fyrir aðila máls. Með því er stuðlað að aðhaldi og festu á viðskiptasviðinu þar sem allar þjóðir sitja við sama borð og alþjóðareglur gilda í stað aflsmunar. Það er afar mikilvægt fyrir ríki eins og Ísland. Bætt viðskiptakjör fyrir íslenskar vörur og þjónustuViðskipti Íslands og Rússlands byggja á gömlum merg og hefur Ísland einkum flutt út sjávarafurðir, en síðari ár einnig iðnaðarvörur og landbúnaðarvörur, þó í mun minna mæli. Heildarútflutningur til Rússlands nam um 11,6 milljörðum króna árið 2010. Þar af var um helmingur makríll og fjórðungur síld og karfi. Hvað varðar þjónustuviðskipti nam útflutningur frá Íslandi til Rússlands árið 2009 alls rúmlega 4,2 milljörðum króna og innflutningur 460,8 milljónum króna. Aðild Rússlands að WTO hefur margvísleg jákvæð áhrif á viðskipti Íslands og Rússlands. Svo dæmi séu tekin þá lækka tollar á ýmsar sjávarafurðir um 70%. Tollur á heilfrystum makríl lækkar úr 10% í 3%, tollur á heilfrystum karfa úr 10% í 6% og tollar á heilfrystri síld, frystum síldarflökum og samflökum úr 10% í 3%. Þetta eru mikilvægustu útflutningsvörur Íslands til Rússlands í dag. Tollar á aðrar sjávarafurðir munu í flestum tilfellum verða á bilinu 3-8%. Rússar fá tvö til fjögur ár til að framkvæma þessar tollalækkanir. Hvað iðnaðarvörur varðar þá lækkar t.d. tollur á tækjabúnaði til matvælaframleiðslu úr 10% í 5-7% og í einhverjum tilvikum í 3%, á tveggja til þriggja ára aðlögunartímabili. Tollur á fiskikerum lækkar úr 20% í 6,5%. Ennfremur mun Rússland skuldbinda sig til þess að lækka tolla á lyfjum, sem nú eru almennt á bilinu 10-15%, niður í 3-6,5%, en fær tveggja til fjögurra ára aðlögunartímabil til að framkvæma þá lækkun. Tollar á öllum öðrum iðnaðarvörum lækka einnig verulega. Landbúnaðarvörur fara ekki varhluta af tollalækkunum en t.d. munu tollar á lambakjöti lækka um 40% (úr 25% í 15% að loknu aðlögunartímabili). Hvað varðar þjónustuviðskipti tekur Rússland á sig skuldbindingar m.a. á sviði viðskiptaþjónustu (t.d. verkfræðiþjónustu), fjarskiptaþjónustu, byggingarþjónustu, umhverfisþjónustu, fjármálaþjónustu, ferðaþjónustu, sjóflutninga o.fl. Með því er aðildarríkjum WTO, þ. á m. Íslandi, tryggður markaðsaðgangur til Rússlands á ýmsum sviðum þjónustuviðskipta á grundvelli reglna WTO sem veitir þjónustuveitendum aukið réttaröryggi á rússneska markaðnum. Einnig má nefna að við aðild gengst Rússland undir samning WTO um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna. Samningnum er ætlað að torvelda að heilbrigðisreglum sé beitt sem duldum viðskiptahindrunum en slíkt er mikilvægt hagsmunamál fyrir útflutningsríki á matvælum eins og Ísland. EFTA-ríkin hafa þegar hafið fríverslunarviðræður við Rússland og þegar þeim lýkur mun rússneski markaðurinn opnast enn frekar fyrir íslenskar útflutningsvörur. ESB-ríkin horfa einnig hýru auga til frekara samstarfs við Rússland. Litið til framtíðarVið aðild Rússlands að WTO lýkur 18 ára samningaferli sem reyndi oft og tíðum á alla aðila. Um leið markar aðildin upphaf að nýjum og spennandi tímum þar sem Rússland og rússneskt efnahagslíf verða fullir þátttakendur í alþjóðlega viðskiptakerfinu. Það verður fróðlegt að sjá í framkvæmd hvaða áhrif þetta skref mun hafa í Rússlandi og á heimsmarkaði. Á erfiðum tímum í efnahagsmálum er afturhvarf til verndarhyggju freisting sem erfitt getur verið að standast. Hvað Rússlandi viðvíkur þá er ljóst að landið hefur veðjað gegn þeirri leið út úr vandanum. Þvert á móti heldur Rússland ótrautt áfram í átt að auknu frjálsræði í viðskiptum.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar