LeBron James er ekki lengur óvinsælasti leikmaðurinn í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2011 23:30 LeBron James. Mynd/Nordic Photos/Getty LeBron James varð að langóvinsælasta leikmanninum í NBA-deildinni í fyrra eftir að hann ákvað að yfirgefa Cleveland Cavaliers og semja við Miami Heat. Það var baulað á James við hvert tækifæri og hann þurfti að spila heilt tímabil með bandarísku þjóðina á bakinu. Nú er öldin önnur því LeBron er kominn niður í annað sætið í nýjustu könnuninni um óvinsældir leikmanna í NBA-deildinni en það er Nielsen and E-Poll sem stendur fyrir þessari könnun. Óvinsælasti leikmaður NBA-deildarinnar í dag er Kris Humphries, leikmaður New Jersey Nets, og fyrrum eiginmaður Kim Kardashian. Hjónband þeirra entist aðeins í 72 daga og kappinn er greinilega ekki alltof vinsæll hjá fjölmörgum aðdáendum Kim Kardashian. Kris Humphries er þó ekki eins þekktur og góður leikmaður eins og flestir aðrir á þessum topp tíu lista. Humphries er 26 ára og 206 sm kraftframherji sem var með 10,0 stig og 10,4 fráköst að meðaltali með New Jersey Nets á síðustu leiktíð.Óvinsælustu leikmenn NBA-deildarinnar: 1. Kris Humphries (50 prósent þola hann ekki) 2. LeBron James (48 prósent) 3. Kobe Bryant (45 prósent) 4. Tony Parker (37 prósent) 5. Metta World Peace (36 prósent) 6. Chris Bosh (34 prósent) 7. Carmelo Anthony (27 prósent) 8. Paul Pierce (25 prósent) 9. Dwyane Wade (23 prósent) 10. Lamar Odom (21 prósent) NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
LeBron James varð að langóvinsælasta leikmanninum í NBA-deildinni í fyrra eftir að hann ákvað að yfirgefa Cleveland Cavaliers og semja við Miami Heat. Það var baulað á James við hvert tækifæri og hann þurfti að spila heilt tímabil með bandarísku þjóðina á bakinu. Nú er öldin önnur því LeBron er kominn niður í annað sætið í nýjustu könnuninni um óvinsældir leikmanna í NBA-deildinni en það er Nielsen and E-Poll sem stendur fyrir þessari könnun. Óvinsælasti leikmaður NBA-deildarinnar í dag er Kris Humphries, leikmaður New Jersey Nets, og fyrrum eiginmaður Kim Kardashian. Hjónband þeirra entist aðeins í 72 daga og kappinn er greinilega ekki alltof vinsæll hjá fjölmörgum aðdáendum Kim Kardashian. Kris Humphries er þó ekki eins þekktur og góður leikmaður eins og flestir aðrir á þessum topp tíu lista. Humphries er 26 ára og 206 sm kraftframherji sem var með 10,0 stig og 10,4 fráköst að meðaltali með New Jersey Nets á síðustu leiktíð.Óvinsælustu leikmenn NBA-deildarinnar: 1. Kris Humphries (50 prósent þola hann ekki) 2. LeBron James (48 prósent) 3. Kobe Bryant (45 prósent) 4. Tony Parker (37 prósent) 5. Metta World Peace (36 prósent) 6. Chris Bosh (34 prósent) 7. Carmelo Anthony (27 prósent) 8. Paul Pierce (25 prósent) 9. Dwyane Wade (23 prósent) 10. Lamar Odom (21 prósent)
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira