Vill að ríkið sendi skýr skilaboð og afnemi ábyrgð á innistæðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. mars 2011 18:30 Forseti ASÍ vill að stjórnvöld sendi bönkunum skýr skilaboð vegna ofurlauna og afnemi ríkisábyrgð á innistæðum. Forsætisráðherra segir framferði bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka óþolandi ögrun og beina ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. Laun bankastjóra Arion banka hækkuðu um fjörutíu prósent milli ára, en Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk 4,3 milljónir króna á mánuði í laun í fyrra. Það eru næstum fjórföld laun forsætisráðherra. Þá hækkuðu laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka um þriðjung, en ríkið heldur á eignarhlut í báðum bönkum, 5 prósenta hlut í Íslandsbanka og 13 prósenta hlut í Arion banka. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um þetta á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir hún að engin siðleg réttlæting sé á ofurlaunum sem stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka hafi fengið á liðnu ári. Þá segir hún að framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu.Steingrímur líka undrandi Steingrímur J. Sigfússon furðar sig einnig á þessum tíðindum. „Ég er jafn undrandi og aðrir að menn skuli fara svona bratt í hlutina. Ég hélt nú að menn myndu stíga varlega til jarðar í ljósi reynslunnar því ekki reyndust ofurlaunin á sínum tíma nein trygging fyrir því að bankareksturinn væri góður eða hefði farsælan endi," segir Steingrímur. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vill að stjórnvöld fylgi þessum orðum eftir með aðgerðum. „Þetta er á alla mælikvarða móðgun við fólkið í landinu að gera svona. Eftir það mikla hrun sem hér varð sem hefur leitt til þess að almenningur hefur misst allt sitt eigið fé, þá er þetta eiginlega móðgun við alla í landinu og eitthvað sem á að heyra sögunni til," segir Gylfi.Vill reglur um laun og bónusa Gylfi telur eðlilegt að settar verði reglur um launakjör og bónusa í bönkunum og ábyrgðir felldar niður fari menn á svig við þær. „Það kom í ljós í bankahruninu að þetta er ekkert einkamál bankanna eða eigenda þeirra. Þjóðin er í ábyrgð fyrir þessu og reyndar í dag er ríkið með beina ábyrgð á öllum innistæðum bankanna og mér fyndist það eðlilegt að stjórnvöld myndu svara með svona ákvörðunum með því að fella niður slíka ábyrgð gagnvart bönkunum og þeir þyrftu þá að horfast í augu við sinn veruleika án ríkisábyrgða."thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49 Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009. 5. mars 2011 18:25 Mikilvægt að bankar gæti aðhalds Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki vita hvort fulltrúar hennar í stjórn Arion banka og Íslandsbanka hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir stjórnenda á síðasta ári. 7. mars 2011 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Forseti ASÍ vill að stjórnvöld sendi bönkunum skýr skilaboð vegna ofurlauna og afnemi ríkisábyrgð á innistæðum. Forsætisráðherra segir framferði bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka óþolandi ögrun og beina ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. Laun bankastjóra Arion banka hækkuðu um fjörutíu prósent milli ára, en Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk 4,3 milljónir króna á mánuði í laun í fyrra. Það eru næstum fjórföld laun forsætisráðherra. Þá hækkuðu laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka um þriðjung, en ríkið heldur á eignarhlut í báðum bönkum, 5 prósenta hlut í Íslandsbanka og 13 prósenta hlut í Arion banka. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um þetta á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir hún að engin siðleg réttlæting sé á ofurlaunum sem stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka hafi fengið á liðnu ári. Þá segir hún að framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu.Steingrímur líka undrandi Steingrímur J. Sigfússon furðar sig einnig á þessum tíðindum. „Ég er jafn undrandi og aðrir að menn skuli fara svona bratt í hlutina. Ég hélt nú að menn myndu stíga varlega til jarðar í ljósi reynslunnar því ekki reyndust ofurlaunin á sínum tíma nein trygging fyrir því að bankareksturinn væri góður eða hefði farsælan endi," segir Steingrímur. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vill að stjórnvöld fylgi þessum orðum eftir með aðgerðum. „Þetta er á alla mælikvarða móðgun við fólkið í landinu að gera svona. Eftir það mikla hrun sem hér varð sem hefur leitt til þess að almenningur hefur misst allt sitt eigið fé, þá er þetta eiginlega móðgun við alla í landinu og eitthvað sem á að heyra sögunni til," segir Gylfi.Vill reglur um laun og bónusa Gylfi telur eðlilegt að settar verði reglur um launakjör og bónusa í bönkunum og ábyrgðir felldar niður fari menn á svig við þær. „Það kom í ljós í bankahruninu að þetta er ekkert einkamál bankanna eða eigenda þeirra. Þjóðin er í ábyrgð fyrir þessu og reyndar í dag er ríkið með beina ábyrgð á öllum innistæðum bankanna og mér fyndist það eðlilegt að stjórnvöld myndu svara með svona ákvörðunum með því að fella niður slíka ábyrgð gagnvart bönkunum og þeir þyrftu þá að horfast í augu við sinn veruleika án ríkisábyrgða."thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49 Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009. 5. mars 2011 18:25 Mikilvægt að bankar gæti aðhalds Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki vita hvort fulltrúar hennar í stjórn Arion banka og Íslandsbanka hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir stjórnenda á síðasta ári. 7. mars 2011 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49
Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009. 5. mars 2011 18:25
Mikilvægt að bankar gæti aðhalds Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki vita hvort fulltrúar hennar í stjórn Arion banka og Íslandsbanka hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir stjórnenda á síðasta ári. 7. mars 2011 07:00