Vill að ríkið sendi skýr skilaboð og afnemi ábyrgð á innistæðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. mars 2011 18:30 Forseti ASÍ vill að stjórnvöld sendi bönkunum skýr skilaboð vegna ofurlauna og afnemi ríkisábyrgð á innistæðum. Forsætisráðherra segir framferði bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka óþolandi ögrun og beina ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. Laun bankastjóra Arion banka hækkuðu um fjörutíu prósent milli ára, en Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk 4,3 milljónir króna á mánuði í laun í fyrra. Það eru næstum fjórföld laun forsætisráðherra. Þá hækkuðu laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka um þriðjung, en ríkið heldur á eignarhlut í báðum bönkum, 5 prósenta hlut í Íslandsbanka og 13 prósenta hlut í Arion banka. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um þetta á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir hún að engin siðleg réttlæting sé á ofurlaunum sem stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka hafi fengið á liðnu ári. Þá segir hún að framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu.Steingrímur líka undrandi Steingrímur J. Sigfússon furðar sig einnig á þessum tíðindum. „Ég er jafn undrandi og aðrir að menn skuli fara svona bratt í hlutina. Ég hélt nú að menn myndu stíga varlega til jarðar í ljósi reynslunnar því ekki reyndust ofurlaunin á sínum tíma nein trygging fyrir því að bankareksturinn væri góður eða hefði farsælan endi," segir Steingrímur. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vill að stjórnvöld fylgi þessum orðum eftir með aðgerðum. „Þetta er á alla mælikvarða móðgun við fólkið í landinu að gera svona. Eftir það mikla hrun sem hér varð sem hefur leitt til þess að almenningur hefur misst allt sitt eigið fé, þá er þetta eiginlega móðgun við alla í landinu og eitthvað sem á að heyra sögunni til," segir Gylfi.Vill reglur um laun og bónusa Gylfi telur eðlilegt að settar verði reglur um launakjör og bónusa í bönkunum og ábyrgðir felldar niður fari menn á svig við þær. „Það kom í ljós í bankahruninu að þetta er ekkert einkamál bankanna eða eigenda þeirra. Þjóðin er í ábyrgð fyrir þessu og reyndar í dag er ríkið með beina ábyrgð á öllum innistæðum bankanna og mér fyndist það eðlilegt að stjórnvöld myndu svara með svona ákvörðunum með því að fella niður slíka ábyrgð gagnvart bönkunum og þeir þyrftu þá að horfast í augu við sinn veruleika án ríkisábyrgða."thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49 Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009. 5. mars 2011 18:25 Mikilvægt að bankar gæti aðhalds Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki vita hvort fulltrúar hennar í stjórn Arion banka og Íslandsbanka hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir stjórnenda á síðasta ári. 7. mars 2011 07:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Forseti ASÍ vill að stjórnvöld sendi bönkunum skýr skilaboð vegna ofurlauna og afnemi ríkisábyrgð á innistæðum. Forsætisráðherra segir framferði bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka óþolandi ögrun og beina ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. Laun bankastjóra Arion banka hækkuðu um fjörutíu prósent milli ára, en Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk 4,3 milljónir króna á mánuði í laun í fyrra. Það eru næstum fjórföld laun forsætisráðherra. Þá hækkuðu laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka um þriðjung, en ríkið heldur á eignarhlut í báðum bönkum, 5 prósenta hlut í Íslandsbanka og 13 prósenta hlut í Arion banka. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um þetta á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir hún að engin siðleg réttlæting sé á ofurlaunum sem stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka hafi fengið á liðnu ári. Þá segir hún að framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu.Steingrímur líka undrandi Steingrímur J. Sigfússon furðar sig einnig á þessum tíðindum. „Ég er jafn undrandi og aðrir að menn skuli fara svona bratt í hlutina. Ég hélt nú að menn myndu stíga varlega til jarðar í ljósi reynslunnar því ekki reyndust ofurlaunin á sínum tíma nein trygging fyrir því að bankareksturinn væri góður eða hefði farsælan endi," segir Steingrímur. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vill að stjórnvöld fylgi þessum orðum eftir með aðgerðum. „Þetta er á alla mælikvarða móðgun við fólkið í landinu að gera svona. Eftir það mikla hrun sem hér varð sem hefur leitt til þess að almenningur hefur misst allt sitt eigið fé, þá er þetta eiginlega móðgun við alla í landinu og eitthvað sem á að heyra sögunni til," segir Gylfi.Vill reglur um laun og bónusa Gylfi telur eðlilegt að settar verði reglur um launakjör og bónusa í bönkunum og ábyrgðir felldar niður fari menn á svig við þær. „Það kom í ljós í bankahruninu að þetta er ekkert einkamál bankanna eða eigenda þeirra. Þjóðin er í ábyrgð fyrir þessu og reyndar í dag er ríkið með beina ábyrgð á öllum innistæðum bankanna og mér fyndist það eðlilegt að stjórnvöld myndu svara með svona ákvörðunum með því að fella niður slíka ábyrgð gagnvart bönkunum og þeir þyrftu þá að horfast í augu við sinn veruleika án ríkisábyrgða."thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49 Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009. 5. mars 2011 18:25 Mikilvægt að bankar gæti aðhalds Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki vita hvort fulltrúar hennar í stjórn Arion banka og Íslandsbanka hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir stjórnenda á síðasta ári. 7. mars 2011 07:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49
Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009. 5. mars 2011 18:25
Mikilvægt að bankar gæti aðhalds Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki vita hvort fulltrúar hennar í stjórn Arion banka og Íslandsbanka hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir stjórnenda á síðasta ári. 7. mars 2011 07:00