Af sögufölsunarfélaginu 25. október 2011 06:00 Mottó „...að verma sitt hræ við annarra eld og eigna sér bráð sem af hinum var felld var grikkur að raumanna geði“. (E. Ben. Fróðárhirðin) Mér hefur borist til eyrna, (seint og um síðir, þar sem ég er einn þeirra fjölmörgu, sem sjá ekki Moggann), að þann 17. sept. sl. hafi formaður þingflokks sjálfstæðismanna, Ragnheiður Elín Árnadóttir, birt greinarkorn í Mbl., þar sem hún eignaði frumkvæðið að stuðningi Íslands við sjálfstæði baráttu Eystrasaltsþjóða fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni. Það mátti ekki seinna vera. Er búið að láta Eystrasaltsbúa vita af þessu? Kannast þeir við manninn? Getur þetta hafa farið framhjá þeim? Í alvöru talað: Mikið hlýtur málefnastaða og sjálfsmynd sjálfstæðismanna á þessum síðustu og verstu dögum eftir Hrun að vera orðin bágborin, fyrst þingflokksformaðurinn telur sæmandi að grípa til svona örþrifaráða til að hressa upp á sálartetrið og sjálfsmyndina. Stuðningur Íslands við endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða snerist ekki um eitthvert ímyndað kapphlaup á heimavettvangi um það, hver yrði fyrstur til að viðurkenna sjálfstæði þeirra, til þess að geta montað sig af því hér innan lands. Nóg er nú þjóðremban fyrir á bæ þingflokksformannsins og ekki á hana bætandi. Ótímabærar yfirlýsingar af því tagi hefðu ekki komið Eystrasaltsþjóðum að neinu haldi í háska þeirra. Stuðningur Íslands við sjálfstæðisbaráttu þessara þjóða á árunum 1988–91 snerist um að ljá málstað þeirra rödd okkar á alþjóðavettvangi, þegar þeirra eigin rödd var þögguð niður fyrir atbeina leiðtoga vestrænna lýðræðisríkja á þeim tíma. Þetta gerði utanríkisráðherra Íslands, hvarvetna þar sem hann hafði til þess vettvang: hjá Sameinuðu þjóðunum, í ráðherraráði NATO, í Evrópuráðinu, hjá RÖSE og víðar. Málið snerist um að skýra málstað þessara þjóða fyrir leiðandi stjórnmálamönnum á Vesturlöndum og að afla fylgis við hann, sem hægt væri að virkja, þegar tækifæri skapaðist til að láta til skarar skríða. Það gerðist við hina misheppnuðu valdaránstilraun í Moskvu, 19. ágúst, 1991. Þá munaði um frumkvæði og samstöðu smáþjóða – þegar sjálfskipuð forysturíki brugðust – og dugði til þess að ekki yrði aftur snúið. Það er misskilningur, að samþykktir stjórnarandstöðuflokks handa galleríinu heima fyrir hafi skipt einhverju máli í þessu samhengi. Málið var reifað, flutt og unnið á alþjóðavettvangi. Þar kom Sjálfstæðisflokkurinn einfaldlega hvergi við sögu. Um það er svo sem ekkert meira að segja. Hitt má kannski heita guðsþakkarvert, að flokkurinn var ekki á móti, eins og hann var á móti EES í stjórnarandstöðu, en skipti snarlega um skoðun til að komast í ríkisstjórn. Eftirmáli: Ég hef líka heyrt á skotspónum, að yfirhugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dæmdur ritþjófur við Háskóla Íslands, hafi skrifað heila grein um sama efni og samviskusamlega gætt þess að nefna aldrei mitt nafn. Það sannar bara, að prófessorinn kann miklu betur til verka við sögufalsanir en þingflokksformaðurinn, enda hefur hann miklu lengri starfsreynslu í faginu. En ósköp finnst mér illa komið fyrir minni þjóð, sem trúir karakterum af þessu tagi fyrir því göfuga hlutverki að uppfræða æskuna. (Höf. er heiðursborgari í Vilnius, höfuðborg Litháen) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Mottó „...að verma sitt hræ við annarra eld og eigna sér bráð sem af hinum var felld var grikkur að raumanna geði“. (E. Ben. Fróðárhirðin) Mér hefur borist til eyrna, (seint og um síðir, þar sem ég er einn þeirra fjölmörgu, sem sjá ekki Moggann), að þann 17. sept. sl. hafi formaður þingflokks sjálfstæðismanna, Ragnheiður Elín Árnadóttir, birt greinarkorn í Mbl., þar sem hún eignaði frumkvæðið að stuðningi Íslands við sjálfstæði baráttu Eystrasaltsþjóða fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni. Það mátti ekki seinna vera. Er búið að láta Eystrasaltsbúa vita af þessu? Kannast þeir við manninn? Getur þetta hafa farið framhjá þeim? Í alvöru talað: Mikið hlýtur málefnastaða og sjálfsmynd sjálfstæðismanna á þessum síðustu og verstu dögum eftir Hrun að vera orðin bágborin, fyrst þingflokksformaðurinn telur sæmandi að grípa til svona örþrifaráða til að hressa upp á sálartetrið og sjálfsmyndina. Stuðningur Íslands við endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða snerist ekki um eitthvert ímyndað kapphlaup á heimavettvangi um það, hver yrði fyrstur til að viðurkenna sjálfstæði þeirra, til þess að geta montað sig af því hér innan lands. Nóg er nú þjóðremban fyrir á bæ þingflokksformannsins og ekki á hana bætandi. Ótímabærar yfirlýsingar af því tagi hefðu ekki komið Eystrasaltsþjóðum að neinu haldi í háska þeirra. Stuðningur Íslands við sjálfstæðisbaráttu þessara þjóða á árunum 1988–91 snerist um að ljá málstað þeirra rödd okkar á alþjóðavettvangi, þegar þeirra eigin rödd var þögguð niður fyrir atbeina leiðtoga vestrænna lýðræðisríkja á þeim tíma. Þetta gerði utanríkisráðherra Íslands, hvarvetna þar sem hann hafði til þess vettvang: hjá Sameinuðu þjóðunum, í ráðherraráði NATO, í Evrópuráðinu, hjá RÖSE og víðar. Málið snerist um að skýra málstað þessara þjóða fyrir leiðandi stjórnmálamönnum á Vesturlöndum og að afla fylgis við hann, sem hægt væri að virkja, þegar tækifæri skapaðist til að láta til skarar skríða. Það gerðist við hina misheppnuðu valdaránstilraun í Moskvu, 19. ágúst, 1991. Þá munaði um frumkvæði og samstöðu smáþjóða – þegar sjálfskipuð forysturíki brugðust – og dugði til þess að ekki yrði aftur snúið. Það er misskilningur, að samþykktir stjórnarandstöðuflokks handa galleríinu heima fyrir hafi skipt einhverju máli í þessu samhengi. Málið var reifað, flutt og unnið á alþjóðavettvangi. Þar kom Sjálfstæðisflokkurinn einfaldlega hvergi við sögu. Um það er svo sem ekkert meira að segja. Hitt má kannski heita guðsþakkarvert, að flokkurinn var ekki á móti, eins og hann var á móti EES í stjórnarandstöðu, en skipti snarlega um skoðun til að komast í ríkisstjórn. Eftirmáli: Ég hef líka heyrt á skotspónum, að yfirhugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dæmdur ritþjófur við Háskóla Íslands, hafi skrifað heila grein um sama efni og samviskusamlega gætt þess að nefna aldrei mitt nafn. Það sannar bara, að prófessorinn kann miklu betur til verka við sögufalsanir en þingflokksformaðurinn, enda hefur hann miklu lengri starfsreynslu í faginu. En ósköp finnst mér illa komið fyrir minni þjóð, sem trúir karakterum af þessu tagi fyrir því göfuga hlutverki að uppfræða æskuna. (Höf. er heiðursborgari í Vilnius, höfuðborg Litháen)
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar