Eistneski kúrinn Össur Skarphéðinsson skrifar 3. september 2011 06:00 Eistar telja að aðildin að ESB árið 2004 hafi skipt sköpum um hve vel gengur í landinu. Þrátt fyrir óróann á alþjóðlegum fjármálamörkuðum héldu þeir ótrauðir sínu striki og tóku upp evruna um síðustu áramót. Hagvöxtur í kjölfar aðildar, og síðan evrunnar, er með því besta sem þekkist í Evrópu. „Breytingarnar í Eistlandi á síðustu 20 árum eru nánast kraftaverk“ sagði Carl Bildt, hinn annars orðvari utanríkisráðherra Svíþjóðar, í pallborðsumræðum sem við tókum þátt í fyrir skemmstu í Tallinn. Niðurstaða Eistanna sjálfra var að Evrópusambandið hefði ráðið úrslitum um efnahagslega endurreisn landsins. Eftir upptöku evrunnar nam hagvöxtur 8% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Útflutningur jókst í maí um 53% milli ára (maí til maí) og atvinnuleysi er á niðurleið eftir dýfuna 2008. Erlendar fjárfestingar hafa streymt inn í landið og nema nú 80% af landsframleiðslu. Skuldir Eistlands eru þær lægstu í Evrópu og eru aðeins 6% af VLF. Ungt fólk sem áður sá framtíð sína utan Eistlands festir nú rætur heima fyrir. Skapandi greinar og listir eru á fleygiferð samhliða iðnaði og öðrum hefðbundnum atvinnugreinum. Alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Skype hafa flutt höfuðstöðvar sínar til Tallinn – og þau eru ekki á förum. Eistlandi hefur tekist að byggja upp þróttmikið, fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf. Eistar eru stoltir af sínu þjóðerni og þeir eru stoltir af því að tilheyra Evrópu. Af hverju er ég að segja frá þessu? Jú, Eistland er lítil þjóð eins og við Íslendingar. Þeir, eins og svo margir aðrir, lentu vissulega í efnahagshremmingum árið 2008. En eistneska leiðin – aðild að ESB og upptaka evrunnar ásamt sterkri áherslu þeirra í samvinnu við Evrópusambandið á nýsköpun, fjárfestingar og fjölbreytt atvinnulíf sýnir að það er hægt að ná miklum árangri með réttri stefnu. Þetta er eistneski kúrinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Eistar telja að aðildin að ESB árið 2004 hafi skipt sköpum um hve vel gengur í landinu. Þrátt fyrir óróann á alþjóðlegum fjármálamörkuðum héldu þeir ótrauðir sínu striki og tóku upp evruna um síðustu áramót. Hagvöxtur í kjölfar aðildar, og síðan evrunnar, er með því besta sem þekkist í Evrópu. „Breytingarnar í Eistlandi á síðustu 20 árum eru nánast kraftaverk“ sagði Carl Bildt, hinn annars orðvari utanríkisráðherra Svíþjóðar, í pallborðsumræðum sem við tókum þátt í fyrir skemmstu í Tallinn. Niðurstaða Eistanna sjálfra var að Evrópusambandið hefði ráðið úrslitum um efnahagslega endurreisn landsins. Eftir upptöku evrunnar nam hagvöxtur 8% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Útflutningur jókst í maí um 53% milli ára (maí til maí) og atvinnuleysi er á niðurleið eftir dýfuna 2008. Erlendar fjárfestingar hafa streymt inn í landið og nema nú 80% af landsframleiðslu. Skuldir Eistlands eru þær lægstu í Evrópu og eru aðeins 6% af VLF. Ungt fólk sem áður sá framtíð sína utan Eistlands festir nú rætur heima fyrir. Skapandi greinar og listir eru á fleygiferð samhliða iðnaði og öðrum hefðbundnum atvinnugreinum. Alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Skype hafa flutt höfuðstöðvar sínar til Tallinn – og þau eru ekki á förum. Eistlandi hefur tekist að byggja upp þróttmikið, fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf. Eistar eru stoltir af sínu þjóðerni og þeir eru stoltir af því að tilheyra Evrópu. Af hverju er ég að segja frá þessu? Jú, Eistland er lítil þjóð eins og við Íslendingar. Þeir, eins og svo margir aðrir, lentu vissulega í efnahagshremmingum árið 2008. En eistneska leiðin – aðild að ESB og upptaka evrunnar ásamt sterkri áherslu þeirra í samvinnu við Evrópusambandið á nýsköpun, fjárfestingar og fjölbreytt atvinnulíf sýnir að það er hægt að ná miklum árangri með réttri stefnu. Þetta er eistneski kúrinn.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun