Álver eru engin skyndilausn Þorsteinn Víglundsson skrifar 9. júlí 2011 08:00 Í þriðju grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um langtímaáhrif iðnaðarins hér á landi. Því hefur gjarnan verið haldið fram að með uppbyggingu í orkutengdum iðnaði sé verið að leita skyndilausna sem á endanum skilji lítið eftir sig. Stóriðjan sé einhvers konar höfuðverkjartafla sem við grípum til þegar samdráttar verður vart í hagkerfinu. Réttara sé að beina kröftum í uppbyggingu „einhvers annars“ sem skilji eftir sig varanlega verðmætaaukningu. En stenst þessi fullyrðing? Heildarfjárfesting við byggingu Kárahnjúka og álvers Fjarðaáls var um 266 milljarðar króna á árunum 2004-2008. Innlendur hluti þessarar fjárfestingar er talinn hafa numið 82 milljörðum króna eða innan við þriðjungi heildarfjárfestingarinnar. Þetta samsvarar að jafnaði 16 milljörðum króna á ári. Til þess að setja þetta í samhengi er hér um að ræða lítillega lægri fjárhæð en rann að jafnaði til viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi landsmanna á sama tímabili. Vægi uppbyggingarfasa stóriðjunnar er því ekki nærri eins mikið og af er látið. Þegar öllu er á botninn hvolft er nánast hjákátlegt að kenna þessari framkvæmd um ofhitnun íslensks efnahagslífs á þessu tímabili. Þessar tölur mega sín lítils í samanburði við útlánaaukningu bankakerfisins, hækkun á markaðsvirði íbúðarhúsnæðis landsmanna og svo mætti áfram telja. Innlend rekstrarútgjöld Fjarðaáls margfalt meiri en fjárfestingarkostnaðurEn hvað er það sem uppbygging stóriðju skilur eftir sig? Ef við skoðum rekstur Fjarðaáls á árunum 2008-2010 má sjá að innlend rekstrarútgjöld álversins á þessu tímabili námu 90 milljörðum króna. Á þessum þremur árum varði fyrirtækið því hærri fjárhæð í rafmagnskaup, launagreiðslur og kaup á vörum og þjónustu en varið var í innlenda efnisþætti byggingaframkvæmda álversins og virkjunar á fimm ára byggingartíma. Ætla má að innlendur rekstrarkostnaður Fjarðaáls verði um 1.200 milljarðar króna að núvirði á gildistíma raforkusamnings fyrirtækisins, eða sem samsvarar fimmtánföldum fjárfestingarkostnaði hér innanlands vegna verkefnisins. Svipuð mynd blasir við þegar horft er til virðisauka af áliðnaði í heild sinni, en útgjöld áliðnaðar hér á landi á síðasta ári námu alls 80 milljörðum króna. Raunar má til fróðleiks nefna að athugun á verðmætasköpun í kanadískum áliðnaði leiddi í ljós að eitt 300 þúsund tonna álver skapar ámóta mikinn virðisauka á hverju 10 ára tímabili og stofnun 750 lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefði gert á sama tíma. Meðallíftími álvera í Kanada er í dag 50 ár. Uppbygging áliðnaðar er því fráleitt skyndilausn. Þvert á móti er þetta uppbygging iðnaðar sem skilur eftir sig umtalsverðan virðisauka á ári hverju og mun halda áfram að gera það næstu áratugina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í þriðju grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um langtímaáhrif iðnaðarins hér á landi. Því hefur gjarnan verið haldið fram að með uppbyggingu í orkutengdum iðnaði sé verið að leita skyndilausna sem á endanum skilji lítið eftir sig. Stóriðjan sé einhvers konar höfuðverkjartafla sem við grípum til þegar samdráttar verður vart í hagkerfinu. Réttara sé að beina kröftum í uppbyggingu „einhvers annars“ sem skilji eftir sig varanlega verðmætaaukningu. En stenst þessi fullyrðing? Heildarfjárfesting við byggingu Kárahnjúka og álvers Fjarðaáls var um 266 milljarðar króna á árunum 2004-2008. Innlendur hluti þessarar fjárfestingar er talinn hafa numið 82 milljörðum króna eða innan við þriðjungi heildarfjárfestingarinnar. Þetta samsvarar að jafnaði 16 milljörðum króna á ári. Til þess að setja þetta í samhengi er hér um að ræða lítillega lægri fjárhæð en rann að jafnaði til viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi landsmanna á sama tímabili. Vægi uppbyggingarfasa stóriðjunnar er því ekki nærri eins mikið og af er látið. Þegar öllu er á botninn hvolft er nánast hjákátlegt að kenna þessari framkvæmd um ofhitnun íslensks efnahagslífs á þessu tímabili. Þessar tölur mega sín lítils í samanburði við útlánaaukningu bankakerfisins, hækkun á markaðsvirði íbúðarhúsnæðis landsmanna og svo mætti áfram telja. Innlend rekstrarútgjöld Fjarðaáls margfalt meiri en fjárfestingarkostnaðurEn hvað er það sem uppbygging stóriðju skilur eftir sig? Ef við skoðum rekstur Fjarðaáls á árunum 2008-2010 má sjá að innlend rekstrarútgjöld álversins á þessu tímabili námu 90 milljörðum króna. Á þessum þremur árum varði fyrirtækið því hærri fjárhæð í rafmagnskaup, launagreiðslur og kaup á vörum og þjónustu en varið var í innlenda efnisþætti byggingaframkvæmda álversins og virkjunar á fimm ára byggingartíma. Ætla má að innlendur rekstrarkostnaður Fjarðaáls verði um 1.200 milljarðar króna að núvirði á gildistíma raforkusamnings fyrirtækisins, eða sem samsvarar fimmtánföldum fjárfestingarkostnaði hér innanlands vegna verkefnisins. Svipuð mynd blasir við þegar horft er til virðisauka af áliðnaði í heild sinni, en útgjöld áliðnaðar hér á landi á síðasta ári námu alls 80 milljörðum króna. Raunar má til fróðleiks nefna að athugun á verðmætasköpun í kanadískum áliðnaði leiddi í ljós að eitt 300 þúsund tonna álver skapar ámóta mikinn virðisauka á hverju 10 ára tímabili og stofnun 750 lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefði gert á sama tíma. Meðallíftími álvera í Kanada er í dag 50 ár. Uppbygging áliðnaðar er því fráleitt skyndilausn. Þvert á móti er þetta uppbygging iðnaðar sem skilur eftir sig umtalsverðan virðisauka á ári hverju og mun halda áfram að gera það næstu áratugina.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar