"Alltaf vitað að brúin hefði aldrei þolað meira en venjulegt sumarvatn“ 9. júlí 2011 18:45 Áhugaljósmyndari á Vík í Mýrdal segist ekki muna eftir öðrum eins vatnsflaumi í Múlakvísl, en hann náði ótrúlegum myndum af beljandi fljótinu og skaðanum sem það olli í morgunsárið í dag. Vinur Þóris Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Víkurprjóns og áhugaljósmyndara, vakti hann um sex leytið í morgun með fréttum af miklu hlaupi í Múlakvísl. Þórir dreif sig út með myndavél og fréttirnar stóðu heima, mikið flæmi var undir vatni, íshröngl út um allt og beljandi fljótið hafði hrifið brúnna með í heilu lagi, þó hlaupið hafi þá þegar verið í rénun. „Brúargólfið með handriðum og öllu saman virtist hreinlega hafa flotið af brúarstöplunum í heilu lagi og lá bara við 45° horn niður við annan endann," segir Þórir um aðkomuna. Þessi örlög brúarinnar komu Þóri þó ekki á óvart. „Það hafa nú allir vitað frá upphafi að hún hafi varla þolað meira en venjulegt sumarvatn. Hún var svo óskaplega lág að menn skildu aldrei neitt í því af hverju hún var byggð svona. Hún hefði ekki þolað miklu minna hlaup en varð. Ef hún hefði verið í líkingu við brýrnar á Skeiðarársandi hefði hún staðið þetta ágætlega af sér." Vegurinn við Þakgil var sömuleiðis í sundur, en brúin þar stóð ein og sér úti á aurnum. Þórir man ekki eftir öðrum eins vatnsflaum, en hann hefur búið í Mýrdalnum meiripart ævinnar. „Mér skilst að þetta sé mjög svipað hlaupi sem kom 1955. Þá kom hlaup, annaðhvort vegna lítils eldgoss eða sigkatla að tæma sig. Mér skilst að það hafi verið svipað, nema að því leytinu til að það hlaup fór líka austur í Skálm og tók brúnna þar austan við Álftaver." Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Áhugaljósmyndari á Vík í Mýrdal segist ekki muna eftir öðrum eins vatnsflaumi í Múlakvísl, en hann náði ótrúlegum myndum af beljandi fljótinu og skaðanum sem það olli í morgunsárið í dag. Vinur Þóris Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Víkurprjóns og áhugaljósmyndara, vakti hann um sex leytið í morgun með fréttum af miklu hlaupi í Múlakvísl. Þórir dreif sig út með myndavél og fréttirnar stóðu heima, mikið flæmi var undir vatni, íshröngl út um allt og beljandi fljótið hafði hrifið brúnna með í heilu lagi, þó hlaupið hafi þá þegar verið í rénun. „Brúargólfið með handriðum og öllu saman virtist hreinlega hafa flotið af brúarstöplunum í heilu lagi og lá bara við 45° horn niður við annan endann," segir Þórir um aðkomuna. Þessi örlög brúarinnar komu Þóri þó ekki á óvart. „Það hafa nú allir vitað frá upphafi að hún hafi varla þolað meira en venjulegt sumarvatn. Hún var svo óskaplega lág að menn skildu aldrei neitt í því af hverju hún var byggð svona. Hún hefði ekki þolað miklu minna hlaup en varð. Ef hún hefði verið í líkingu við brýrnar á Skeiðarársandi hefði hún staðið þetta ágætlega af sér." Vegurinn við Þakgil var sömuleiðis í sundur, en brúin þar stóð ein og sér úti á aurnum. Þórir man ekki eftir öðrum eins vatnsflaum, en hann hefur búið í Mýrdalnum meiripart ævinnar. „Mér skilst að þetta sé mjög svipað hlaupi sem kom 1955. Þá kom hlaup, annaðhvort vegna lítils eldgoss eða sigkatla að tæma sig. Mér skilst að það hafi verið svipað, nema að því leytinu til að það hlaup fór líka austur í Skálm og tók brúnna þar austan við Álftaver."
Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira