San Antonio aftur undir - ótrúleg endurkoma Portland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2011 11:00 Leikmenn Memphis Grizzlies fagna í nótt. Mynd/AP Þrír leikir fóru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og því nóg um að vera í úrslitakeppninni en fyrsta umferðin stendur nú sem hæst. San Antonio, liðið sem varð í fyrsta sæti í Vesturdeildinni, er aftur lent undir í rimmu sinni gegn Memphis, 2-1. Memphis vann leik liðanna í nótt, 91-88. Ef þetta heldur áfram á þessari braut verður Memphis aðeins fjórða liðið í sögunni sem slær úr deildarmeistara í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, hvort sem er í austrinu eða vestrinu. Zach Randolph fór mikinn í nótt og skoraði 25 stig, þar af setti hann niður þriggja stiga körfu þegar 41,9 sekúnda var til leiksloka. Sú karfa fór langt með að tryggja Memphis sigurinn. Marc Gasol bætti við sautján stigum, Mike Conley var með fjórtán og OJ Mayo tíu. Hjá San Antonio, sem lengi vel var með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni í vetur, var Manu Ginobili með 23 stig, Tony Parker sextán, Tim Duncan þrettán og George Hill ellefu. San Antonio leiddi aðeins í upphafi leiksins og aldrei eftir að staðan var 12-11, liðinu í hag. Memphis komst mest fimmtán stigum yfir en það var engu að síður mikil spenna á lokamínútum leiksins. Oklahoma City vann Denver, 97-94, og komst þar með í 3-0 í rimmu liðanna. Leikurinn fór fram í Denver þar sem að liðin mætast aftur aðfaranótt þriðjudags. Þá getur Oklahoma City tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook fóru sem fyrr mikinn í liði Oklahoma City en sigurinn var engu að síður tæpur. Það munaði reyndar gríðarlega miklu um Serge Ibaka í nótt en hann skoraði 22 stig og tók sextán fráköst fyrir Oklahoma City. Durant skoraði 26 stig og Westbrook 23. En það var Ibaka sem setti niður mikilvæga körfu þegar tíu sekúndur voru til leiksloka og dugði Oklahoma City til sigurs. Hjá Denver voru þrír leikmenn með fimmtán stig - þeir Kenyon Martin, Nene og JR Smith. Arron Affalo og Chris Anderson skoruðu þrettán hvor. Portland vann Dallas, 84-82, og jafnaði þar með metin í rimmunni í 2-2. Brandon Roy var frábær í liði Portland en hann skoraði körfu þegar 40 sekúndur voru eftir og tryggði í raun sigur sinna manna í leiknum. Portland hefur því unnið tvo leiki í röð og náð að jafna metin í rimmunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Stórglæsileg endurkoma hjá liðinu sem má greinilega ekki afskrifa. Roy skoraði 24 stig í leiknum, þar af átján í fjórða leikhluta. Portland lenti mest 23 stigum undir í leiknum en náði að komast yfir og vinna leikinn. Það er aðeins í þriðja sinn í sögunni síðan að skotklukkan var tekin upp að liði í úrslitakeppninni nær að vinna upp minnst átján stiga forystu andstæðingsins í leik. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Jason Terry þrettán. LaMarcus Aldridge skoraði átján stig fyrir Portland og Gerrard Wallace var með tíu stig og ellefu. Körfuboltaunnendur munu hafa nóg að gera í dag því að það verða tveir leikir í beinni sjónvarpsútsendingu. Klukkan 17.00 verður leikur Philadelphia og Miami í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svo, klukkan 19.30, verður leikur Boston og New York í beinni á NBA TV sem er á rás 48 á Digital Ísland. NBA Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Sjá meira
Þrír leikir fóru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og því nóg um að vera í úrslitakeppninni en fyrsta umferðin stendur nú sem hæst. San Antonio, liðið sem varð í fyrsta sæti í Vesturdeildinni, er aftur lent undir í rimmu sinni gegn Memphis, 2-1. Memphis vann leik liðanna í nótt, 91-88. Ef þetta heldur áfram á þessari braut verður Memphis aðeins fjórða liðið í sögunni sem slær úr deildarmeistara í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, hvort sem er í austrinu eða vestrinu. Zach Randolph fór mikinn í nótt og skoraði 25 stig, þar af setti hann niður þriggja stiga körfu þegar 41,9 sekúnda var til leiksloka. Sú karfa fór langt með að tryggja Memphis sigurinn. Marc Gasol bætti við sautján stigum, Mike Conley var með fjórtán og OJ Mayo tíu. Hjá San Antonio, sem lengi vel var með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni í vetur, var Manu Ginobili með 23 stig, Tony Parker sextán, Tim Duncan þrettán og George Hill ellefu. San Antonio leiddi aðeins í upphafi leiksins og aldrei eftir að staðan var 12-11, liðinu í hag. Memphis komst mest fimmtán stigum yfir en það var engu að síður mikil spenna á lokamínútum leiksins. Oklahoma City vann Denver, 97-94, og komst þar með í 3-0 í rimmu liðanna. Leikurinn fór fram í Denver þar sem að liðin mætast aftur aðfaranótt þriðjudags. Þá getur Oklahoma City tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook fóru sem fyrr mikinn í liði Oklahoma City en sigurinn var engu að síður tæpur. Það munaði reyndar gríðarlega miklu um Serge Ibaka í nótt en hann skoraði 22 stig og tók sextán fráköst fyrir Oklahoma City. Durant skoraði 26 stig og Westbrook 23. En það var Ibaka sem setti niður mikilvæga körfu þegar tíu sekúndur voru til leiksloka og dugði Oklahoma City til sigurs. Hjá Denver voru þrír leikmenn með fimmtán stig - þeir Kenyon Martin, Nene og JR Smith. Arron Affalo og Chris Anderson skoruðu þrettán hvor. Portland vann Dallas, 84-82, og jafnaði þar með metin í rimmunni í 2-2. Brandon Roy var frábær í liði Portland en hann skoraði körfu þegar 40 sekúndur voru eftir og tryggði í raun sigur sinna manna í leiknum. Portland hefur því unnið tvo leiki í röð og náð að jafna metin í rimmunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Stórglæsileg endurkoma hjá liðinu sem má greinilega ekki afskrifa. Roy skoraði 24 stig í leiknum, þar af átján í fjórða leikhluta. Portland lenti mest 23 stigum undir í leiknum en náði að komast yfir og vinna leikinn. Það er aðeins í þriðja sinn í sögunni síðan að skotklukkan var tekin upp að liði í úrslitakeppninni nær að vinna upp minnst átján stiga forystu andstæðingsins í leik. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Jason Terry þrettán. LaMarcus Aldridge skoraði átján stig fyrir Portland og Gerrard Wallace var með tíu stig og ellefu. Körfuboltaunnendur munu hafa nóg að gera í dag því að það verða tveir leikir í beinni sjónvarpsútsendingu. Klukkan 17.00 verður leikur Philadelphia og Miami í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svo, klukkan 19.30, verður leikur Boston og New York í beinni á NBA TV sem er á rás 48 á Digital Ísland.
NBA Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Sjá meira