Veiðum meiri þorsk Grétar Mar Jónsson skrifar 6. maí 2011 06:00 Ríkisstjórn sem á hátíðardögum eða þegar mikið liggur við kennir sig við jafnaðarmennsku og félagshyggju en lætur sig ekki varða að brotin séu mannréttindi á almenningi í landinu ætti að skammast sín. Ríkisstjórnin hefur enn ekki brugðist við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 12. desember 2007. Ríkistjórnin virðist ekki hafa kjark eða getu til að takast á við sérhagsmunaaðila sem virðast komast upp með að stjórna öllu því sem þeir vilja stjórna. Nú um stundir virðast sérhagsmunasamtök LÍÚ fá að ráða því hvort áfram verði leyfð mannréttindabrot hér á landi með vitund og vilja stjórnvalda. Það er kominn tími til að stoppa af LÍÚ-klíkuna innan SA sem hefur hingað til haft alltof mikil völd. Fólkið í landinu kaus ekki forystu SA og LÍÚ til að stjórna landinu, það kaus flokka sem lofuðu að standa vörð um velferðina og uppræta spillingu í íslensku samfélagi. Það kaus flokka sem lofuðu að breyta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Það ríkir neyðarástand í þjóðfélaginu sem núverandi kvótakerfi átti stóran þátt í að skapa. Kerfið er einnig að koma í veg fyrir það að menn sem stunda vinnu í tengslum við sjávarútveg geti lifað mannsæmandi lífi. Kerfið kemur í veg fyrir atvinnuuppbyggingu í greininni sem full þörf er á í því atvinnuleysi sem nú er. Það kemur einnig í veg fyrir auknar þjóðartekjur sem við þurfum svo sannarlega á að halda til að geta haldið uppi ásættanlegri velferðarþjónustu. Forsenda uppbyggingar hér á landi er að gerðar verði breytingar á núverandi kvótakerfi. Ekkert virðist vera að gerast í því og ætti almenningur í landinu að spyrja sig af hverju ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi enn ekki staðið við loforð sitt í stjórnarsáttmála að hefja fyrningu aflaheimilda í september 2009. Hvaða hagsmuni er ríkisstjórnin að verja, eru það sérhagsmunir fárra á kostnað velferðar heildarinnar? Það vekur einnig furðu að frumvarp Jóns Bjarnasonar um aukinn kvóta sem leigja átti út frá ríkinu hafi verið stoppað af ríkisstjórninni í haust. Frumvarpið gerði ráð fyrir að bæta við kvóta sem yrði leigður út frá ríkinu. Maður spyr sig hvort frumvarpið hafi stoppað í ríkisstjórn vegna þess að Steingrímur sem er og hefur verið kvótasinni og Samfylkingar-ráðherrarnir hafi ekki þorað að styggja LÍÚ-klíkuna. Það er full ástæða til að auka við kvótann og nota aukninguna til að brjóta upp kvótakerfið. Ástandið á fiskislóðum hringinn í kringum landið er með ólíkindum og þar er allt fullt af þroski. Hafró hefur mælt meiri þorsk í togararallinu í ár en undanfarin ár þrátt fyrir að litlu leyti sé togað á grunnslóð og ekkert sé togað inn á fjörðum eða út að 10 mílum frá landi, víðast hvar. Það eru margir möguleikar sem þjóðin á til að komast upp úr kreppunni og eitt af því er að auka kvótann. Það kostar ekkert því nú þegar er til skipafloti og fólk með þekkingu og vilja til að nýta auðlindir þjóðarinnar með skynsamlegum hætti, landi og þjóð til góðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn sem á hátíðardögum eða þegar mikið liggur við kennir sig við jafnaðarmennsku og félagshyggju en lætur sig ekki varða að brotin séu mannréttindi á almenningi í landinu ætti að skammast sín. Ríkisstjórnin hefur enn ekki brugðist við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 12. desember 2007. Ríkistjórnin virðist ekki hafa kjark eða getu til að takast á við sérhagsmunaaðila sem virðast komast upp með að stjórna öllu því sem þeir vilja stjórna. Nú um stundir virðast sérhagsmunasamtök LÍÚ fá að ráða því hvort áfram verði leyfð mannréttindabrot hér á landi með vitund og vilja stjórnvalda. Það er kominn tími til að stoppa af LÍÚ-klíkuna innan SA sem hefur hingað til haft alltof mikil völd. Fólkið í landinu kaus ekki forystu SA og LÍÚ til að stjórna landinu, það kaus flokka sem lofuðu að standa vörð um velferðina og uppræta spillingu í íslensku samfélagi. Það kaus flokka sem lofuðu að breyta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Það ríkir neyðarástand í þjóðfélaginu sem núverandi kvótakerfi átti stóran þátt í að skapa. Kerfið er einnig að koma í veg fyrir það að menn sem stunda vinnu í tengslum við sjávarútveg geti lifað mannsæmandi lífi. Kerfið kemur í veg fyrir atvinnuuppbyggingu í greininni sem full þörf er á í því atvinnuleysi sem nú er. Það kemur einnig í veg fyrir auknar þjóðartekjur sem við þurfum svo sannarlega á að halda til að geta haldið uppi ásættanlegri velferðarþjónustu. Forsenda uppbyggingar hér á landi er að gerðar verði breytingar á núverandi kvótakerfi. Ekkert virðist vera að gerast í því og ætti almenningur í landinu að spyrja sig af hverju ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi enn ekki staðið við loforð sitt í stjórnarsáttmála að hefja fyrningu aflaheimilda í september 2009. Hvaða hagsmuni er ríkisstjórnin að verja, eru það sérhagsmunir fárra á kostnað velferðar heildarinnar? Það vekur einnig furðu að frumvarp Jóns Bjarnasonar um aukinn kvóta sem leigja átti út frá ríkinu hafi verið stoppað af ríkisstjórninni í haust. Frumvarpið gerði ráð fyrir að bæta við kvóta sem yrði leigður út frá ríkinu. Maður spyr sig hvort frumvarpið hafi stoppað í ríkisstjórn vegna þess að Steingrímur sem er og hefur verið kvótasinni og Samfylkingar-ráðherrarnir hafi ekki þorað að styggja LÍÚ-klíkuna. Það er full ástæða til að auka við kvótann og nota aukninguna til að brjóta upp kvótakerfið. Ástandið á fiskislóðum hringinn í kringum landið er með ólíkindum og þar er allt fullt af þroski. Hafró hefur mælt meiri þorsk í togararallinu í ár en undanfarin ár þrátt fyrir að litlu leyti sé togað á grunnslóð og ekkert sé togað inn á fjörðum eða út að 10 mílum frá landi, víðast hvar. Það eru margir möguleikar sem þjóðin á til að komast upp úr kreppunni og eitt af því er að auka kvótann. Það kostar ekkert því nú þegar er til skipafloti og fólk með þekkingu og vilja til að nýta auðlindir þjóðarinnar með skynsamlegum hætti, landi og þjóð til góðs.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar