Lífið

Depp vill taka því rólega

Johnny Depp og Penelope Cruz í nýju myndinni.
Johnny Depp og Penelope Cruz í nýju myndinni.
Þrátt fyrir að enn eigi eftir að frumsýnda sjóræningjamyndina Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides er framleiðandinn Disney þegar farinn að skipuleggja fimmtu myndina í seríunni. Johnny Depp, sem leikur sjóræningjann Jack Sparrow, vill samt ekki fara of geyst í málin og vill helst bíða í smá tíma.

„Ég myndi ekki vilja segja: „Förum í tökur í næsta mánuði og komum henni út fyrir jólin 2012.“ Við ættum að bíða aðeins með hana. Þessar myndir eiga að vera sérstakar, rétt eins og þær eru fyrir mér,“ sagði Depp.

Talið er að framleiðandinn Jerry Bruckheimer og leikstjórinn Rob Marshall hafi þegar samþykkt að gera fimmtu myndina, enda hafa myndirnar rakað inn seðlum undan farin ár. Nýja myndin On Stranger Tides verður frumsýnd síðar í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.