Hver á bílinn minn? Eygló Þ. Harðardóttir skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Samkvæmt dómi Hæstaréttar er kaupleiga eins og hver önnur lántaka. Í stað þess að skilgreina lánið sem lán er búinn til lagatæknilegur orðhengill um kaupleigu til að falsa bókhaldið.“ Þetta skrifaði Jónas Kristjánsson nýlega á blogginu sínu. Hvers vegna eru þá ökutækin sem lánað var til enn skráð á fjármögnunarfyrirtækin hjá Ökutækjaskrá? Í kjölfar gengisdóma Hæstaréttar og lagasetningar í kjölfarið hafa tugþúsundir lántakenda fengið endurútreikning á lánum sínum, sem er viðurkenning fjármögnunarfyrirtækja á að samningarnir voru í raun lán en ekki leiga. Þrátt fyrir þetta neita fyrirtækin og Ökutækjaskrá að breyta eigendaskráningu ökutækjanna í samræmi við dómana. Forsendan fyrir ólögmæti gengistryggingarinnar var að samningarnir væru lán. Ástæðan var að gengistrygging leigu er lögleg, en ekki lána samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir: „Þegar þetta allt er virt verður að líta svo á að stefndi hafi í raun veitt áfrýjanda lán til kaupa á bifreið, sem stefndi kaus í orði kveðnu að klæða í búning leigusamnings í stað þess að kaupa af áfrýjanda skuldabréf, sem tryggt væri með veði í bifreiðinni.“ Fjármögnunarfyrirtækin keyptu aldrei viðkomandi ökutæki og voru ekki aðilar að kaupunum. Því geta þau ekki átt viðkomandi ökutæki. Eignarréttur færist frá seljanda til kaupanda, ekki fyrirtækjanna sem lána til kaupanna. Þetta staðfestir skattaleg og bókhaldsleg meðferð viðkomandi ökutækja. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur nr. X-532/2010 var bent á að í bókhaldi fjármögnunarfyrirtækisins var tækið aldrei fært sem eign, heldur hafi aðeins krafan verið færð til eignar samkvæmt samningi. Tekjur vegna samningsins voru færðar sem vaxtatekjur, en ekki leigutekjur. Sama virðist gilda um önnur fjármögnunarfyrirtæki við skoðun á ársreikningum. Samningsákvæði um að eignarréttur haldist hjá einhverjum sem keypti aldrei ökutækið, eignaðist það aldrei, færði það aldrei til bókar né taldi fram til skatts er því merkingarlaust þegar það er lesið í tengslum við lög, önnur ákvæði samningsins, framkvæmd hans og túlkun dómstóla á innihaldi hans. Fjármögnunarfyrirtækin geta ekki bæði sleppt og haldið. Annaðhvort eiga þau ökutækin, eða ekki. Hæstiréttur segir að þau eigi þau ekki og það hlýtur að gilda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Samkvæmt dómi Hæstaréttar er kaupleiga eins og hver önnur lántaka. Í stað þess að skilgreina lánið sem lán er búinn til lagatæknilegur orðhengill um kaupleigu til að falsa bókhaldið.“ Þetta skrifaði Jónas Kristjánsson nýlega á blogginu sínu. Hvers vegna eru þá ökutækin sem lánað var til enn skráð á fjármögnunarfyrirtækin hjá Ökutækjaskrá? Í kjölfar gengisdóma Hæstaréttar og lagasetningar í kjölfarið hafa tugþúsundir lántakenda fengið endurútreikning á lánum sínum, sem er viðurkenning fjármögnunarfyrirtækja á að samningarnir voru í raun lán en ekki leiga. Þrátt fyrir þetta neita fyrirtækin og Ökutækjaskrá að breyta eigendaskráningu ökutækjanna í samræmi við dómana. Forsendan fyrir ólögmæti gengistryggingarinnar var að samningarnir væru lán. Ástæðan var að gengistrygging leigu er lögleg, en ekki lána samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir: „Þegar þetta allt er virt verður að líta svo á að stefndi hafi í raun veitt áfrýjanda lán til kaupa á bifreið, sem stefndi kaus í orði kveðnu að klæða í búning leigusamnings í stað þess að kaupa af áfrýjanda skuldabréf, sem tryggt væri með veði í bifreiðinni.“ Fjármögnunarfyrirtækin keyptu aldrei viðkomandi ökutæki og voru ekki aðilar að kaupunum. Því geta þau ekki átt viðkomandi ökutæki. Eignarréttur færist frá seljanda til kaupanda, ekki fyrirtækjanna sem lána til kaupanna. Þetta staðfestir skattaleg og bókhaldsleg meðferð viðkomandi ökutækja. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur nr. X-532/2010 var bent á að í bókhaldi fjármögnunarfyrirtækisins var tækið aldrei fært sem eign, heldur hafi aðeins krafan verið færð til eignar samkvæmt samningi. Tekjur vegna samningsins voru færðar sem vaxtatekjur, en ekki leigutekjur. Sama virðist gilda um önnur fjármögnunarfyrirtæki við skoðun á ársreikningum. Samningsákvæði um að eignarréttur haldist hjá einhverjum sem keypti aldrei ökutækið, eignaðist það aldrei, færði það aldrei til bókar né taldi fram til skatts er því merkingarlaust þegar það er lesið í tengslum við lög, önnur ákvæði samningsins, framkvæmd hans og túlkun dómstóla á innihaldi hans. Fjármögnunarfyrirtækin geta ekki bæði sleppt og haldið. Annaðhvort eiga þau ökutækin, eða ekki. Hæstiréttur segir að þau eigi þau ekki og það hlýtur að gilda.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar