Erlent

Japanir endurnýja orrustuþotur sínar með F-35

Japönsk stjórnvöld hafa ákveðið að endurnýja orrustuþotuflota sinn með F-35 þotum, einnig kallaðar Joint Strike Figthers.

Japanir hafa pantað 42 F-35 þotur frá Lockheed Martin en verðmæti samningsins er um 8 milljarðar dollara, hátt í 1.000 milljarðar króna. F-35 þoturnar munu koma í staðinn fyrir F-4 þotur sem nú eru uppistaðan í orrustuþotuflota Japana en þær síðarnefndu eru komnar allverulega til ára sinna.

Japanir hafa töluverðar áhyggjur af hernaðarmætti Kínverja en telja að með hinum nýju þotum geti þeir mætti hvaða ógn sem er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×