Erlent

Versti sendill veraldar

Starfsmaður þjónustufyrirtækisins FedEx átti heldur slæman vinnudag í gær. Hann náðist á myndband þegar hann fleygði tölvuskjá yfir girðingu og snéri sér síðan að næstu sendingu.

Myndbandið birtist á Youtube í gær og í lýsingu þess kemur fram að sendillinn hafði verið að afhenda tölvuskjá. Hann var þó fremur illa upp lagður og í stað þess að hringja dyrabjöllunni skutlaði hann pakkanum yfir grindverkið.

Eigandi myndbandsins sagði málið vera svekkjandi enda hefði hann verið heima þegar sendillinn kom.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli frá því að það birtist á YouTube. Rúmlega 30.000 manns hafa horft á það.

Enginn yfirlýsing hefur borist frá FedEx vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×