Erlent

"Þetta gerist þegar barnið mitt slær frá sér"

Facebook-uppfærsla Andre Currys
Facebook-uppfærsla Andre Currys mynd/Daily Mail
Lögreglurannsókn er hafin í Chicago eftir að ungur faðir tjóðraði hendur og fætur dóttur sinnar. Hann birti síðan ljósmyndaf múlbundinni dóttur sinni á Facebook.

Rannsóknin hófst eftir að notendur samskiptasíðunnar Facebook uppgötvuðu myndina. Myndin birtist í júlí á þessu ári og var fljótlega eytt út af síðunni en myndin var þegar komin í dreifingu á internetinu.

Yfirskrift myndarinnar er: „Þetta gerist þegar barnið mitt slær frá sér".

Hinn 21 ára gamli Andre Curry hefur ekkert tjáð sig um málið. Vinkona hans sagði þó að Curry hefði einungis verið að leika við dóttur sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×