Erlent

Starfsmanna olíuborpallsins enn leitað

Starfsmanni borpallsins bjargað úr hafinu í gær.
Starfsmanni borpallsins bjargað úr hafinu í gær. mynd/AFP
Yfirvöld í Rússlandi hafa fengið fleiri flugvélar til að aðstoða við leitina að starfsmönnum olíuborpalls sem féll í sjóinn á sunnudaginn. Borpallurinn var staðsettur í norðurhluta Kyrrahafs. Óvíst er um afdrif mannanna en sjórinn á þessum slóðum er afar kaldur.

Rússneska fréttastofan Itar-Tass greindi frá því í dag að flugvélar og þyrlur leituðu nú mannanna. Einnig hafa sálfræðingar verið kallaðir til til að annast fjölskyldur starfsmannanna.

Alls voru 67 einstaklingar um borð í borpallinum þegar hann féll í hafið. Mikið óveður var á svæðinu þegar slysið átti sér stað. Í gær fundust lík ellefu manna og er því heildartala látinna komin upp í 16.

Borpallurinn var á vegum rússneska orkurisans Gazprom.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×