Erlent

Bon Jovi ekki látinn

Jon Bon Jovi
Jon Bon Jovi
Söngvarinn Jon Bon Jovi neyddist til að færa sönnur á að hann væri í raun á lífi eftir að ljótur orðrómur spratt upp á internetinu. Sögusagnir voru um að rokkgoðið hefði gefið upp öndina á hótelherbergi í Asbury Park í New Jersey.

Orðrómurinn hófst á vefsíðunni Dailynewbloginternational. Þar kom fram að Bon Jovi hefði látist úr hjartaáfalli. Á síðunni kom einnig fram að mikill fjöldi ljósmyndara og blaðamanna væri samankominn við heimili söngvarans.

Stuttu eftir að orðrómurinn komst á kreik birti Bon Jovi síðan mynd á Facebook-síðu sinni í von um blása á sögusagnirnar. Á myndinni er Bon Jovi fyrir framan jólatréið sitt og heldur á blaði þar sem dagsetningin í dag er rituð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×