Erlent

Danska lögreglan flutti mótmælemdur af Ráðhústorginu

Lögreglan í Kaupmannahöfn fjarlægði í morgun um 14 meðlimi Occupy hreyfingarinnar sem hafist hafa við á Ráðhústorginu i borginni undanfarnar vikur.

Það voru borgaryfirvöld sem fóru fram á það við lögregluna að fjarlægja mótmælendurnar. Talsmenn hreyfingarinnar í Kaupmannahöfn höfðu áður reynt án árangurs að fá fund með ráðamönnum borgarinnar.

Lars Munck talsmaður dönsku Occupy hreyfingarinnar segir að þeir hafi átt í viðræðum við borgaryfirvöld um mótmæli sín á Ráðhústorginu og þeim sé mjög brugðið við aðgerðir lögreglunnar í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×