Erlent

Ferðmannaaukning á heimsendaári í Mexíkó

Árið 2008 endursköpuðu prestar fornar helgiathafnir Maya.
Árið 2008 endursköpuðu prestar fornar helgiathafnir Maya. mynd/AFP
Sumir trúa því að Mayar hafi spáð fyrir um heimsenda þann 21. desember á næsta ári. En ólíkt áhugamönnum um dómsdag hafa íbúar í hjarta fornu Maya-byggðarinnar hafið 12 mánaða fögnuð þar sem menningarheims Maya er minnst.

Talið er að um 52 milljónir ferðamanna muni leggja leið sína til suðausturhluta Mexíkó og kynnast sér menningu Maya. Þetta er gríðarleg aukning ferðamanna en vanalega heimsækja um 22 milljónir túrista Mexíkó á ári hverju.

Hápunktur ferðaársins verður á vetrarstólstöðum í desember á næsta ári. Margir fornleifafræðingar trúa því að 21. desember árið 2012 marki nýtt upphaf í tímatali Maya. Samkvæmt trúarhugmyndum Maya þýðir upphaf nýs tímatals endurnýjun á tilvist mannsins. Þannig ber dagsetningin með sér von fremur en ragnarök.

Hátíðir verða haldnar í fornum musterum Maya á árinu. Þar munu prestar endurskapa helgiathafnir Maya - þó án mannfórna - og íbúar svæðisins munu að minnast fornra gilda.

Mikil áhersla verður lögð á stjörnuskoðun en Mayar þróuðu afar nákvæmar aðferðir til að fylgjast með gangi himintunglanna. Nákvæmni tímatals þeirra er rakin til þessarar miklu kunnáttu í stjörnufræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×