Erlent

Uppreisnarmenn biðla til Sameinuðu Þjóðanna

Um 5.000 manns hafa látist í átökunum í Sýrlandi frá því í mars.
Um 5.000 manns hafa látist í átökunum í Sýrlandi frá því í mars. mynd/AFP
Talið er að um 250 manns hafi látist í átökum öryggissveita og uppreisnarmanna í Sýrlandi á síðustu dögum. Stærsti andspyrnuhópur landsins biðlar til Sameinuðu Þjóðanna um að bregðast við ofbeldinu.

Hópurinn hefur hvatt Arababandalagið til að fordæma drápin og aðstoða Sameinuðu Þjóðirnar í að taka þau nauðsynlegu skref sem þarf að taka til að vernda óbreytta borgara Sýrlands.

Í yfirlýsingu frá andspyrnumönnum kemur fram að öryggissveitir Sýrlands reyni nú að taka yfir borgir í landinu til að berja aftur uppreisnina. Hópurinn hvetur Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna til að funda um málið og vonast til þess að hægt verði að skilgreina borgir landsins sem örugg svæði og að hersveitir verði neyddar til að yfirgefa þær.

Að auki krefst hópurinn þess að Rauði Krossinn og fleiri hjálparsamtök styðji við þau svæði sem verst hafa orðið úti í átökunum.

Á mánudaginn samþykktu stjórnvöld í Sýrlandi að funda með Arababandalaginu í von um koma í veg fyrir áframhaldandi átök í landinu.

Samkvæmt mati Sameinuðu Þjóðanna frá því fyrr í þessum mánuði hafa um 5.000 manns látist í átökunum síðan uppreisnin hófst í mars á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×