Erlent

Tekin í röð dýrlinga eftir að 11 ára piltur læknaðist

Málverk af Kateri Tekakwitha.
Málverk af Kateri Tekakwitha. mynd/wikipedia
Hinn 11 ára Jake Finkbonner þjáðist af undarlegri holdétandi bakteríusýkingu og var nær dauða en lífi í nokkra mánuði. Eftir að Jake læknaðist á undraverðan máta hefur Vatíkanið nú ákveðið að kona frá 17. öld verði fyrsti ameríski dýrlingurinn af indjánaættum.

Benedikt 16. úrskurðaði á mánudaginn að skjótur bati Jake hafi í raun verið kraftaverk og að Kateri Tekakwitha verði tekin í dýrlingatölu í febrúar á næsta ári. Í tilkynningu frá Vatíkaninu kemur fram að bænir Finkbonner fjölskyldunnar hafi bjargað piltinum og orðið til þess að Jake lifði veikindi sín af.

Í körfuboltaleik árið 2006 skarst Jake illa á vörinni. Slík meiðsli eru algeng og auðvelt er að meðhöndla þau. En tveimur dögum eftir slysið var Jake fluttur á spítala. Í ljós kom að slæm bakteríusýking hafði komið upp á andliti hans og brjóstkassa. Sýkingin skildi eftir sig stór og mikil ör á andliti Jake.

Læknir sem annaðist Jake sagði að helmingslíkur hefðu verið á að Jake myndi halda lífi. Jake hefur þurft að gangast undir 29 aðgerðir síðan sýkingin hófst.

Prestur Finkbonner fjölskyldunnar sagði þeim að biðja til Kateri Tekakwitha en á sínum hafði hún gengið í gegnum svipaða þolraun og Jake. Á unga aldri hafði Tekakwitha smitast af stórubólu og var andlit hennar þakið örum alla tíð eftir það. Tekakwitha tók upp kristna trú þegar hún átján ára gömul. Hún lést árið 1680, þá 24 ára gömul. Eftir að hún lést hurfu örin af andliti hennar og var talið að um kraftaverk væri að ræða.

Jake heilast vel í dag og hann segir að sig dreymi um að verða læknir í framtíðinni.

Hægt er að fræðast nánar um Finkbonner fjölskylduna og Jake litla á bloggsíðu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×