Erlent

Eignaðist barn með tvö höfuð og er í skýjunum

Bræðingarnir Jesus og Emanoel.
Bræðingarnir Jesus og Emanoel. mynd/Diário do pará
Brasilísk kona sem eignaðist barn með tvö höfuð er hæst ánægð með nýja fjölskyldumeðliminn. Í anda jólanna skýrði hún piltinn - eða piltana - Jesus og Emanoel.

Hina 25 ára Mariu de Nazare hafði grunað að hún myndi eignast tvíbura. Það var þó ekki fyrr en nokkrum mínútum áður en hún eignaðist barnið að læknar sögðu henni að barnið hefði tvö höfuð.

Nazare hafði aldrei fari í ómskoðun á meðan meðgöngunni stóð. Hún býr við þröngan kost og hafði ekki efni slíkum munaði.

Málið þykir afar sérstakt þó svo að þetta sé ekki eina tilfellið á skrá. Það sem þykir merkilegt við Jesus og Emanoel er að þeir hafa sitt hvorn heila og mænu en deila hjarta, lungum og mjöðm.

Barninu heilast mjög vel en það var flutt á spítala í borginni Anajas stuttu eftir fæðingu. Læknir Nazare sagði að móðirin hefði tekið barninu með opnum örmum.

Nazare gaf Jesus og Emanoel báðum brjóst. Hana langaði að taka piltana með sér heim hið fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×