Umfjöllun og viðtöl: Valur - Akureyri 23-30 Stefán Árni Pálsson skrifar 16. desember 2011 17:21 Akureyri vann öruggan sigur á Val í Vodafone-höllinni í síðasta leik liðanna fyrir landsleikjafríið langa. Akureyri var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigurinn aldrei í hættu. Bjarni Fritzson var atkvæðamestur í liði Akureyrar með tíu mörk en Sturla Ásgeirsson gerði níu fyrir Val. Leikurinn hófst heldur rólega og áttu liðin erfitt með að finna taktinn. Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og þurfti leikmenn heldur betur að hafa fyrir hverju einasta marki. Fyrri hálfleikurinn var virkilega jafn og munaði aldrei miklu á liðinum. Sturla Ásgeirsson, leikmaður Vals, var frábær í hálfleiknum en hann gerði sjö mörk á fyrstu 30 mínútum leiksins. Staðan var 11-11 í hálfleik. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn miklu betur en heimamenn og voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Fljótlega voru þeir komnir með fjögra marka forystu 16-12. Gestirnir juku aðeins við forskotið og komust síðar sjö mörkum yfir 23-16. Þá komu Valsmenn örlítið til baka og skoruðu fjögur mörk í röð. Lengra komust heimamenn samt sem áður ekki og Akureyri vann öruggan sjö marka sigur 30-23.Atli: Það verður gott fyrir ákveðna leikmenn að fá smá hvíld„Þetta var frábær sigur hjá okkur og við erum að bæta okkur jafnt og þétt með hverjum leik,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir sigurinn í dag. „Við vorum hundóánægðir með okkar spilamennsku í hálfleik þrátt fyrir að staðan hafi verið jöfn þá. Við byrjuðum síðan seinni hálfleikinn frábærlega vel og klárum leikinn í raun og veru þá.“ „Sóknarlega var liðið eilítið hikandi í fyrri hálfleiknum og við vorum að spila bara allt of hægt en það small allt í seinni hálfleiknum“. „Ég er virkilega fegin að komast í smá pásu núna og fá tækifæri til að hvíla leikmenn og koma hópnum í almennilegt stand. Við erum með frábært lið og þegar allir eru heilir þá ráða fáir við okkur“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla hér að ofan.Sturla: Áttum í raun ekki séns í seinni hálfleik„Þetta var mjög súrt tap,“ sagði Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, eftir tapið í dag. „Leiðinlegt að fara inn í fríið með tap á bakinu og einnig erum við komnir þremur stigum á eftir Akureyri eftir þennan leik sem er mjög svo slæmt“. „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn og vorum alls ekki síðri aðilinn þá. Síðan hrinur bara allt í síðari hálfleiknum hvort sem það er vörn, sókn eða markvarsla“. „Ég veit ekki hvað gerðist hvort menn voru eitthvað þreyttir en við áttum í raun ekki séns í seinni hálfleik“. „Það verður nóg að gera hjá okkur í þessu svokallaða fríi og við þurfum í raun að bæta okkur á öllum sviðum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sturlu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Akureyri vann öruggan sigur á Val í Vodafone-höllinni í síðasta leik liðanna fyrir landsleikjafríið langa. Akureyri var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigurinn aldrei í hættu. Bjarni Fritzson var atkvæðamestur í liði Akureyrar með tíu mörk en Sturla Ásgeirsson gerði níu fyrir Val. Leikurinn hófst heldur rólega og áttu liðin erfitt með að finna taktinn. Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og þurfti leikmenn heldur betur að hafa fyrir hverju einasta marki. Fyrri hálfleikurinn var virkilega jafn og munaði aldrei miklu á liðinum. Sturla Ásgeirsson, leikmaður Vals, var frábær í hálfleiknum en hann gerði sjö mörk á fyrstu 30 mínútum leiksins. Staðan var 11-11 í hálfleik. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn miklu betur en heimamenn og voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Fljótlega voru þeir komnir með fjögra marka forystu 16-12. Gestirnir juku aðeins við forskotið og komust síðar sjö mörkum yfir 23-16. Þá komu Valsmenn örlítið til baka og skoruðu fjögur mörk í röð. Lengra komust heimamenn samt sem áður ekki og Akureyri vann öruggan sjö marka sigur 30-23.Atli: Það verður gott fyrir ákveðna leikmenn að fá smá hvíld„Þetta var frábær sigur hjá okkur og við erum að bæta okkur jafnt og þétt með hverjum leik,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir sigurinn í dag. „Við vorum hundóánægðir með okkar spilamennsku í hálfleik þrátt fyrir að staðan hafi verið jöfn þá. Við byrjuðum síðan seinni hálfleikinn frábærlega vel og klárum leikinn í raun og veru þá.“ „Sóknarlega var liðið eilítið hikandi í fyrri hálfleiknum og við vorum að spila bara allt of hægt en það small allt í seinni hálfleiknum“. „Ég er virkilega fegin að komast í smá pásu núna og fá tækifæri til að hvíla leikmenn og koma hópnum í almennilegt stand. Við erum með frábært lið og þegar allir eru heilir þá ráða fáir við okkur“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla hér að ofan.Sturla: Áttum í raun ekki séns í seinni hálfleik„Þetta var mjög súrt tap,“ sagði Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, eftir tapið í dag. „Leiðinlegt að fara inn í fríið með tap á bakinu og einnig erum við komnir þremur stigum á eftir Akureyri eftir þennan leik sem er mjög svo slæmt“. „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn og vorum alls ekki síðri aðilinn þá. Síðan hrinur bara allt í síðari hálfleiknum hvort sem það er vörn, sókn eða markvarsla“. „Ég veit ekki hvað gerðist hvort menn voru eitthvað þreyttir en við áttum í raun ekki séns í seinni hálfleik“. „Það verður nóg að gera hjá okkur í þessu svokallaða fríi og við þurfum í raun að bæta okkur á öllum sviðum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sturlu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira