Erlent

Hrottalegt morð: Kveikti í konu inn í lyftu

Á myndunum má sjá hvernig maðurinn bar sig að við árásina.
Á myndunum má sjá hvernig maðurinn bar sig að við árásina.
Tæplega fimmtugur karlmaður gaf sig fram við lögregluna í New York í gær, en hann er grunaður um að hafa myrt rúmlega sextuga konu með því að kveikja í henni síðdegis í gær.

Konan var að koma heim til sín í fjölbýlishús í Brooklyn þegar hún tók lyftuna upp á fimmtu hæð. Konan var með tvo poka fulla af matvörum.

Þegar lyftan opnaðist stóð þar maður klæddur í hlífðarföt. Hann var með einhverskonar tank fullan af bensíni á bakinu og úðatæki í höndum. Maðurinn byrjaði að úða bensíninu miskunnarlaust yfir konuna um leið og lyftudyrnar opnuðust. Konan hörfaði þá aftur inn í lyftuna og reyndi bera hönd fyrir höfuð sér. Maðurinn elti hana inn og hélt áfram að sprauta á hana.

Þegar maðurinn var búinn að bleyta konuna fór hann út úr lyftunni, dró upp vínflösku sem í var klútur, sem hann kveikti svo í. Því næst kastaði hann flöskunni inn í lyftuna þannig úr varð eldur.

Árásin náðist á þrjár eftirlitsmyndavélar. Meðal annars var ein þeirra inni í lyftunni.

Lögreglan í New York sendi strax mynd af manninum til fjölmiðla í von um að einhver þekkti hann. Maðurinn gaf sig fram skömmu síðar. Ekki er vitað hversvegna hann réðst á konuna, en lögreglan hefur staðfest að þau hafi þekkst fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×