Erlent

Reyndu að smygla smjöri til Noregs

Mennirnir vonuðust til að græða vel á smjörævintýrinu.
Mennirnir vonuðust til að græða vel á smjörævintýrinu.
Tveir karlmenn voru handteknir í Noregi síðastliðinn laugardag fyrir að reyna að smygla inn smjöri frá Svíþjóð.

Samkvæmt fréttablaðinu Adresseavisen reyndu mennirnir að smygla rúmlega 200 kílógrömmum af smjöri til landsins. Smjörinu var skipt niður í 500 gramma pakka.

Samkvæmt lögreglunni í Þrándheimi ætluðu mennirnir að selja smjörpakkana á tæpar fimm þúsund íslenskar krónur stykkið.

Amund Sand, lögmaður mannanna, segir að þeir hafi báðar játað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×