Erlent

Kötturinn Stewie svæfir litla barnið

Myndband sem sýnir köttinn Stewie svæfa kornabarn hefur vakið mikla athygli á internetinu. Stewie virðist vera jafn undrandi á afreki sínu og áhorfendur.

Stewie er afar þolinmóður köttur. Það tók hann tæpar tvær mínútur að svæfa Connar. Í fyrstu grætur Connar litli og engist um í stólnum sínum. Stewie fylgist með og strýkur honum síðan um höfuðið.

Connar er ekki alveg viss um hvað honum finnst um þetta allt saman og reynir að ýta loppunni frá sér. Brátt tekur Connar þó að róast og innan skamms er hann sofnaður.

Stewie horfir síðan undrandi í myndavélina.

Það var faðir Connar sem tók upp myndbandið. Hann setti það á vefsíðuna YouTube í September. Á síðustu dögum hefur myndbandið síðan fengið gríðarlega athygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×