Erlent

Tættu í sundur íbúðarhverfi

Adam Savage og Jamie Hyneman.
Adam Savage og Jamie Hyneman. mynd/AFP
Fallbyssukúla þaut í gegnum sendiferðabíl og íbúðarhús í borginni Dublin í Kalíforníu. Slysið átti sér stað við tökur á sjónvarpsþættinum vinsæla Mythbusters.

Félagarnir Adam Savage og Jamie Hyneman vildu komast að því hvort að fallbyssukúla gæti skotist í gegnum vatnstunnur þegar atvikið átti sér stað. Kúla flaug framhjá vatnstunnunum og skoppaði af jörðinni svo að hún breytti um stefnu. Hún þaut í áttina að íbúðarhverfi sem er við hlið skotæfingasvæðisins.

Kúlan flaug í gegnum svefnherbergi í nálægu íbúðarhúsi. Heimilisfólkið var sofandi og engan sakaði. Ferðalag kúlunnar endaði síðan eftir að hún reif í sundur sendiferðabíl.

Sjónvarpsþátturinn Mythbusters fjallar um tilraunir brellusérfræðinganna Adam Savage og Jamie Hyneman. Þeir nota þekkingu sína til að afsanna eða sannreyna sögusagnir úr kvikmyndum, sjónvarpi og af internetinu.

Hægt er að sjá umfjöllun fréttastöðvarinnar ABC um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×