Barrichello vill ekki hætta í Formúlu 1 22. nóvember 2011 17:15 Rubens Barrichello vill ekki hætta í Formúlu 1, en hann sést hér á mótssvæðinu í Abú Dabí. AP MYND: Luca Bruno Rubens Barrichello verður á heimavelli í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu um næstu helgi með Williams liðinu, en liðið hefur ekki framlengt samning hans til næsta árs enn sem komið er svo vitað sé. Hefur liðið m.a. rætt við Kimi Raikkönen um möguleikann á því að aka með liðinu á næsta ári. Í frétt á autosport.com segir að ólíklegt sé að Barrichello verði hjá Williams á næsta ári og möguleiki sé á að keppnin um helgina verði hans síðasta ef hann tryggir sér ekki sæti hjá öðru liði. Barrichello vill ekki hætta eftir að hafa keppt í nítján ár í Formúlu 1. „Ég er bjartsýnn. Ég ætla ekki að kveðja fólk. Ég er ekki að þessu fyrir peninganna, ég er að þessu af því ég er samkeppnisfær og á skilið að vera í íþróttinni, " sagði Barrichello m.a. í frétt autosport.com, en hann er fjörtíu ára gamall og segist vera vinna að því hörðum höndum að láta það rætast að hann keppi á næsta ári. Barrichello ræsti af stað í síðasta sæti í síðustu keppni eftir að bíll hans bilaði fyrir tímatökuna, en hann náði að vinna sig upp í tólfta sæti. Um þátttöku sína í lokamóti ársins á Jose Carlos Pace brautinni sagði Barrichello í fréttatilkynningu frá Williams: „Þetta er besta mótið á árinu fyrir mig, en það líður hratt og ég reyni að njóta hverrar sekúndu. Ég hef yndi af brautinni, sérstaklega Laranjinha beygjunni. Það hefur alltaf verið gott að taka framúr á brautinni og ég býst við því sama í ár," sagði Barrichello. „Til að vera fljótur í hring þarf góðar bremsur, gott grip og gott vélarafl. Ég hlakka til að ljúka tímabilinu á jákvæðan hátt," Formúla Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Rubens Barrichello verður á heimavelli í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu um næstu helgi með Williams liðinu, en liðið hefur ekki framlengt samning hans til næsta árs enn sem komið er svo vitað sé. Hefur liðið m.a. rætt við Kimi Raikkönen um möguleikann á því að aka með liðinu á næsta ári. Í frétt á autosport.com segir að ólíklegt sé að Barrichello verði hjá Williams á næsta ári og möguleiki sé á að keppnin um helgina verði hans síðasta ef hann tryggir sér ekki sæti hjá öðru liði. Barrichello vill ekki hætta eftir að hafa keppt í nítján ár í Formúlu 1. „Ég er bjartsýnn. Ég ætla ekki að kveðja fólk. Ég er ekki að þessu fyrir peninganna, ég er að þessu af því ég er samkeppnisfær og á skilið að vera í íþróttinni, " sagði Barrichello m.a. í frétt autosport.com, en hann er fjörtíu ára gamall og segist vera vinna að því hörðum höndum að láta það rætast að hann keppi á næsta ári. Barrichello ræsti af stað í síðasta sæti í síðustu keppni eftir að bíll hans bilaði fyrir tímatökuna, en hann náði að vinna sig upp í tólfta sæti. Um þátttöku sína í lokamóti ársins á Jose Carlos Pace brautinni sagði Barrichello í fréttatilkynningu frá Williams: „Þetta er besta mótið á árinu fyrir mig, en það líður hratt og ég reyni að njóta hverrar sekúndu. Ég hef yndi af brautinni, sérstaklega Laranjinha beygjunni. Það hefur alltaf verið gott að taka framúr á brautinni og ég býst við því sama í ár," sagði Barrichello. „Til að vera fljótur í hring þarf góðar bremsur, gott grip og gott vélarafl. Ég hlakka til að ljúka tímabilinu á jákvæðan hátt,"
Formúla Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira