Woods hefur tekið forystu í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2011 09:00 Tiger Woods horfir á eftir boltanum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods er greinilega að finna aftur sitt langþráða gamla form en hann er nú í forystu á opna ástralska meistaramótinu í golfi eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Woods lék í gær á 67 höggum, fimm höggum undir pari vallarins. Samtals er hann á níu höggum undir pari og hefur eins höggs forystu á næsta mann. Woods hefur aldrei spilað betur tvo daga í röð á þessu ári. Þetta er einnig í fyrsta sinn á þessu ári sem hann er í forystu á móti á milli keppnisdaga og í fyrsta sinn í tvö ár á jafn sterku móti. „Ég spilaði virkilega vel,“ sagði Woods. „Þó svo að ég hafi spilað á fimm höggum undir pari fannst mér að ég hefði jafnvel getað skilað mér í hús á 8-9 höggum undir pari.“ Í öðru sæti er heimamaðurinn Peter O'Malley sem lék á 66 höggum í gær. Jason Day, sem var í sama holli og Woods, er í þriðja sæti tveimur höggum á eftir Tiger. Þrátt fyrir að Woods spilaði vel í gær missti hann engu að síður af fuglum á 11. og 17. holu, sem báðar eru par fimm, auk þess sem hann missti rúmlega þriggja metra pútt fyrir erni á 14. holu. Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods er greinilega að finna aftur sitt langþráða gamla form en hann er nú í forystu á opna ástralska meistaramótinu í golfi eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Woods lék í gær á 67 höggum, fimm höggum undir pari vallarins. Samtals er hann á níu höggum undir pari og hefur eins höggs forystu á næsta mann. Woods hefur aldrei spilað betur tvo daga í röð á þessu ári. Þetta er einnig í fyrsta sinn á þessu ári sem hann er í forystu á móti á milli keppnisdaga og í fyrsta sinn í tvö ár á jafn sterku móti. „Ég spilaði virkilega vel,“ sagði Woods. „Þó svo að ég hafi spilað á fimm höggum undir pari fannst mér að ég hefði jafnvel getað skilað mér í hús á 8-9 höggum undir pari.“ Í öðru sæti er heimamaðurinn Peter O'Malley sem lék á 66 höggum í gær. Jason Day, sem var í sama holli og Woods, er í þriðja sæti tveimur höggum á eftir Tiger. Þrátt fyrir að Woods spilaði vel í gær missti hann engu að síður af fuglum á 11. og 17. holu, sem báðar eru par fimm, auk þess sem hann missti rúmlega þriggja metra pútt fyrir erni á 14. holu.
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira