Vettel féll úr leik í fyrsta skipti á árinu eftir að dekk sprakk 13. nóvember 2011 20:50 Sebastian Vettel féll úr leik eftir að afturdekk á bíl hans sprakk og bíll hans skemmdist í framhaldi af því. AP MYND: Kamran Jebrelli Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel féll úr leik í fyrsta hring í kappakstrinum í Abú Dabí í dag, eftir að afturdekk sprakk skömmu eftir að keppendur voru ræstir af stað. Bíllinn snerist útaf brautinni, en það er óljóst er hvað olli því að dekkið sprakk, því Vettel lenti ekki í stamstuði við neinn annan keppanda í upphafi mótsins. Hann hafði verið fremstur á ráslínu og var í forystu í kappakstrinum þegar dekkið sprakk. „Á leið út úr fyrstu beygjunni virtist allt vera í lagi, en þegar ég var að fara í aðra beygjuna þá fann ég að eitthvað var skrítið hægra megin að aftan", sagði Vettel um atvikið. Hann þurfti að bregðast við til að hafa stjórn á bílnum, þar sem hægra afturdekkið var vindlaust, en hann fékk svo ekki við neitt ráðið og fór útaf brautinni og út á grasflöt. Vettel náði síðan að halda áfram og keyra inn á þjónustusvæðið. „Þegar ég kom á þjónustusvæðið þá var ljóst að afturfjöðrunin hafði skemmst og ég gat ekki haldið áfram. Við hefðum ekki getað gert neitt betur þessa helgina, en verðum að skoða hvað varð til þess að dekkið sprakk. Ég náði góðri ræsingu og var ánægður með bílinn fram að þessu atviki. Að tapa mótinu þarna, svona snemma, það er sannarlega sárt, " sagði Vettel. Hann notaði tækifærið og fylgidst með aðgerðum Red Bull á manna á þjónustusvæðinu, þar sem Christian Horner, yfirmaður Red Bull og þeir sem stýra gangi mála hjá liðinu sitja á meðan keppni stendur. Formúla Íþróttir Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel féll úr leik í fyrsta hring í kappakstrinum í Abú Dabí í dag, eftir að afturdekk sprakk skömmu eftir að keppendur voru ræstir af stað. Bíllinn snerist útaf brautinni, en það er óljóst er hvað olli því að dekkið sprakk, því Vettel lenti ekki í stamstuði við neinn annan keppanda í upphafi mótsins. Hann hafði verið fremstur á ráslínu og var í forystu í kappakstrinum þegar dekkið sprakk. „Á leið út úr fyrstu beygjunni virtist allt vera í lagi, en þegar ég var að fara í aðra beygjuna þá fann ég að eitthvað var skrítið hægra megin að aftan", sagði Vettel um atvikið. Hann þurfti að bregðast við til að hafa stjórn á bílnum, þar sem hægra afturdekkið var vindlaust, en hann fékk svo ekki við neitt ráðið og fór útaf brautinni og út á grasflöt. Vettel náði síðan að halda áfram og keyra inn á þjónustusvæðið. „Þegar ég kom á þjónustusvæðið þá var ljóst að afturfjöðrunin hafði skemmst og ég gat ekki haldið áfram. Við hefðum ekki getað gert neitt betur þessa helgina, en verðum að skoða hvað varð til þess að dekkið sprakk. Ég náði góðri ræsingu og var ánægður með bílinn fram að þessu atviki. Að tapa mótinu þarna, svona snemma, það er sannarlega sárt, " sagði Vettel. Hann notaði tækifærið og fylgidst með aðgerðum Red Bull á manna á þjónustusvæðinu, þar sem Christian Horner, yfirmaður Red Bull og þeir sem stýra gangi mála hjá liðinu sitja á meðan keppni stendur.
Formúla Íþróttir Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira