Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-Grótta 25-27 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 14. nóvember 2011 17:05 Engin miskunn. Lárus Helgi, markvörður Gróttu, fær hér að líta rauða spjaldið hjá Gísla Hlyni dómara. mynd/anton Grótta vann upp átta marka forystu Aftureldingar í Mosfellbænum í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Eimskipsbikars karla með tveggja marka sigri 25-27 eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik 17-13. Grótta var með frumkvæðið níu fyrstu mínútur leiksins og voru yfir 5-6 en þá skoraði Afturelding sjö mörk í röð og virtust hreinlega ætla að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Afturelding náði mest átta marka forystu 16-8 þegar fimm mínútur voru til hálfleiks en Grótta skoraði fimm af sex síðustu mörkum fyrri háfleiks og því munaði aðeins fjórum mörkum á liðunum í hálfleik, 17-13. Seinni hálfleikur var í járnum. Grótta minnkaði muninn í eitt mark 18-17 en Afturelding náði aftur fjögurra marka forystu, 22-18, þegar 19 mínútur voru eftir af leiknum. Þá lokaði Grótta vörninni og Magnús Sigmundsson hrökk í gang. Afturelding skoraði ekki í 11 mínútur og Grótta komst yfir 23-22. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Grótta var alltaf á undan að skora og hélt frumkvæðinu þar til yfir lauk en Afturelding fór illa með fjögur marktækifæri í tveimur síðustu sóknum sínum. Magnús varði tvisvar og tvisvar skutu þeir í stöng. Grótta skoraði loks síðasta mark leiksins úr hraðaupphlaupi rétt áður en leiknum lauk. Guðfinnur: Þegar menn berjast er útkoman svonaGuðfinnur á hliðarlínunni í kvöld.mynd/anton„Við vöknuðum til lífsins. Menn fóru kannski að hugsa um Akureyrarleikinn þar sem við skitum í buxurnar með að lenda svona undir, hættum að berjast og koðnuðum niður. Núna fóru menn allt í einu í gang, hugsuðu um að berjast og gera þetta af fullum krafti. Þá er útkoman svona," sagði glaðbeittur Guðfinnur Kristmannsson þjálfari Gróttu eftir leikinn í kvöld. Lárus Helgi Ólafsson markvörður Gróttu sem hafði varið mjög vel fékk beint rautt spjald þegar átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fyrir að fara út úr vítateig sínum og snerta Mark Hawkins hornamann Aftureldingar í hraðaupphlaup. Umdeildur dómur þar sem varla virtist eiga sér stað snerting og ekki síst í ljós þess að Hafþór Einarsson slapp fyrir horn í fyrri hálfleik þegar hann náði til boltans áður en hann lenti á andstæðing. „Við notuðum rauða spjaldið rétt, fengum kraft í allt liðið. Menn voru brjálaðir, voru ekki sáttir við spjaldið. Okkur fannst þá átt að hafa verið rautt í fyrri hálfleik líka en dómararnir dæma. Við fórum í gang í vörn, spiluðum fanta vörn. Um leið og vörnin kom fengum við tækifæri á að keyra hratt upp og fengum þessi ódýru mörk," sagði Guðfinnur. „Við höfum spilað ágætisvörn á köflum í deildinni. Í fyrsta leiknum á móti Val og eins á móti HK í næsta leik á eftir en svo hafa komið leikir í deildinni þar sem við höfum dottið niður í algjöra kúkalykt. Við höfum spilað 5-1 og nú erum við komnir með 6-0. Við getum breytt um. 6-0 vörnin hefur ekki verið nógu grimm en hún var mjög góð hérna í kvöld." Ekkert hefur gengið hjá Gróttu í deildinni en liðið sýndi mikinn styrk með sigrinum og kvöld og sýndi að það getur bitið frá sér þegar leikmenn liðsins fá trú á verkefnið. „Bikarkeppnin er allt önnur keppni. Þetta eru dramatískir leikir oft á tíðum og miklar sveiflur. Deildin er allt annað. Við þurfum að fara að taka þetta með okkur og fara að taka stig," sagði Guðfinnur að lokum. Reynir: Einbeitingarleysi fór með þettamynd/anton„Við slökuðum á, það kom upp einbeitingarleysi. Við hættum að keyra út í mennina, hættum að keyra hraðaupphlaupin. Við hættum að spila kerfin okkar. Við urðum óagaðir og eftir það var þetta jafn leikur. Menn lögðu sig fram en það var allt í járnum og þetta hefði getað dottið hvorum megin sem var," sagði Reynir Þór Reynisson þjálfari Aftureldingar í kvöld. „Þetta er eitthvað sem við verðum að læra af. Liðið er í uppbyggingu. Við verðum að læra af þessu og gera betur næst." „Ef þú missir einbeitinguna einu sinni er erfitt að gíra sig aftur inn. Andstæðingurinn gírast upp við þetta og er kominn með sjálfstraust. Við hleyptum sjálfstrausti í þeirra lið og það var dýrt. Við hefðum átt að keyra yfir þá og ganga frá þeim," sagði Reynir en ætla má að leikmenn Aftureldingar hefðu talið að þetta væri komið þegar þeir náðu átta marka forystu í ljósi stórra tapa Gróttu í síðustu leikjum. „Það má vera að skotið hafi í kollinum á mönnum í stöðunni 16-8 því við byrjuðum ágætlega og höfðum fín tök á þessu og vorum að spila góðan sóknarleik, vörnin var að finna sig og við fengum hraðaupphlaup. Það kom einhver værukærð upp." „Það datt allt með þeim í lokin. Magnús fór að verja og þeir unnu fyrir þessu. Menn verða að læra að slaka ekki á og ganga frá liðum. Þetta mót er búið í tæplega eitt ár hjá Aftureldingu og nú er að snúa sér að næsta verkefni sem er deildin og að halda sér uppi. Við gerðum vel í síðasta leik og ætlum að halda áfram. Það gengur ekki missa dampinn við þetta. Svona eru íþróttir. Menn lenda í svona leikjum og þú verður að vera karakter og persóna til að rífa þig upp úr því," sagði Reynir að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Grótta vann upp átta marka forystu Aftureldingar í Mosfellbænum í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Eimskipsbikars karla með tveggja marka sigri 25-27 eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik 17-13. Grótta var með frumkvæðið níu fyrstu mínútur leiksins og voru yfir 5-6 en þá skoraði Afturelding sjö mörk í röð og virtust hreinlega ætla að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Afturelding náði mest átta marka forystu 16-8 þegar fimm mínútur voru til hálfleiks en Grótta skoraði fimm af sex síðustu mörkum fyrri háfleiks og því munaði aðeins fjórum mörkum á liðunum í hálfleik, 17-13. Seinni hálfleikur var í járnum. Grótta minnkaði muninn í eitt mark 18-17 en Afturelding náði aftur fjögurra marka forystu, 22-18, þegar 19 mínútur voru eftir af leiknum. Þá lokaði Grótta vörninni og Magnús Sigmundsson hrökk í gang. Afturelding skoraði ekki í 11 mínútur og Grótta komst yfir 23-22. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Grótta var alltaf á undan að skora og hélt frumkvæðinu þar til yfir lauk en Afturelding fór illa með fjögur marktækifæri í tveimur síðustu sóknum sínum. Magnús varði tvisvar og tvisvar skutu þeir í stöng. Grótta skoraði loks síðasta mark leiksins úr hraðaupphlaupi rétt áður en leiknum lauk. Guðfinnur: Þegar menn berjast er útkoman svonaGuðfinnur á hliðarlínunni í kvöld.mynd/anton„Við vöknuðum til lífsins. Menn fóru kannski að hugsa um Akureyrarleikinn þar sem við skitum í buxurnar með að lenda svona undir, hættum að berjast og koðnuðum niður. Núna fóru menn allt í einu í gang, hugsuðu um að berjast og gera þetta af fullum krafti. Þá er útkoman svona," sagði glaðbeittur Guðfinnur Kristmannsson þjálfari Gróttu eftir leikinn í kvöld. Lárus Helgi Ólafsson markvörður Gróttu sem hafði varið mjög vel fékk beint rautt spjald þegar átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fyrir að fara út úr vítateig sínum og snerta Mark Hawkins hornamann Aftureldingar í hraðaupphlaup. Umdeildur dómur þar sem varla virtist eiga sér stað snerting og ekki síst í ljós þess að Hafþór Einarsson slapp fyrir horn í fyrri hálfleik þegar hann náði til boltans áður en hann lenti á andstæðing. „Við notuðum rauða spjaldið rétt, fengum kraft í allt liðið. Menn voru brjálaðir, voru ekki sáttir við spjaldið. Okkur fannst þá átt að hafa verið rautt í fyrri hálfleik líka en dómararnir dæma. Við fórum í gang í vörn, spiluðum fanta vörn. Um leið og vörnin kom fengum við tækifæri á að keyra hratt upp og fengum þessi ódýru mörk," sagði Guðfinnur. „Við höfum spilað ágætisvörn á köflum í deildinni. Í fyrsta leiknum á móti Val og eins á móti HK í næsta leik á eftir en svo hafa komið leikir í deildinni þar sem við höfum dottið niður í algjöra kúkalykt. Við höfum spilað 5-1 og nú erum við komnir með 6-0. Við getum breytt um. 6-0 vörnin hefur ekki verið nógu grimm en hún var mjög góð hérna í kvöld." Ekkert hefur gengið hjá Gróttu í deildinni en liðið sýndi mikinn styrk með sigrinum og kvöld og sýndi að það getur bitið frá sér þegar leikmenn liðsins fá trú á verkefnið. „Bikarkeppnin er allt önnur keppni. Þetta eru dramatískir leikir oft á tíðum og miklar sveiflur. Deildin er allt annað. Við þurfum að fara að taka þetta með okkur og fara að taka stig," sagði Guðfinnur að lokum. Reynir: Einbeitingarleysi fór með þettamynd/anton„Við slökuðum á, það kom upp einbeitingarleysi. Við hættum að keyra út í mennina, hættum að keyra hraðaupphlaupin. Við hættum að spila kerfin okkar. Við urðum óagaðir og eftir það var þetta jafn leikur. Menn lögðu sig fram en það var allt í járnum og þetta hefði getað dottið hvorum megin sem var," sagði Reynir Þór Reynisson þjálfari Aftureldingar í kvöld. „Þetta er eitthvað sem við verðum að læra af. Liðið er í uppbyggingu. Við verðum að læra af þessu og gera betur næst." „Ef þú missir einbeitinguna einu sinni er erfitt að gíra sig aftur inn. Andstæðingurinn gírast upp við þetta og er kominn með sjálfstraust. Við hleyptum sjálfstrausti í þeirra lið og það var dýrt. Við hefðum átt að keyra yfir þá og ganga frá þeim," sagði Reynir en ætla má að leikmenn Aftureldingar hefðu talið að þetta væri komið þegar þeir náðu átta marka forystu í ljósi stórra tapa Gróttu í síðustu leikjum. „Það má vera að skotið hafi í kollinum á mönnum í stöðunni 16-8 því við byrjuðum ágætlega og höfðum fín tök á þessu og vorum að spila góðan sóknarleik, vörnin var að finna sig og við fengum hraðaupphlaup. Það kom einhver værukærð upp." „Það datt allt með þeim í lokin. Magnús fór að verja og þeir unnu fyrir þessu. Menn verða að læra að slaka ekki á og ganga frá liðum. Þetta mót er búið í tæplega eitt ár hjá Aftureldingu og nú er að snúa sér að næsta verkefni sem er deildin og að halda sér uppi. Við gerðum vel í síðasta leik og ætlum að halda áfram. Það gengur ekki missa dampinn við þetta. Svona eru íþróttir. Menn lenda í svona leikjum og þú verður að vera karakter og persóna til að rífa þig upp úr því," sagði Reynir að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn