Handbolti

Spánverjar lögðu Dani á Super Cup

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Spánverjar eru í góðum málum á Super Cup-mótinu í Þýskalandi eftir þriggja marka sigur, 29-26, á Dönum í dag.

Í gær lögðu Spánverjar lið Svía, 25-23, en á morgun mæta Spánverjar Þjóðverjum sem hafa tapað báðum sínum leikjum á mótinu.

Leikurinn var allan tímann í járnum og Spánverjar leiddu með einu mark í leikhléi, 14-13. Aldrei munaði meira en þremur mörkum á liðunum en Spánverjar gáfu aldrei eftir forskot sitt í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×