Handbolti

Spánn vann Super Cup

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Spánverjar unnu sigur á Super Cup handboltamótinu sem fram fór í Þýskalandi um helgina. Spánverjar lögðu Þjóðverja í dag, 23-27.

Spánn vann alla leiki sína á þessu sterka móti en Danmörk og Svíþjóð tóku einnig þátt.

Þjóðverjar, sem voru að leika sína fyrstu leiki undir stjórn Martin Heuberger, töpuðu aftur á móti öllum leikjum sínum á mótinu.

Spánverjar höfðu undirtökin nær allan leikinn í dag en þegar tíu mínútur voru eftir komust Þjóðverjar yfir. Það stóð ekki lengi yfir, Spánverjar tóku völdin til baka um leið og lönduðu sannfærandi sigri.

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn og stóðu sig ljómandi vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×